Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 23.09.1933, Qupperneq 1

Vesturland - 23.09.1933, Qupperneq 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 23. sept 1933. 22. tSlublað. Krossrellan. Veslings Hannibal hefir orðið æði bumbult af grein minni „Al- vörumál" í 17. bl. „Vesturl.“ þ. á. Vellur nú úr honum froðan og vindurinn svo að flæðir yfir allan Skutulinn, sem út kom 16. þ. m. Sýnir smið þessi ljóslega, þótt ekkert hefði verið annað til, að Hannibal er óhæfur kennari. Velt- ist hann þar eins og fullur maður i sinni eigin spýju og gengur illa bröltið. Fyrst kvartar hann um að eg og aðrir, sem hann tilgreinir, höfum sem starf, að skrifa úm sig skamm- ir og nið. Bkkert slikt er í minni grein. En er Hannibai, jafnhetju- lega og hann hefir látið, virkilega svo móðursjúk herfa, að kvarta undan þvi, að einhvern tíma sé bent á fúkyrðaaustur hans og aðra háttsemi. Væri ólikt hermannlegra Hjá Hannibal, að ýlfra og kveina ekki eins og lúbannn rakki eða illa smurður gamall vindhani og gera sig þannig sjálfur að sann- kallaðri krossrellu. Hannibal segir, að það sé að glíma við skugga, að krafist var, áð hann yrði ekki kennari við gagnfræðaskólann, því hann hafi að eins verið stundakennarj og ekki ráðinn nema til skólaloka. Skólasljóri hafi og verið búinn að fá svör sin um það, að hann yrði ekki viö skólann i vetur. Bæði þessi atriði eru ósönn. Hannibal var settur að skólanum í fyrra af flokks- legum ástæðum og hefði orðið stundakennari áfram.ef engin mót- mæli heföu komið fram. Hannibal hefir og ekkert talað yið skóla- stjóra utn kenslu slna á komandi vetri, annað en það, sem þeim fór á milli um það leyti semgrein mín birtist, en vitanlega var slíkt þá ekki kunnugt. Bn eigi að skilja orð ffannibals setn játningu um það, að hann hafi varpað skugga á skólann er þetta um baráttuna við skuggann rétt. I grein Hannibals er löng skrum- auglýsing um það, að hann segi það alveg satt, að hann elski börn sjálfstæðismanna nærri eins mikið og börn hinna rétttrúuðu og geri þeirra engan mun. Segist Hannibal hafa knýtt þau bönd við suma sjálfstæðisnemendur sína, sem eng- inn muni fá slitið. Kemst Hannibal að þeirri niðurstöðu, f þessum hlægilega vitlausu hugleiðingum sínum, að synd sé að Sjálfstæðis- menn amist við þvi, að hann segi til börnum, þar sem hann hafi keypt 1 skóreimar hjá Ól. Kárasyni, sem sé æstur Sjálfstæðismaður. Leggur hann hvorutveggja að jöfnu, með mikilli nákvæmni, skó- reimakaupin og kenslu síug. Er svo að sjá, að hann meii af þvi jafna arðsvon ogmun engin ástæða til þess að rengja það mat hans. Þó þetta um skóreimakaupin sé litilsvert atriði verður að minnast þess nánar, því það leikur á tveim tungum, að Hannibal hafi vilst svo af rétttrúnaðarbraut bolsanna, að hann hafi keypt jafnvel skóreimar hjá Ól. Kárasyni eða öðrum Sjálf- ismönnum. Hefir Hannibal sjálfur orðið að játa privat, að þett i sé skröksaga ein. Sýnir það sömu ráðvendni kenuaraus uin heimildir, sem áður er kunn. Smjaðuryrði Hannibals um þroska og drengskap barna Sjálf- stæðismanna, þótt foreldrarnir séu bölvað ihaldsdót, * eins og hann hefir nefnt Sjálfstæðismenn yfir höfuð á opinberum fundum, sýnir þá hræsni og skinhelgi, sem alla hlýtur að hrylla við. Hannibal segir, að í grein minni skini allstaðar ótti við það að unglingarnir kynnist jafnaðarstefn- unni meira en góðu hófi gegnir. Þessi ótti er hvergi til, nema ef vera skyidi i heila Hannibals. Það er enginn ótti en fullkomin vissa, að háttsemi sú, er lýst var í grein- inni, hlýtur að hafa skaðleg áhrif á unglinga. Er þetta viðurkent af skólastjóra og öðrum með þvi að bægja H. V. frá kenslu. Rökfærslan og stillingin hjá Hannibal lýsir sér i þvi, að hann blandar og bruggar alls óskyldum atriðum inn í deilur okkar. Minn- ist fyrst á kenslu Sig. Kristjáns- sonar. Var hann ekki beittur sömu tökum og stfeldar kröfur um að hann yrði rekinn frá skólanum og níðgreinar birtar um hann og verkefni hans i skólanum. H. V. ætti að kynna sér þetta betur, þá sér hann bezt hvort S. Kr. hefir ekki verið tekinn ómjúkari tökum en nú er beitt við H. V. Næst kemur um atkvæðaþjófnað íhaldsins i Hnifsdal, sem H. V. kallar svo. Á nú það atriði heiina í umræðum um isfirzk skólamál? Og hvaða atkvæðaþjófnað hefir ihaldið framið i Hnifsdal? Siðan koma þeir i lest Magnús Jónsson guðfræðiprófessor, Sig- urður Jónsson skólastjóri i Reykja- vik og allur ihaldsherinn, sem eins sé ástatt um. Og geysilöng stór- yrðaflétta um að ihaldið sé á móti alþýðumentun og allir alþýðuskól- ar sveitanna hafi verið ofsóttir og tortrygðir í Morgunblaðinu og dilkum þess o. s. frv. rekur lestina. Eg minnist á þetta sem dæmi um rökseindafærsluna. Er það meira en broslegt, að nokkur kenn- ari skuli skrifa svona bjánalega. En telja má það til afsökunar, að kennaralærdómurinn varekkilang- ur hjá H. V. Býður ekkcrt af þessu skrafi svöruin, en reynslan hefir þegar sýnt, að það er einmitt starf og stefna H. V. og hans nóta, sem er að eyðiieggja skóiana. H. V. minnist á það I grein sinni, að jafnaðarmenn hafi, síðan þeir fengu meirihl. I skólanefnd, ráðið kennara að skólum bæjaritis, sem ekki eru Alþýðuflokksmenn. Það mun vera satt, að þeir hafa ráðið hingað nokkra kommúnista

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.