Vesturland


Vesturland - 18.10.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 18.10.1933, Blaðsíða 1
(f2i*n S^hé^^^^^^f *£* VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 18. okt. 1933. 29. tölubJað. Bannmálið. Fyrst eftir að bannlögin gengu í gildi, árin 1912—1915, var litið flutt inn af ólöglegu áfengi, vegna þess að stórar birgðir voru til i landinu. Eftir því sem lengur leið og birgðir minkuðu jókst smygl- unin og á striðsárunum var miklu smyglað, og þó enn meir er skipagöngur jukust að heimsstyri- öldinni lokinpi. Þá byrjuðu læknar og að gefa ávisanir á áfengi frekar en verið hafði. Þegar hömlur voru settar á áfengisávisanir lækna, þá fóru menn að brugga, og því meir setn lengur leið. Af reynslu okkar er það sýnt að ekki er mögulegt að halda áfengisneyzlu landsmanna í skefj- um með bannlögum. Hinsvegar erum við, sem and- vigir erum bannstefnunni, þejrrar skoðunar, að bindindisstarfsemi, rekin á likan hátt og gert var hér á árunum 1890—1907 ásamt fræðslustarfsemi um skaðsemi á- fengisnautnar skapi þann hugsun- arhátt hjá landsniönnum, sem einn er meainugur þess að gera þjóð- ina hófsama og halda áfengis- neyzlu inna skynsamlegra tak- marka. Á öðrum og þriðja tug nitjándu aldarinnar voru sett Iög um bann gegn innflutningi áfengis i nokkr- um fylkjum Bandaríkjanna. bau þóttu þá ekki koma að gagni og voru afnumin. Bannaldan sem gengið hefir yfir mikinn hluta heimsins frá þvi um síðustu alda- mót hefir enn á ný sýnt vanmátt til að hefta áfengisneyzluna. Það er sýnt af þeirri atkvæðagreiðslu, sem þegar befir farið fram í Banda- ríkjum Norður-Ameríku að bannið verður afnumið þar í'Iandi með miklum meirihluta atkvæða. Er þá Island eina ríkið sem hefir bannlög, þau verstu pappirslög, sem sagan greinir. Lög sem lang- flestir landsbúar brjóta, beint eða óbeint.allmargir með þvi að smygla eða brugga ólöglegt áfengi en iangflestir með þvi að neyta þess eða horfa upp á að þess sé ncytt, án þess að kæra. Hver er ástæðan til þess að menn sem ekki neyta vins eða eru jafnvel Templarar kæra ekki? Það er bæði vitundin um það að sektarákvæði bannlaganna standa f engu hlutfalli við afbrotið og lika hitt að almenningur álítur það ekki móðgun við þjóðarheild- ina að neyta ólöglegs áfengis meðan rikið ekki vill taka neinar tekjur af þessari vöru. Öllum sæmilegum mönnum er hinsvegar sárt um að svíkja þjóð- arheildina, nægir i því efni að benda á að menn hafa ekki smygl- að samskonar vinum og þeim, sem rfkið selur, þó vitað sé að á þvf mætti græða engu minna fé en á smyglun sterkari drykkja. Þó löghlýðni landsmanna hafi beðið verulega hnekki við fram- kvæmd bannlaganna, þá er það mitt álit að fljótlega megi kveða niður smyglun og brugg hér á landi með skynsamlegri áfengis- löggjöf. Það er skylda allra andbann- inga, ekki sfður en þannmanna, að vinna að útrýmingu á smyglun og bruggun þegar bannlögin hafa verið afnumin. » Spurningar þær, sem kjósendur eiga að leggja fyrir sig nú, er þeir greiða atkvæði um bannið fyrsta vetrardag eru meðal ann- ars þessar: 1. Hafa bannlögin reynst eins og búist var við eða menn höfðu vonað? 2. Hafa bannlögin dregið að mun úr áfengisneyzlu þjóðarinnar? 3. Er nokkur von til þess að brugg- im óg smyglun verði útrýmt meðan bannlögin standa? 4. Hafa bannlögin aukið ólög- hlýðni landsmanna, yfirdreþ- skap og aðrar ódygðir? 5. Eru ekki meiri lfkur til þess að frelsið geri menn góða og hyggna en þvingunin? 6. Er mönnum ekki léttara að kæra þann mann til sektar, sem er að svíkja þjóðfélagið um lögboðnar tekjur með lögbrót- inu en ef hann svikur engan nema sjálíau sig með samskon- ar verknaði (smygli)? 7. Eru það skynsamleg lög, sem leggja þyngri refsingu við því að drekka vfn, þó keypt séu í einkaverzlun rikisins, ef drukk- in eru annarsstaðar en I heima- húsum eða löggiltu gistihúsi (Borg), en steia fé meðborgara sinna? 8. Er það skynsamlegt að láta smyglara og bruggara taka miljón króna gróða áriega af ólðglegum innflutninni og bruggun áfengis, en standa á móti þvi að rfkissjóður fái þess- ar tekjur? Eg var einn þeirra, sem greiddi atkvæði með bannlögunum 1908 i þeirri von að takast mætti að útrýma að mestu áfengisneyzlunni úr landinu. Eg hefi fyrir löngu séð að þessi leið var ófær. Hins- vegar hefi eg ekki viljað afnema lögin fyr en tvímælalaust væri séð að þau innu ógagn. Þegar landabruggunin hófst fyrir alvöru 1930—1931 þá var öllum sjáan- legt að þeirri starfsemi verður ekki hnekt meðan bannlögin standa. Svo ört hefir bruggunin gripið um sig að nú mun áfengi brugg- að i öltum sýslum landsins. 1930 mun það hafa verið gert íaðeins 2—4 sýslum landsins. Úr sveitun- um sem áður voru nþurrar" flýt- ur nú „landinn" inn í kaupstað- ina og drykkjuskapur er svo magnaður í sumum sveitahéruðum að ekki eru haldnar þar almennar skemmtisamkomur án þess tugir manna séu ósjálfbjarga vegna ölvunar. Þessi ófögnuður fer um allt landið á næstu árum ef ekki

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.