Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.09.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 16.09.1933, Blaðsíða 2
78 VESTURLAND Aðalf. Prestafél. Vestfjarða var haldinn að Bíldudal I Arnar- firði 1. og 2. þ. m., eins og getið var í 16. bl. „VI.“ Fundinn sóttu þessir þjónandi prestar á Vestfj.: sr. Sigurg. Sig., sr. Páll Sig., sr. H. Kolbeins, sr. J. Ólafss., sr. Sigtr. Guði.s., sr. Sig Z. Gíslas., sr. Böðv. Bjarnas., sr. Jón Jakobss., sr. Ein. Sturl.s., sr. Þorst. Kristj.s. og sr. Björn O. Björnss. Auk þess sat P. Oddsson guðfr.nemi fundinn. Helztu málin á fundinum voru þessi: Félagsmál. Hagur Prestafél. og útgáfa Lindarinnar, ársrits fél., sem mun streyma fram nú um jólin, eins og verið hefir. Starfsaðferðir presta. (Málsh. sr. SigurgeirBigurðsson). Var það máí rætt mikið og komu fram ýms- ar tillögur. Á kirkjan nokkurt erindi inn á svið stjórnmálanna? (Málsh. sr. Böðvar Bjarnason). Var það mál einnig rætt nokkuð. Kristindómsfræðsla í skólum. Samþ. ályktun um að skora á skólan. á Vestfjörðum, að prestar hefðu á hendikristinfræðslu í skól- um, þar sem ástæður leyfa. Endurskoðun sáimabókarinnar. Fundurinn leit svo á, að kapp bæri að leggja á endurskoðun sálma- bókarinnar, svo að ný sálmabók komi út eigi slðar en 1936. Kristilegt vikublað. Prestafél. íslands hefir kosið nefnd til þess að vinna að útgáfu kristilegs viku- blaðs I Rvlk. Taldi fundurinn út- gáfu slfks blaðs nauðsynjamál og hvatti nefndina til framkvæmda. í samb. við fundinn fór fram guðsþjónusta. sr. Jón Ólafsson pré- dikaði, en sr. Sigurgeir þjónaði fyrlr altari. Erindi fyrir almenning fluttu: sr. Böðvar Bjarnason: Maria mey. sr. Páll Sigurðsson: Kirkju- bandalag Amerikumanna. sr. Sig- urður Z. Glslason: Heilagt ár og sr. Einar Sturlaugsson: Altaris- sakramentið. Ýms mál fundarins voru rædd fyrir opnum dyrum og almenningi boðin þátttaka I umræðunum. Stjóm fél. var öli endurkosin, en hana skipa: Sr. Sigurgeir Sigurðsson form. Meðstj, sr. Böðvar Bjarnason og sr. Halldór Kolbeins. Varam. sr. Jón Ólafsson. Biiddælingar tóku fundarmönn- um með mikilli gestrisni. Hafði sóknarnefndin boð inni fyrir fund- armenn, að skilnaði. Þakka þeir einróma ágætar viðtökur. Atvinnuleysisskýrslur. Eitt af hinum þarfari nýmæium hér á landi er söfnun atvinnu leysisskýrslna. En mikið skortir enn til að skýrslur þessar séu svo fullkomnar sem verða ætti. Sökum þess að allmikill misbrestur mun vera á þvi, að allir atvinnulausir láti skrá sig og annari framkvæmd þeirra. Þar sem atvinnuleysisskýrsl- ur eru fullkomnar eiga þær að vera sá grundvöilur, sem þjóðfé- lagið byggir á ráðstafanir sfnar til þess að verjast atvinnuleysinu, sem vitanlega er svartasta plágan sem herjar þjóðfélögin. í nýútkomnum Hagtlðindum er skýrt frá því, hvernig tala og skifting atvinnuleysingja hefir ver- ið I Reykjavík síðan skráning hófst. Það er eftirtektarvert, að þar sem jafnaðarmenn ráða I bæjunum er lítt sint um þessa framkvæmd, og kvartar Hagstofan yfir þvf að skýrslur vanti þaðan, t. d. héðan af ísafirði. Skráning atvinnulausra byrjaði fyrst 1. febrúar 1929 og nær allt til 1. f. m. Ár. 1.febrúar 1. mal 1. ágúst 1. nóv. 1929 165 5 22 48 1930 39 3 w 90 1931 525 59 106 623 1932 550 205 633 731 1933 623 268 226 Eftir atvinnustétt skiftust atvinnu- leysingjar þannig við tvær siðustu talningarnar: 1. mai 1. ág. Verkamenn . . 252 193 Sjómenn.... 5 23 Iðnlærðir menn .11 10 Um % atvinnuleysingja eru ó- magamenn (65% 1. maí, 66% 1. ágúst) og komu á hvern ómaga- mann 1. mai 2,7 ómagar, en 1. ágúst 2,6. Mesturhluti atvinnuleysingjanna höfðu verið atvinnulausir ineirihl. þess ársfjórðungs, er íór á undan skráningunni. Fréttir. Minningarguðsþjónusta um skipshöfnina á e. s. Gunnar fer fram hér í kirkjunni á morgun kl. 2. Verða þar m. a. sungnir sérstakir sálmar af karlakór ísa- fjarðar og fjöhnennum söngflokki. Eru slfkar minningarguðsþjónustur algengar erlendis og hafa einnig tíðkast nokkuð hér á landi. Skýrsla um gagnfr.skólann á ísaf. prentuð f Reykjávík, hefir verið send „Vesturl.“ Mun siðar sagt frá ýmislegri starfsemi skólans. Sjófræðisnámsskeiðið hér hefst 20. þ. m. Hefir skóla- nefnd lánað eina skóiastofu Gagn- fræðaskólans til kenslunnar. Aðaí- kennari verður Eirfkur Einarsson skipstjóri. Umsóknir um kenslu þessa hafa þegar verið svo miklar sem húsrúm leyfir. Heyskap í sveitum hér vestanlands var alment lokið um sfðustu helgi. Töfðu óþurkar slðari hlutá, heyskaparins. Hey- fengur er mikill og nýting heyja góð. Töðufengur varð víða um 20 hestar af dagsláttu i einumslætti; sumstaðar meiri. Siðari sláttur var nærri jafngóður á sumum bæjum. Vfðasj litið slegið á engjum. Sildaraflinn I sumar nemur alls um 230 þús. tn. saltað og sérverkað og 740 þús. hektó- lftrum i bræðslu. Áætla má að andvirði útfluttrar sildar og sfldar- afurða í ár nemi 7—8 milj. kr. Sfldarafli Norðmanna hér við land er sagður nokkru minni en í fyrra. Um 5. þ. m. höfðu þeir flutt heim til Noregs um 120 þús. tn. af síld veiddri við ísland en 160 þús. tn. á sama tima í fyrra. Kjötverð hér i bænum er sem stendur al- ment 90 au. kgr., i smásölu. Atl- margt fé hefir komið hingað þessa viku, einkum úr norðurhreppum sýslunnar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.