Vesturland


Vesturland - 07.10.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 07.10.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 7. okt. 1933. 26. töíubíað. Lítið svar íil samfylkingarínnar. Þeir mega eiga það kratabrodd- arnir hérna, að þeir halda vel hópinn utan að sinni eigin veg- semd. Sé stuggað við einuui er heil samfylkingarrunaþegar mynd- uð honum til varnar. Þetta sannast á veslings Hanni- bal. Nú er sjálfur skátaforinginn, uppsólaður alla leið frá Gödöllö, leiddur fram á vigvöllinn starfs- bróður sfnum til aðstoðar. Bru þeir báðir gustmiklir að vanda, en litt kennir þar röksemda. Er.helzt svo að sjá, semþæreigi litt heima i umræðum um skóla- mál, að áliti þessara heiðursbolsa. Minna aðfarir þeirra starfsbræöra mig helzt á hjáleigubónda sein Finnur hét og álti seppa tvo, er hann kallaði Kark og Kjamma. Voru þeir félagar fljótir til hlaupa kringum hjörð karlsins. VarFinn- ur drjúgur yfir seppaeigninni og hafði að viðkvæði: Þeir klára sig, hann Karkur og Kjammi. En eitt sinn tvístruðu þeir Karkur og Kjammj allri hjörðinni fyrir Finni. Reiddist hann þá og lét lóga báðum. Andinn í skrifum þeirra starfs- bræðra er.sá, áð hér séekkertað i skólamálunum. Alt sem fundið sé að sé bara fjandskapur ihalds- ins við alla mentun og menningu. íhaldsmennirnir leggi alla skóla i einelti með rógi og ofsóknum. Það séu þeirra ær og kýr eins og við megi búast af hreinræktuðum ihaldssálum o. s. frv. Það eru heldur röksemdir þetta frá hendi lærðra kennara og það í umræðum um skólamál, sem þeir ættu þó helzt að vera heima í. Og á sama tíma og þeir starfs- bræður eru að skrifa þetta gerast þau eins dæmi i skólamálum ísa- fjarðar, að margir foreldrar bind- ast samtökum um að fá bætur á kenslu og rekstri skólans. Og skólanefnd, þar sem ábyrgðar- maður blaðs þess, er flytur skrif þessi, er aðalhöfuðið, játaraðóá- nægjan sé á rökum bygð. Aðrir aðstandendur skólans og barnanna játa þetta sama. Og þeir sem hlut eiga að máli lofa allir bótog betrun. Eg veit ekki til, að litil blaða- grein hafi fyrhafthérsvipuðáhrif. Þvi auðvitað var sá aðaltilgangur þessara umræða frá upphafi, að vekja fólk til athugunar áástandi skólamálanna alment, þó byrjað væri á kenslu H. V., sem dæmi um hve þessi pólitiski kensluósómi er kominn langt og að beinlinis gefnu tilefni frá H. V. sjálfum. Þeir starfsbræður hrópa nú upp og segja: Skólamálin eiga að vera ópóiitisk. En það er bölvað ihald- ið sem nú er að gera þau póli- tisk, m. a. með þvf að stugga við kennurutn með svæsnum stjórnmálaskoðunum. Til þess að benda á hin hrein- ræktuðu óheilindi fóstbræðranna i fullyrðingum þessum skal hér rifj- að upp það, sem alkunnugt er um þessi skólamál, ekki eingöngu hér á ísafirði, heldur svo að segja i hverri skólasmugu á landinu. Það er kappið, brögðin og jafnvel fjár- austur sem ekkert hefir verið spar- að af hálfu Hriflunga og Krata til þess að koma sinum gæðingum að skólunum, bæði sem kennur- um og i stjórn þeirra. Og svo undarlega hefir brugð- ið við um þessi mál, að venjulegir Framsóknarmenn hafa Iftið dugað til þessa, að áliti samherjanna. Til þess að ve.ra reglulega vel valdir þurftu þeir, sem eitthvað reyndi á, t. d. skólastjórar ogkenn- arar við æðri eða fjölmennari skóla, að vera kommúnistar eða kratar. Framsðknarmenn máttu vera far- kennarar eða f hinum afskektari skólum, ef þeir voru dálítið rauðir. Og hvernig hefir staðið og stend- ur á öllu þessu bramli og brauki Hriflunga ogkrata í skólamálunum? Er það til þess, að ná meiri og betri mentun? Nei. Þartala verkin. Er það til þess, að ná i há laun og góðar stöður? Já, auðvitað meðfram, þvi þeir sem rauðastir eru hafa eftir plagsið Fróðárhirð- arinnar drjúga bitlinga utan um aðallaunin. Bn aðalrótin að öllu braukinu og bramlinu er sú, að geta á þennan hátt náð tökum á uppvax- andi æsku þjððarinnar á hverjum tima og sveigt hana til fylgis við sfnar stjórnmálaskoðanir. Þetta er margoft játað i viðræð- um, af hlutaðeigendum sjálfum. svo þar þýðir ekki að þræta. Hitt er annað mál, að þetta vopn mun snúast i höndum þessara póli- tisku Jesúíta, þvi æskan heimtar ávalt sanna og hreina baráttu, en fær andstygð á yfirdrepsskapnum. Borgari. (Framh.) Pétur Þorvarðsson Iézt hér í sjúkrahúsinú 2. þ. m. Pétur var gamall ísfirðingur, fædd- ur að Fossum hér í firðinum, son- ur Þorvarðar Sigurðssonar bónda þar og Sigríðar Pálsdóttur, en ólst aö miklu leyti upp hér í bæ og var um tlma við verzlunarstörf hjá Ásgeirsverzlun. Siðustu árin var P. Þ. við verzl. P. Oddssonar í Bolungavik, en rak siðan smá- verzlun sjálfur, þar til heilsan þraut á s. I. ári. Hjálpræðisherinn byrjar vetrarstarfsemi sína 10. þ. m. Kærleiksbandið veitir unglingum til 12 ára ókeypis handavinnu- kenslu og hefst hún kl. 6V2 siðd. hvern þriðjudag. Æskulýðsstarf- semin kennir unglingum frá 12—18 ára ókeypis handavinnu og hefst hún kl. SVa siðd. hvern þriðjudag. Er það ekki pólitík? „Vl." sendi miða til skólastj. Gagn- fr.skóla.ns og barnaskólans, eftir að þeir voru settir, til þess að fá tðlu nemenda til birtingar, en hefir ekk- ert svar fengið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.