Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.09.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 21.09.1933, Blaðsíða 2
82 VESTURLAND Innilegar þalckir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Jósefssonar, Sandeyri. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Árnasonar. Börn og tengdabörn. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hér í gærkveldi og var þetta hið helzta er gerðist á fund- inutn: Erindi Kaupfélags ísfirðinga um leigulóð i Mjósundum, upp af væntanlegri bátahöfn, undir Tank- stöð til sölu á rússræskri hráolíu. Umbjóðandi félagsins er Jóhann Kristjánsson í Reykjavik, en bak við hann mun standa útlent eða innlent oliusölufélag. Hafnarn. og fasteignanefnd höfðu haft erindið til athugunar og lögðu til: að leyfð verðiuppfyliingSunda- megin, neðanvert við steypugarð- inn í Mjósundum og áfast við hann til olíugeymslu með eftirfarandi skilyrðum: Leigjandi geri uppfyllingu á sinn kostnað með traustum útveggjum. Leigutiminn verði 40 ár frá undir- skrift væntanlegs samnings. Leiga fyrir lóðina og uppfyllinguna verði matin á 5 ára fresti á sama hátt og aðrar lóðir bæjarins og fari upphæð leigunnar eftir þvi sem ákveðið er um aðrar leigulóðir bæjarins, þó ekki yfir 6°/0 af mats- verði, enda verði Ieigan aldrei undir 1000 kr. á ári. Fyrstu 15 árin greiðisl þó engin leiga, en í stað þess verður uppfyilingin eign bæjarins jafnóðum og hún er gerð. Leigukjör þessi miðast við ca 1000 m2. Viðhald annast leigjandi. Bæriun áskilur sér rétt til þess að samþykkja gerð og útlit geyma, húsa og mannvirkja á hinni leigðu Ióðog samþykkis bygginganefndar skal leitað til allra framkvæmda á ióðinni. Ennfr. sé leigutaki skyld- ur að hlýta ákvæðum brunamála- nefndar til tryggingar gegn elds- voða og brunamálalögum og enn- fr. bera allan kostnað, er leiða kann af hækkuðum vátryggingar- iðgjöldum vegna oliugeymslunnar. Leigutaki greiði bæjarsjóði út- svar eða gjald hliðstætt þvi er h/f Sheli greiðir árlega. Nánar sé tekið til um einstök atriði i samn- ingi og fellur tilboð þetta niður sé samningur eigi gerður innan 6 mánaða frá samþykt bæjarstjórnar á tillögu þessari. Tillaga þessi var samþykt. Erindi Blóma- og trjáræktar- félags ísfirðinga um 800 kr. styrk úr Lóðasjóði til nýræktar sinnar í trjágarðinum. Sapiþykt að veita félaginu 600 kr. styrk, svo framarlega sem fé verður fyrir hendi í sjóðnum. Erindi Hálfdáns Bjarnasonar og Þorgeirs Jónssonar um viðbótar- lóð á Torfnesi, 3—400 m-. Synjað. Gauragangur kommúnista. Kommúnistar í Reykjavik hófu I fyrradag gauragang mikinn við útskipun i þýzka fiutningaskipið Diönu frá Hamborg, sem nú er að taka fisk í Reykjavík. Stöðvuðu þeir um stund útskipun i skipið unz lögreglan kom á vettvang og veitti aðstoð sina til þess, að vintia gæti haldið áfram. Tilefni þessa gauragangs var það eitt, að skipið hafðivið hún stjórnarfánann þýzka, sem nú er siðvenja allra þýzkra skipa og látið er óáreitt i erlend- utn höfnum, jafn vel í Rússiandi. Skoruðu kommúnistar i fyrstu á verkalýð, að afgreiða ekki skipið. nema þvf að eins að fáninn yrði dreginn niður. Var þvl hvoru- tveggja vitanlega neitað. Hafði Einar Olgeirsson heildsali orð fyrir kommúnistum i ærslum þessum. Þegar lögreglan kom á vettvang dreif að múgur og margmenni, fjöldi sökum forvitni og einnig höfðu kommúnistar dregið að sina tryggustu fylgismenn. Urðu þá ýfingar og stimpingar á hafnar- bakkanum. Og meðan hæzt stóð á þessari orrahrið hafði cinn kommúnisti skotist um borð í Díönu og skorið niður fánann. Skauzt hann með fánann um borð Herbergi handa einhleypum til leigu um næstu mánaðamót. Jóh. Bárðarson. Kensla. Að forfallalausu kenni eg í vetur nokkrum börnum innan skóla- skyldualdurs. Friðrik Jónasson. f flutningaskipið Eikhaug, sem lá við hlið Diönu, en var tafarlaust eltur af lögreglunni og fleiri mönn- um, sem að þustu. Var fáninn tekinn af manninum eftir stutta viðureign og afhentur yfirmönn- um Diönu, sem dróu hann strax að hún aftur. — Þegar komm- únistar sáu ófarir sinar og að þeir fengu ekki frekara aðgert héldu þeir til fundarsals sfns i Bröttugötu.^heldur óborubrattir. Móðgun sú er kommúnistar og jafnaðarmenn (sjá t. d. .Skutul“). sýna þjóðernishreyfingunni þýzku og þýzku þjóðinni hvenær sem þeir geta eru aivarleg tiðindi,. Kommúnistar hafa nú I þrjú skifti, með stuttu millibili, ráðist á þýzka fánann á hinn ruddalegasta hátt og getur það haft mjög alvarieg- ar afleiðingar. Einnig eru komm- únistar og jafnaðarmenn samtaka um það i blöðum sinum, að svi- virða mjög þýzku stjórnina. Má geta nærri, að henni ervel kunn- ugt um það framferði, þótt ekki hafi hún skift sér af þvi enn þá, svo kunnugt sé. Tíðarfar mjög stilt og gott síðustu dagana.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.