Vesturland

Árgangur

Vesturland - 04.10.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 04.10.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 99 Gæruverðið er hækkað hjá mér. Þeir, sem slátra heima, ættu að senda gærurnar beint til mín. Það er trygging fyrir hæðsta verði og peningum strax í lófann. Jóh. J. Eyfirðingur. W&' Góð kol. Höfum bæði ensk og pólsk kol af beztu tegund, hitagóð og sallalaus. Hringið í síma 29. Togarafélag Isfirðinga h. f. j|lll!llllllllllllll!in!!l:!!llllll!llllllll!!llll!llllllli:illllllllllllllllllllllllllllli^ Vesturland. g Útgef.: Sjálfstœðisfél. Vesturlands. g §§ Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. g M Útkomud.: mið.ikud. og laugard. jg Verð til áramóta 4 kr. s jg Gjaldd. 15. sept. 1 lausas. 15 aura. J Augl.verð 1.50 cm. eind. H Stærri augl. eftir samkomulagi. §§ llllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllilllllllllillllllllllllllllllllllllllllllF Húsmæðraskólinn var settur 1. þ. m. og er fullskipaður. Verða 17 nemendur nú á fyrra námsskeið- inu og 19 nemendur hafa þegar sótt um námsskeið það, sem byrj- ar 1. febr. næstk., en skólinn get- ur að eins veitt um 16 nem.. við- töku i einu vegna húsnæðisskorts. Forstöðukona er frk. Gyða Marí- asdóttir, en auk hennar kenna frk. Hólmfriður Kristinsdóttir frá Núpi og Kr. Arinbjarnar héraðsl. heilsu- fræði og næringarefnafræði. Kven- fél. Ósk rekur skólann með nokkr- um ríkisstyrk. Hæztaréttardómur i málinu: Jngólfur Jónsson, f. h. bæjarsjóðs ísafjarðar gegn _ J. S. Edwald consul var kveðinn upp 2. þ. m. Tildrög málsins voru þau, að meirihl. hæjarsljórnar krafðíst 'sérgjalds (auk vörugjalds og hafn- argjalds) af J. S. Edwald fyrir uppskipun um bæjarbryggjuna og var krafist 50 au. gjalds af hverri smálest, en J S. Edvvald neitaði að greiða gjald þetta, þar sem það ætti enga stoð í lögum. Höfðaði bæjarstjóri þá mál f. h. bæjarsjóðs og hefir bærinn altapað málinu, nú i hæztarétli og áður t undirrétti. Bærinn var og dæindur í 300 kr. málskostnað. Heyrst hefir að bærinn eigi í vændum nokkrar skaðabótakröfur frá mönnum, er greitt hafa gjald þetta. Verður sagt gjörfrádómi þess- um þegar forsendur eru kunnar. Smokkafli er enn á innfjörðum Arnarfjarðar, einkum Borgarfirði. Stunda enn þá nokkrir bátar veiði þessa af vest- ari fjörðunum. Tíðarfar er enn einmunagott. Muna elztu menn varla slíkt tlðarfer um þetta leyti árs. Erling Ólafsson, hinn ungi og efnilegi baryton- söngvari, skemti bæjarbúum með söng sínum i Templarahúsinu 21. f. m. ísfirðingum er Erlingur að góðu kunnur, enda fjölmentu þeir vel. Hin mjúka og blæhreina rödd söngvarans vakti óskifta aðdáun áheyrenda og létu þeir .það óspart f ljósi. Yfirlætislaus framkoma Erlings á ekki hvað minstan þátt í vinsældum hans, og gæti söngvar- inn þess i framtíðinni, að viðhalda látleysi sinu, jafnframt því sem sönghæfileikar hans taka framför- um, má óefað fullyrða, að alþýðu- fólk kann að meta söng hans. Söngskráin var ekki allskostar vel valin, og myndu margir hafa kosið að heyra Erling syngja lög, sem meira fjör er í. Ungfrú Anna Ólafsdóttir aðstoð- aði söngvarann og fór vel með hlutverk sitt. Þökk sé þeim báðum fyrir ánægjuna, sem þau veittu okkur í þetta sinn. ísfirðingur. Athygli skai vakin á augl. frá Reykhúsi ísafjarðar, sem birt er á öðrum stað í blaðinu. Hefir eigandinn, Ól. Einarsson, látið byggja mjög myndarl. hús inn við Grænagarð og hygst I framtíðinni, að reykja þar kjöt og fisk í stórum stýl, bæði fyrir útlendan og innlendan mark- að. í haust og fram eftir vetri tekur Ólafur við ýmiskonar mat- vælum til reykingar. Sænska happdrættið. Seftemberlistinn kominn. Kaupi happdrættismiðana. Harald Aspelund. Kenni óskólaskyldum börnum lestur, skrift og reikning. Til viðtals Mánagötu 3kl. 8 síðd. Benedikt Halldórsson. Lindarpennar á kr. 1,50, 2,00, 2,90, 3,45, 5,00, 5,25, 6,50, 7,00, 10,00, 12,50, 15,50 16,00, 20,00, 22,00 og 35,00. Blýantar með lausum blýum á kr. 1,00, 2,00, 2,75, 3,00, 3,65, 4,00, 5,00, 7,00, 8,00 og 10,00. Blýantar venjulegir á 5, 15, 20 og 25 aura. Bókaverzl. Jónasar Tómassonar. V etrarmann, vanan fjárhirðingu, vantar. Ritstj. vísar á. Prentsmiðja Njarðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.