Vesturland


Vesturland - 21.09.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 21.09.1933, Blaðsíða 1
VEST X. árgangur. ísaflörður, 21. sept. 1933. 21. tölublað. Hvað gerir stjórnin? Sú spurning er nú efst í hugum fjölda íslendinga, þegar rsett er um hið ruddalegaframferðikomm- únista og jaínaðarmanna gagnvatt ríkisstjórn Þýzkalands: Hvað gerir stjórnin? Og það er ekki að ðfyrirsynju spurt. AUar þjóðir verða að temja sér kurteisi og háttprýði gagnvart öðrum þjóðum og ekki sízt smá- þjóðirnar, sem hinar stærri geta farið og fara oft rneð að vild sinni. Að því er snertir sambúð Þjóð- verja og íslendinga eru sérstakar ástæður til þess, að hún sé kurt- eisieg og vinsamleg sökum náins skyldleika þjóðanna og einnig hins að Þjóðverjar hafa fyr og síðar, flestum eða öllum þjóðum fremur haldið á Iofti íslenzkri menningu og stutt hana á marga lund. Þjóð- verjar Iögðu^og íslendingum drjúg- an stuðning í sjálfstæðisbaráttunni meðan hún var hörðust. Siðustu árin heíir menningar- tengslum þesara tveggja þjóða farið fjölgandi og við þau hafa bæzt sívaxandi verzlunarviðskifti, sem óhætt má segja að séu ís- lendingum mun bagstæðari en þau sem áður voru. Er nú svo komið, að Þýzkaland er aðalkaupandi að síldarafurðum okkar: síld, mjöli og lýsi. Ennfr. kaupk þeir mestalla fiskimjölsfrarnleiðsluna, töluvert af nýjum fiski og margvíslegar aörar útflutningsvörur. í ó!gu þeirri sem verið hefir í Þýzkalandi síðustu áriti hefir það reynst svo, að alt af hefir verið tekið með sérstökum skilningi og velvild á þörfum og högum ís- lendinga og við notið í hvivetna beztu kjara i Þýzkalandi. Nú hefir hér á landi risið upp flokkur tnanna, sem bæði m.eð móðgandi ærslum, athöfnum, setn eru rnjög saknæmar að alþjóða- rétti, og svívirðingum í blöðum sinum hefir sýnt þýzku þjóðinni opinberan fjandskap og einkum þjóðernishreyfingu þeirri, sem nú er drotnandi í Þýzkalandi. Hvern dóm sem hver einstakur Ieggur á stjórnmálaástandið i Þýzkalandi nú, má það ekki gleymast, að í þjóðernishreyfing- unni þýzku er fólgið mjög mikið gildi fyrir allar norrænar þjóðir og ekki sizt ísiendinga. Mun það g'tidi lifa um langa stund, jafnvel þótt stjórnmálastefna Nazista breyttist eða aðrir flokkar yrðu þeim yfirsterkari, sem hvortteggja er ólíklegt að verði fyrst um sinn. Að hinu leytinu er það mjög varhugavert, að íslendihgar, svo smáirsem þeir eru og litilsmegn- ugir i heimspólitikinni, fari að skifta sér af innaniands stjórnmál- um annara þjóða á einn eða annan hátt. Er slikt hvergitíðkað erlendis og mikill rnunur að lesa frásagnir danskra og enskra blaða um ástandið i Þýzkalandi eða rauðu biaðanna hér á landi. Þegar svo það bætist við ann- að fjandsamlegt framferði, að op- inberum fána þjóðarinnar er sýnd svívirðing, hvað eftir annað, má segja að skörin færist úpp í bekk- inn. Hvað gerir stjórnin? Þannig spyrja menn að vonum. Því i slikum málum er hún einráð og óhið, en míkið liggur við að á þeim sé tekið með festu og röggsemi. Öllum mun í fersku minni at- burðir þeir sem gerðust á Siglu- firði fyrir skömmu síðan og þá var skýrt frá hér i blaðinu. Rann- sökn þess máls var sagt lokið eftir nokkra daga, en ekki hefir enn heyrst, að stjórnin hafði látið höfða ¦ mál gegn ódáðamönnun- um. Hvað dvelur veit enginn. En slikir menn hljóta að fá dóm fyrir verknað sinn, sem er margfalt skaðlegri fyrir þjóðina en margt annað, sem menn eru dæmdir fyn'r. Auðvitað getur hvorki núv. rík- isstjórn eða nokkur önnur komið að öilu leyti í veg fyrir slikt at- hæfi og hér hefir átt sér stað. En hím getur og hefir skyldu til að taka svo i taumana gegn sliku atferii, að allir skilji að það sé annað en spaug að taka þátt I slikum hermdarverkum. Það er eina ráðið, sem duga mun til þess að koma i veg fyrir þau. Vinsamleg sambúð og viðskifti við aðrar þjóðir eru íslendingum allt of dýrmæt til þess, að þjóðin geti þolað, að' nokkrir angurgapar stofni því f voða með framferði sinu. Nærri má geta hvort þeir at- burðir, sem gerst hafa hér á landi i garö Þjóðverja, geta ekki haft áhrif á vinsamleg viðskifti þjóð- anna. Ekki sizt er slikt endurtekur sig með ærslunum í Reykjavik nú þegar verið er að semja um fram- haidandi viðskifti. Það verður einnig að vera öllum ljóst, að sé tekið mjúkum höndum á slikri háttscmi nú í byrjun myndi hún fyr en varir bitna á öðrum en Þjóðverjum eða hverri þeirri þjóð, sem þessum ærsla- og ofstopa- mönnum væri í nöp við i svipinn. Það er þvi nauðsynlegt að gefa þessum mönnum hæiilega áminn- ingu með því að dæma þá og láta þá þola dóm að landslögum fyrlr verk sín. Það er á orði haft, að núverandi rikisstjórn sjái litt um framkvæmd þeirra dóma, setn dæmdir hafa verið út af framferði rauðu banda- mannanna. Sé það satt er slíkt ástand óþolandi og elur nýjan strák upp i ofstopamönuum þess- um, sem telja sig fyrir ofan lög og ré.tt. .

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.