Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.09.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 16.09.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 79 = Vcstúrland. | Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturfands. M Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. s = Útkomud.: miðvikud. og laugard. s f§ Verð til áramóta 4 kr. ;f 1 Qjaidd. 15. sept. í lausas. 15 aura. j§ M Augl.verð 1.50 cm. eind. = Stærri augl. eítir samkomulagi. 1 )) WaTHBM j Olseini (( Fyrirliggjandi: H e s s i a n , Bindigarn og Saumgarn. Húsagerð í sveitum. Búnaðarsainband Vestfjarða hefir fyrir nokkru sent eftirfarandi bréf til form. allra búnaðarfélaga á sambandssvæðinu. Er þar hreyft svo merkilegu máli, að „V1.M birtir meginmál bréfsins: „Húsabyggingarnar eru eitt af vandamálutn sveitanna. Miklar framkvæmdír á því sviði eru að- kallandi, en kostnaðurinn oftast Htt bær. Torfið, sem cr aðalbygg- ingarefni er að hverfa úr sögunni og er þá naumast öðru til að dreifa en steinsteypunni. Verður hún óefað aðalframtiðar bygging- arefnið, í húsagerð sveitanna. Eins og eðlilegt er, brestur viða mjög á kunnáttu almennings til að reisa steinsteypuhús, þótt smá séu. En óhagkvæm og vanhugsuð vinnubrögð valda jafnan þvi, að húsin skorta ýmsa óhjákvæmilega kosti, svo sem: að þáu séu hlý, rakalaus, vatnsheld, hentug að fyrirkomulagi, myndarleg úllits og varanleg; og til viðbótar ýmsum byggingargöilum bætist svo einatt það, að þau verða dýrari, þegar hina verklegu kunnáttu vantar. Þessa sjást merki á ótal stöðum. Hinsvegar er þó flestum bænd- um lítt kleyft, kostnaðarins vegna, að kaupa vinnu þeirra manna, er sérþekkingu hafa til að annast slík- ar byggingar, bæði stærri og smærri. Þær þurfa því, svo sem frekast er unt, að vera vinna heim- ilanna sjólfra. Nauðsynlegt þó, að í hverri sveit sé maður, sem öðr- um fremur hefir þekkingu á þessu og getur leiðbeint um byggingar hinna smærri steinsteypuhúsa. — Þannig þarf að haga verkum, að býggingarnar sé sem mest hægt að undirbúa og vinna að þeim að vetrinum. Jóh. Fr. Kristjánsson bygginga- fræðingur og ýmsir fleiri hafa oft vakið athygli á þvf, að til vetrar- vinnu sé hentugt að steypa steina, hlaða sfðan veggi úr þeim og lima þá saman að vorinu, eða hvenær semdiðarfar og annir leyfa. Þá verður og að mestu komist hjá hi.ini efnisfreku og dýru „uppstill- inguM og er það mikill kostur. Búnaðarsatnb. Vestfj. hefir ákveð- iö að stofna til námsskeiðs nú i haust, til leiðbeiningar um þessi efni. Hefir það fengið Jóh. Krist- jánsson byggingafr. tii þess að hafa kensluna á hendi. Er ætlast til, að jafnframt hinni verkl. kenslu flytji hann nokkra fyrirlestra úm byggingar húsa i sveitum. Náms- skeiðið verður haldið að Núpi f Dýraf. I 2—3 vikur. Munu kenn- arar skólans og máskc einnig fleiri flytja nokkur erindi fyrir námsskeiðsnemendur, almenns efn- is. Kenslu og húsnæði fá nemend- ur ókeypis og auk þess nokkurn ferðastyrkM. Qert er ráð fyrirað námsskeið- ið byrji um næstk. mánaðamót. Góð sauðfjárhirðing. Til marks um hve hirðing er góð hjá þeim Æðeyjarbræðrum, sem óhætt má telja fyrirmyndar- bændur, má geta þess, að í vetur voru 160 ær á fóðrum hjá þeim og urðu fjárhöldin þessi í vor; 2 ær þrílembdar, 96 tvilembdar og 59 einiembdar. 3 ær geldar. Að eins 2 lömb dóu um sauðburð. Mikið úrval af hreinlætiSgSnyrtivörum *nýkomið í tsafold. Jörðin Klukknland i Dýrafirði er til sölu og ábúðar I næstkomandi fardögum. Alt tún jarðarinnar er nýlega girt og peningshús nýuppbygö. Tún stórt og grasgefið, engjar nærtækar og góður móskurður. Semja má við undirritaðan eig- anda og ábúanda: Eggert L. Fjeldsted. Til sölu eru neðantaldar eignir i Hnffsdal: 2 hndr. í jörðinni Heimabær (sbr. fasteignamat Neðri-Hnffsdalur IV.), hálft fbúðarhús, hálft fjós, hlaða og áburðarhús, hálf verbúð, ennfremur fiskhús, skúr og timbur- hús, hálft fiskplan. Nánari upplýsingar gefa Valdemar Þorvarðsson kaupmaður f Hnífsdal og Páll Halldórsson, Grettisgötu 81, Reykjavik. Nokkrir hestar teknir til eldis n. k. vetur. R. v. á. Niðursuðudósir. Ingvar Vigfússon selur heima- unnar dósir. Einnig dósir með þéttu loki. Innlend vinna. Lágt verð. Nýjar kvöldvökur (I.--XX.) til sölu. Ritstjóri vísar á. Tvenn ný aktygi til sölu. Ritstjóri vísar á.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.