Vesturland


Vesturland - 27.09.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.09.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 27. sept. 1933. 23. tölublað. Úsannindaveínr „Skntnls" hrakinn. Það eru götnul orðtæki: að sjaldan bregði mær vana sfnum og fé sé jafnan fóstri líkt. Sannast þetta hvorttveggja á „Skutli" 23. þ. m. Má mestalt efni blaðsins heita óslitinn lyga og biekkinga- vefur. í grein sem heitir: Verklýðsmál er sagt fullum fetum, að . VI." hafi nýlega verið að fárast yfir þvi, hvað kaup verkafólks væri óheyri- lega hátt hér á ísafirði. Ennfr. að verkafólki sé borin á brýn ósann- girni i viðskiftum og verið sé að rægja saman verkamenn og bænd- ur. Alt eru þetta vfsvitandi ósann- indi, sem hljóta að vera skrifuð gegn betri vitund, en höf. grein- arinnar mun vera Hannibal Valde- marsson kennari. í grein þessari er sjáanlega átt við greinina: Sanngirni i viðskift- um, sem birtist 117. bl. .VI." þ. á. Er hérmeð skorað á ritstjórn „Skutuls", að finna orðum sinum stað i umgetinni grein eða heita opinberir ósannindamenn ella. Þá segir BSkutull",að „VI." hafi logið þvi, að kaup karla viðfisk- verkun í Noregi sé kr. 4.25 á dag og kvenna 2.25—3.00 á dag. Og sé þetta rekið ofan í .VI." með símskeyti, sem „Skutuli" flytur, dags. í Oslo 15. þ. m. „VI." er .Skutli" þakklátt fyrir það, að hafa vikið aftur að þessu /atriði um fiskiverkunarkostnað í Noregi, því út af þvi munu hefj- ast umræður sem skýra málið og leiða i ljós sannleikann, þrátt fyrir allar blekkingartilraunir Skytlinga. Mun þá koma í Ijós, að það var „Skutull" sem laug, eins og fyrri daginn, en ekki „VI." Skulu hér tekin fram nokkur at- ^riöj til skýringar. , Þess skal þá fyrst getið, að aðal- heimildarmaður blaðsins um kaup- gjald við fiskverkun f Noregi er Jóh. H. Skagfjörð skipstjóri, sem dvaldi hér um tíma i sumar. Er hann fslendingur, en hefir verið búsettur i Noregi 24 ár og meðal annars haft sjálfur fiskiútgerð með höndum og er þessum málum kunnugur bæði af sjón og reynd. Er vottorð fyrir hendi frá manni, sem viðstaddur var, að tölurnar séu rétt eftir hafðar. „VI." hafði tal af Skagfjörð eftir að grein Skutuls kom út og sagði honum frá greininni og skeytinu ogend- urtók hann að frásögn sin væri rétt og væri miðuð við kaupgjald það sem borgað væri i Kristians- sund i Noregi. Þar væri hann kunnugastur. Mikið af fiskverkun í Noregi fer fram f ákvæðisvinnu og er al- ment i Kristianssund að öli verk- un, (þurkun, umbúðir, framskipun, vinna við mat, önnur en kaup til matsmanns) er framkvæmd fyrir 85—90 au. á vigtina. En f hverri vigt, sem Norðmenn nefna svo, eru 20 kgr. af þurkuðum fiski eða átta vogir f skippundi. Með þeirri borgun yrðj verkunarkostnaður á skpd. kr. 6.80—7.20, auk borgunar til matsmanns. „Skutull" ætti að bera kostn- að þennan saman við afköst þau, sem hann þekkir bezt um fisk- verkun, og reikna svo út sjálfur hvaða kaupgjald hann gefur. Myndi hann að lfkindum trúa sin- um eigin útreikningi og gæti með því sparað allar simskeytafyrir- spurnir til Noregs. Svo er nú þetta simskeyti Skut- uls. Vitanl. sannar það ekkert i þessu máli annað en það, að vinnulaun fiskverkunarfólks, sem er innan verkalýðssamtakanna séu hærri en .Vl.„ hafi sagt. En tölur þær sem „VI." nefnir gætu verið jafnréttar, þvi fjöldi fólks i Nor- egi vinnur utan verkalýðssamtaka. Á það ekki sizt við um fólk, sem vinnur að fiskverkun. Fer aðal- fiskverkunin fram f Kristianssund, en er annars dreifð um stórt svæði af vesturströnd Noregs og verk- unarkostnaður og kaupgjald sjálf- sagt misjafnt f hinum ýmsu stöð- um. Sé í skeyti .Skutuls" miðað við fiskverkunarkaupgjald, þar sem það er hæzt, er engin furða þótt nokkuð beri á milli. Annars verður mál þetta af hálfu .VI." rannsakað til fulls og þá skýrt frá niðurstöðu þess hér i blaðinu. Einnig verður vikið að ýmsum öðrum kostnaði sem á útgerðina legst f Noregi, til samanburðar við það sem er hér á landi. Sætir fslenzka útgerðin svo þungum búsifjum, að öllum kunnugum hlýtur að blöskra. Ný ljósmyndun. Fyrir nokkru er farið að hag- nýta svonefnt infra-rautt Ijós við ljósmyndun. Má með þvf taka Ijósmyndir i mikilli fjarlægð og hefir aðferð þessi þegar haft mikil áhrif á alla ljósmyndun. í British Museum hafa menn notað aðferð þessa til þess, að taka myndir af máðum handritum, sem skráð voru f Egiftalandi 1200 árum f. Kr. Var bókfellið orðið mjög blakt óg letr- ið orðið svo máð, að varla varð greint með berum augum, en stafa- skil sáust engin. Infra-geislarnir náðu öllu letrinu og gerðu það vel læsilegt. Læknar hafa og not- að aðferð þessa til þess að taka myndir af ýmsum húðsjúkdómum og stjörnufræðingar hafa einnig notað aðferðina tii athugunar á öðrum stjörnum, því infrageislarn- ir ná I gegnum mistur og létta þoku. Geisla þessa niá einnig nota til þess að taka myndir i myrkri og er gert ráð fyrir að sú upp- götvun verði þýðingarmikil til hagræðis fyrir lögreglu stórborg- anna.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.