Vesturland


Vesturland - 16.09.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 16.09.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 16. sept. 1933. 20. tölublað. Paradfsjaínaðarmanna. Jafnaðarmennirnir hérna í bæn- iun eru lðngum óskammfeilnir i garð Sjálfstæðismanna og er oft furðulegt hvað við getum tekið ýmsum ásökunum þeirra og sví- vírðingum í okkar garð með kristi- Iegri þolinmæði. En ait verður að eiga sín tak- rnörk, og eins umburðarlyndið við jafnaðarmenn. * Fyrir kösningarnar i sumar skrif- aði Finnur forstjóri eina af venju- legum skammagreinum í „Skutul", sem hann nefndi: Atviunubætur ihaldsins. Var sá andinn i grein- inni, að þetta íhaldsfólk væru svo tniklir fantar, að þeir vöruðust að veita nokkra atvinnu, til þess að auka á vandræði alþýðunnar, sem Finnur forstjóri elskar meira en sjálfan sig, eftir þvi lesa mátti út úr greininni og eflaust ætlast til að gert yrði. Alþýðuástina hans Finns ættu flestir ísflrðingar að þekkja. Hún er heit og mikil, þegar hann þarf sjálfur einhvers við, en ósköp köld og þurleg hinn timann. Hitt vita líka allir, sem kunnug- ir eru hér á ísafirði, að jriikið fleiri atvinnurekendur eru i flokki Sjáif- stæðismanna cn jafnaðarmanna og að Sjálfstæðismenn hér í bæ veita meiri atvinnu en jafnaðarménn. Ef förstjórinn hefði haldið sér við sannleikann hefði hann átt að ræða um atvinnubætur jafriaðar- manna hér i bæ; skýra írá því hvernig þær hefðu reynst og hverj- ir það væru, sem þar höfðu borið bezt úr býtum. Það hefðl orðið fróðíeg skýrsla, cf hún hefði verið rétt rakin og sýnt að mestallar „atvinnubælurnar" gengu til vissra gæðinga, en alþýðan situr við ié- leg kjör eða á kosti hins sífelt tóma bæjarkassa, þrátt fyrirgífur- legar álögur. En þessi grein forstjórans gefur tilefni til nánari athugunar, syo að óskammfeilni hans komi sem skýrast fram í dagsljósið. Nokkru áður en forstjórinn skrif- aði grein þá, er áður um getur, hafði atvinnurekandi einn, sem fylgir stefnu Sjálfstæðismanna, sótt uin að mega breyta svo eignum sem hahn á hér, að þaðan mætti reka aukna útgerð og þar af leið- andi vaxandi atvinnu. Maður skyldi ætla, að ekki hefði staðið lengi á svari „herranna" og að þeir hefðu boðið manninn velkominn, a. m. k. meðan fé var fyrir hendi til reksturs á atvinnu- fyrirtæki hans. En þeir voru ekki alveg á því, Finnur & Co. Þá vantaði ekkiat- vinnu i bæinn. Þeir voru vist nógu margir þessir ihaldsskarfar, sem gúpnuðu yfir öllum atvinnurekstri. f stað þess að fá nokkurt svar fékk maðurinn hálfgerðan afgæð- ing. En vegna þess, að manninum var nauðsynlegt að fá beiðni sinni framgengt tii þess að geta gert eignir sinar arðberandi, var Ieitað til skipulagsnefndar eftir að alt hafði strandað hér heima. Vildi hún sinna beiðninni og taldi engin sérstök tormerki á því, qð hún yrði uppfylt, með nokkrum breyt- ingum. En hinir visu forráðamenn meiri- hlutans okkar virðast ekki vera fæddir til þess að láta sannfærast þegar Sjálfstæðismenn eiga i hlut og ákváðu því enn að synja beiðn- inni og þar með var komið í veg fyrir atvinnurekstur þessa manns. Og lokasynjunin er bygð á ástæð- um, sem naumast munu vera fyrir hendi. Þetta er ekkert eins dæmi hérna i jafnaðarparadísinni., Á dæmið er mint vegna þess, að það gerist á sama tima, sem .forstjórinn er að bannsyngja Sjáifstæðismenn i „Skutli" fyrir, að yilj'a ekki veita neina atvinnu, sVona létt af.tömri þrælmens,ku. , ^ ;' .*'' Jarðarför Magnúsar Arnórs- sonar fér fram þriðjud. 19. þ. m. kl. 1 e. hád. frá heimili hins látna. Kona og börn. Hálft húsið Fjarðárstræti 38 er til sölu. Upplýsingar gefur Salómon Sumarliðason. En hvaða nafn eiga þeir skilið, sem varpa slfkum sökum að öðr- um, en nota vegtyllur sínar til þess að koma í veg fyrir, að pölitiskir andstæðingar þeirra geti rekið at- vinnu sina? Á tvö önnur dæmi skal hér bent stuttlega. Maður einn hér í bænum hafði tekið að sér hráoliu- sölu og talið að slík verzlun yrði frjáls og óhindruð. En hann getur hvergi fengið olíugeymslu, hvar sem niður hefir verið borið. Og má búast við þvl, að hann verði að leggja þessa sölu niður sökum stirfni forráðamannanna. Annar maður hér hafði tekið sér fyrir hendur, að reykja fisk og sild til útflutnings og innanlandssölu. Hann leitaði a náðir Finns með húsnæði fyrir rekstur sinn. Tók Finnur því ljúflega í fyrstu, en svifti. manninn húsnæðinn i sum- ar, svo hann varð að stöðva til- raun siná i bili. Sjálfst.maður. Samband íslenzkra Karlakóra hefir ráðið Sig. Birkis sem kerin^ ara næstk. vetur. Var Samb. veitt- ur 3 þús. kr. ríkissjóðsstyrkur með tilliti til ráðningar Sigurðar. Sig- urður kennir hér í vetur, en enn er öyíst hyenær það verður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.