Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.10.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 14.10.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 14. okt. 1933. 28. tölublað. Margfaldur ósannindamaður. Er Hannib^l ólæs? Eða er Skutull skrifaður fyrir ólæst fólk? Skutull sem út kom 6. þ. m. er enn að staglast á stnum eigin ósannindum, sem hann gerir „Vesturl." upp. Kemur það nú enn skýrar í Ijós en áður, þar sem hann loks skýrir frá því í hvaða „Vesturl.“ hann sækirheim- ildir sinar. En sá er galli á gjöf Njarðar eða Skutuls, að heimild- irnar eru faisaðar. í tiivitnunar- grein þá, er hann þykist sanna ummælin um ríkisskuldirnar, vant- ar aftan af greininni orðin: „mið- að við það hve lítið þjóðin í heild sinni á af föstum fjárstofni“. í heild sinni er því tnálsgreinin eins og meðfylgjandi notarialvott- orð sýnir: „en jafnhliða hefir skuldasöfnun ríkisins aukist svo gifurlega, að þess munu fá eða engin dæmi annarstaðar i heiminum, miðað við það hve lítið þjóðin i heild sinni á af föstum fjárstofni“. haö vottast notarialiter eftir ná- kvæman samanburð, að í grein- inni Stjórnmái er út kom í 19. tbl. Vesturlands 13. f. m. stendur of- anrituð klausa, í 5. mgr. og byrjar klaúsan með kommu. Notariuspublicus ísafjarðar 13. okt. 1933. Sig. Eggerz. Gjald: Staðf. kr. 1.00 Stpl. „ 0.50 Kr. 1.50 ein króna og fimmtiu aurar. Greitt. S. E. Þessi ritfölsun Skutuls er því hér með fyllilega sönnuð. En enn er meira blóð í kúnni. Skutull lætur sér ekki nægja svona einfalda föisun. Heldur býr hann til orð og setningar fyrir andstæðinga sína, svona út i blá- inn og slær sig svo sjálfur tii riddara á þessum afkvæmum sín- um á eftir. Tilvitnun þá, sem vitnað er í að framan úr Vesturi. 13. f. m. fer Skutuil sem út kom 23. f. m. þannig með: „að þesp séu engin dæmi nokk- urstaðar f heiminum, að jafn mikill skuldaþungi hvíli á hverium ein- staklingi, eins og nú hvilir á hverj- um íslenzkum þegni“. Það vottast notarialiter, cftir ná- kvæman samanburð, að í grein- inni Blekkingar, er út kom í 38. tbl. Skutuls 23, f. m., stendur of- anrituð klausa á bls. 4. Byrjar klausan með kommu. Notariuspublicus ísafjarðar 13. okt. 1933. Sig. Eggerz. Gjald: Staðf. kr. 1.00 Stpl. „ 0.50 Kr. 1.50 ein króna og fimmtíu aurar. Greitt. S. E. Hann er frægur bardaginn hjá Don Qutxote við vindmyilurnar. En hvað er það í samanburði við Hannibal okkar, sem býr sjálfur til orðin fyrir andstæðingana og sigrar svo alt á eftir. Þetta grein- arkorn sitt kallaði H. V.: Blekk- ingar, en eg nefndi það sjálfs- blekkingu i leiðrétting minni. Og er hægt að kalla siikt vægara nafni. En Skutulsritarinn lætur sér ekki nægja með þetta. Hann held- ur áfram blekkingariðn sinni. — Næsta kiausa, er hann tilfærir i Skutli 6. þ. m. til þess að sanna sitt mál um ummælin um ríkis- skuldirnar eiga þar ekkert skylt við. Ummælin þau úr „Vesturl.“ eiga við þatin árlega útgjalda- þunga, sem þjóðin verður að bera. Um það geta allir læsir menn sannfært sig, er þeir lesa um- rædda grein í Vesturl. (Stjórnmál II) frá 13. f. m. Þarna er því enn ein fölsunin. Og svo er ósvífni Skutuls á háu stigi, að eftir slíka frammi- stöðu þykist hann hafa unnið til verðlauna, sem hann geti ávísað öðrum. Vissulega á slik framkoma, sem mun vera einstök jafnvel í íslenzkri blaðamensku, skilið fyrirlitning allra þeirra, sem ekki vilja Iáta traðka 'á sannleikanum. Það sem Skutull tilfærir um: Rógtilraunir, til þess að rægja saman verkamenn og bændur, er svo augljóst, að sérhver læs mað- ur hlýtur að sjá, að þar er um engar rógtilraunir eða neitt I þá átt að ræða. Eru þar enn ein ósannindin hjá Skutlinum. En það er ekki nóg með þetta. í Skutli sem út kom 23. f. m. er sagt frá þvi, að i umr. grein hafi „VI.“ verið að fárast yfir þvi, „hvað kaup verkafólks væri óheyri- lega hátt hér á ísafirði„. Skutull er nú auðsjáanlega runninn frá þessum ósannindum. Eða hefir kannske bara gleymt þeim. En þau eru alger tilbúning- ur hjá Skutli, eins og svo margt annað í minn garð. Um leiðréttingu þá frá mér, er Skutull flytur 6. þ. m. farast hon- um svo orð: „Og þó það kunni að vera bjarnargreiði við Arngrím, hefir blaðið ekki viljað neita hon- um um þessa bón hans, af því honum virðist mikið áhugamál að fá bænheyrslu“. Enn ein ósannindin. Rangfærsl- urnar talar maður nú ekki um. Málavextir eru þeir, að H. V. kom með leiðréttingu þá til mín, sem „VI.“ flutti 30. f. m. Varð það að samkomulagi milli okkar, að eg birti leiðr. H. V. í „VI.“, sem eg gerði athugasemdalaust, en að „Skutull* flytti í þess stað

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.