Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.09.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.09.1933, Blaðsíða 2
94 VESTURLAND Hugleiðingar um fiskverkun á Vestfjörðum. Því miður hefir vandvirkni í meðferð fiskjar og þá einkum á fyrsta stigi verkunarinnar, hnignað hér á Vestfjörðum hín síðari árin. Frá þessu eru þó margar og góðar undantekningar, en hitt er þó of alment. Skal að þessu sinni að eins bent á tvent sem umbóta þarf og enga eða litla fyrirhöfn kostar að lag- færa, en það er blóðgun fiskjarog goggun. Margir telja, að það sé vanda- laust að blóðga fiskinn, því skal ekki mótmælt, en víst er aðtil þess þarf vandvirkni. Það er engan veginn nægilegt, að skera sundur kverksiga og maga, heldur er al- veg nauðsyniegt, að skornar séu sundur æðar þær, sem liggja yzt i hálsi fiskjarins. Sé það ekki gert verða þunnildin litarljót, jafnvel blóðhlaupin og fiskurinn, sem ella væri fyrsta flokks vara fellur í ann- an eða þriðja flokk. Það er sem betur ekki alment, að fiskurinn sé goggaður í búkinn, en dæmí eru þó til þess, að alt að 10% af afla sumra báta sé verðfeldur vegna trassaskapar 1 þessu efni. Sá fiskur, sem í drætti á lóð eða haldfæri er goggaður i búkinn verður 3ja flokks vara. Og við uppskipun er fiskurinn oft skemdur með goggun. Eg hefi sérstaklega bent á þetta af því, að umbætur á þessum 2 atriðum kosta enga tfmatöf að eins kostgæfni í störfum. Allir þekkja nauðsyn þess, að fiskurinn sé vel flattur. Það sem almennast er ábótavant i því efni er það, að flatt er of djúpt. Því má ekki leyna, að við Vest- firðingar höfum mist það góða álit sem við höfðuin áður á okkar fiski hjá kaupendum í Barcelona. Staf- ar þetta sumpart af þvi hvað fisk- urinn hefir verið holdþunnur hér á Vesturlandi þrjú siðustu ár, en meðfram vegna ónógrarvandvirkni í meðferð fiskjarins, einkum á 1. verkunarstigi. Okkur er mjög nauðsynlegt, að vinna Vestfjarðafiskinum aftur álit á markaðinum i Barceiona og það þegar á næsta ári. Færeyingar hafa komist inn á þennan markað og selt mikið af fiski þangað í ár. Ef þeir festast þar verður erfiðara að keppa við þá siðar. Nokkur síðustu árin hafa Aust- firðingar náð svo góðu áliti á þessum markaði, að þeir hafa fengið að jafnaði 5—10 kr. hærra verð fyrit skpd., en við Vestf. Auk þess sem Barcelonamark- aðurinn gefur mun hærra verð fyrir vel verkaðan, blæfallegan og sæmilega þykkan stórfisk, en ann arstaðar er fáanlegt, þá er oftast rýmra á þessum markaði, en það er mikils virði, einkum þegar svo er sem nú, og verið hefir fjögur síðastliðin ár, að offramleiðsla á saltfiski virðist fyrirsjáanleg í næstu framtíð. Hver ráð eru til þess fyrir okkur Vestfirðinga, að vinna fiski okkar aftur álit í Barcelona? í fyrsta lagi: að vanda sem bezt alla verkun fiskjarins, blóðga hann vandlega, hætta að gogga í búk- inn, fletja hann vel, ekki of djúpt, eins og oft er gert nú, þvo hann vandlega í salt og saita hann nóg. í annan stað tel eg, að við eig- um að taka upp pækilsöltun á fisk- inum, að minsta kosti þeim, sem fara á til Barcelona. Þessu verður þó að eins viðkomið með þann fisk, sem kemur ósaltaður að landi. Pækilsaltaður fiskur verður þykkri og hvítari. Það er og talið að hann haldi lengur hinum hvita blæ, þegar fiskinn þarf að geyma verkaðan. Blóðgun og þvott undir söltun verður að vanda sérlega vel. Körin eða kassarnir, sem fiskurinn er saltaður í, verða að vera alger- lega lagarheld. Flskurinn er tekinn úr pæklin- um þegar hann flýtur í honum, eftir um 2 sólarhringa, og þá salt- aður í stafla úr nýju salti. Sé salt það, sem ekki hefir runnið í pækl- inum, hreint, má nota það aftur til söltunar í körin. Talsverður aukinn kostnaður er samfara pækilsöltun. Bæði eru kör- in eða kassarnir dýr og eins þarf aukið húsrúm til söltunar, einkum að vetrarlagi. En athugulir og skil- ríkir menn hafa tjáð mér, að sá aukakostnaður fáist fljótt endur- Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Helgu Helgadóttir. Aðstandendur. greiddur í minni saltnotkun og betri og verðmætari vöru. Sjómenn, útgerðarmenn og fisk- verkendur! Tökum höndum saman um bætta fiskverkun og breyttar verkunaraðferðir, svo verðmæti afl- ans aukist verulega á næstu árum. Jón Auðunn. Frétíii*. K. F. U. M. var stofnað hér í bænum s. 1. ný- ársdag af sr. Sigurgeir Sigurðssyni, með 17 félögum. Hefir félagið dafn- að svo vel, að félagar eru nú orðnir yfir 70. Félagið efnir til hlutaveltu hér á morgun, til stuðn- ings starfsemi sinni. Má vænta þess, að bæjarbúar styðji rækilega þennan góða félagsskap. Hjúskapur. 24. þ. m. giftu sighér í bænum: Sigríður Quðjónsdóttir og Quðm. Rósmundsson vélstjóri. Sauðfjárslátrun stendur nú sem hæzt hér i bæn- um og koma mörg hundruð fjár daglega til slátrunar. Kjötverð er enn nokkuð misjafnt, en gæruverð er nú alment 65 au. kgr. Sjósókn er enn lítil, nema hjá trillubátum, einkum í Bolungavík og Hnífsdal. Hefir afli verið fremur tregur það sem af er haustinu. Pianokensla. Kenni pianoleik, eins og að undan- förnu. Sigríður Hallgrímsdóttir. Kenni óskólaskyldum börnum lestur, skrift og reikning. Til viðtals Mánagötu 3 kl. 8 síðd.! Benedikt Halldórsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.