Vesturland

Árgangur

Vesturland - 27.09.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.09.1933, Blaðsíða 2
90 VESTURLAND fHólmfríðurGuðmundsdóttir (kona Bárðar Guðmundssonar bók- bindara) lézt hér í sjúkrahúsinu 24. þ. m. Hólmfríður var ættuð úr Strandasýslu; fósturdóttir sr. Eyj- ólfs Jónssonar í Árnesi. Um 1910 fluttist hún hingað vestúr og giftist eftirlifandi eiginmanni sínum 15. júlí 1917. Eignuðust þau 3 börn, sem öll lifa. Hólmfríður var mynd- ar- og starfskona hin mesta, þang- að til heilsan bilaði í byrjun þessa árs. Er hennat sárt saknað af vin- um og vandamönnum og öllum kunnugum. Jarðarför hennar fer fram næstk. laugardag kl. 1. Helga Helgadóttir lézt hér á sjúkrahúsinu 18. þ. m. Hún var fædd 15. mal 1872 að Harastöðum I Dalasýslu, en flutt- ist hingað nokkru eftir síðustu aldamót. Helga sál. þjáðist van- heilsu um mörg ár. Hún lætur eftir sig eina dóttur, Katrínu, gifta Kristjáni Einarssyni sjóm. hér í bænum. Botnv. Hávarður ísfirðingur kom hingað í gær. Hann seldi afla sinn 14. þ. m. iGrimsbyfyr- ir 640 sterlpd. Aflamagn um 1400 körfur. Hávarður var 6 daga á veiðum áður en hann kom hingað, en hafði aflað mjög litið. Skipið fór aftur á veiðar i gær. Hjúskapur. Nýgift eru á Flateyri í Önund- arfirði: Sigriður Jóhannesdóttir og Kristján Brynjólfsson. Ritfölsun ,Skutuls‘. Skútull 23. þ. m. flytur smágreiu, er hann nefhir: Blekkingar og vik- ur henni að ritstj. VI. Alt það sem i grein þessari segir á sér engan stað i neinum ummælum VI., slðan þáð kom í minar hendur. Er grein þessi því sjáanlega skrifuð með það eitt fyrir augum, að Koma að upplognu niði um andstæðing sinn. Af fátækt sinni vill ritstj. heita BSkutli“ 100 kr. I verðlaún, ef hann getur fundið ummælum sínum stað með réttum tilvitnunum i „VI.- Ekkert nafn er undir grein þess- ari og verður því ábyrgðarmaður blaðsins, Finnur Jónsson forstjóri og ritnefndin öll að bera heiður- inn af slikri blaðamensku. Stökuhnuplið. Skutull 23. þ. m. flytur níðvísur til ritstj. VI. frá einhverju einglyrni og ásakar ritstj. fyrir stökuhnupl. Þótt þetta skifti litlu máli þykir rétt að skýra frá málavöxtum. Staka sú, er birtist í 19. bl. VI. var færð bl. af Bergsv. Árnasyni vél- sm. hér í bænum og beðið um birtingu hennar. Það er rétt, að ritstj. VI. breytti vísunni með sam- þykki Bergsveinsí 1. Ijóðlfnu þann- ig: Sat hjá prinsi (í stað prins- um), því hvað sem höf. segja nú er stakan fædd af sérstöku tilefni, sem flestum bæjarbúum er full- kunnugt um. Sé um hnupl að ræða er það Bergsveinn en ekki VI. sem I sökinni er. Eflaust er það vel séð vinna hjá sumum mönnum, að setja saman ósatt níð um ritstj. VI. Og verði höfundum að góðu. Ferð yfir Drangajökul. 15. þ. m. fóru þerr bræðurnir Þórður Kristjánsson húsm. hér og Ólafur Kristjánsson húsm. á Fæti við Seyðisfjörð frá Hraundal i Nauteyrarhreppi til Ófeigsfjarðar I Strandasýslu, yfir Ófeigsfjarðar- heiði. Vegurinn liggur yfir suður- sporð Drangajökuls, eins og hann var áður. En nú er enginn snjór á leið þessari, nema f laut einni vestan til á fjallgarðinum; var þar skaflbrot iitið ummáls, um U/2 mtr. á hæð i þykkri röndina. Hjá skafl- inum láu leyfar af hrossskrokk og sást greinilegur háralitur á sumum tætlunuum. Þegarþeirbræður komú til Ófeigsfjarðar höfðu þeir orð á fundi sínum við Pétur bónda þar. Sagði hann að vera myndu um 30 ár siðan hestur þessi hefði far- ist I jökulsprungu, eftir lýsingu þeirra bræðra á lit hestsins að dæma. Sannáðist að þetta var rétt, þvi sfðar komu þeir bfæður I Reykjarfjörð I Strandasýslu ög kannaðist ÓlafurThorarensen bóndi þar strax við, að hafa mist hestinn Nýjar vOrur teknar upp daglega, þar á meðal vetrarkápur og kjólar. Komið og skoðið meðan nógu er úr að velja. Verzlun S. Jóhanuesdóttur. Dömur! Takið eftir! Gef margskonar andlitsböð og nudd (Tacial Massage). Meðal annars gef eg hinn heirnsfræga hvíta „rnaska", sem þektur er fyrir hve aðdáanlega hann hreinsar, fegrar og sléttar húðina. Lita og laga augabrýr. Einnig lituð augnahár. Varanleguroggóð- ur litur. Sólveig P. Sandholt, Tangagötu 8 (írafelli). f jökulsprungu fyrir réttum 30 ár- um. Var Ólafur þá ásamt fleira íólki á leið frá Ármúla á Langa- dalsströnd til Reykjarfj. Sprakk þá jökullinn svo, að fólkið varð statt eins og á eyju og bjargaðist með naumíndum yfir sprungurnar, en 3 hestarnir féllu í jökulsprungur. Varð 2 bjargað, en ómögulegt reyndist að bjarga þéim 3ja, þrátt fyrir ýtarlegar tilraunir, þvi sprung- an var þrörig og svo djúp, að langt á 4. mannhæð var niður að hestinúm* sem kárlm., erfför- iririi voru, líflétú irieð svæfirigu. Þeir bræður sáu hvergi snjó á vestufhluta fjallgarösins annan en skaflbrot þetta og vat þó skygni gott. Jóni Eyþórssyni veðurfr. hefir verið send skýrsla um hrossfund- inn, sem er merkilegt sönnunar- gagn úm það, hve jökullinn hefir bráðnað mikið á þessum slóðum siðustu áratugina. Eru alt af að koma ný fell og hæðir upp úr aðaljöklinum og undirjökullirin í Kaldalóni og Leirufirði héfir eyðst stórlega. (Frásögnin um atburð þennán er tekin eftir Þóröi Kristjánssýni).

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.