Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 25.10.1933, Qupperneq 1

Vesturland - 25.10.1933, Qupperneq 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 25. okt. 1933. 31. tölublað. Stjórnmál III. Skuldasöfnunin. Þar sem kratablaðið hérna hefir beitt blekkingum út af því, sem sagt var i II. kafla þessarar grein- ar, er sjálfsagt ‘að hér birtist yfir- lit um skuldasöfnun' siðustu ára, almenningi til glöggvunar. Er yfiriitið hér birt samkvæmt skýrslu, sem Hagstofan hefir samið um skuldir ríkisins og landstnanna við útlönd i lok áranna 1927 og 1931. 1927: Skuldir ríkisins . . . 23,668000 —bæjarfélaga . \ 5,372000 —„— banka. . . . 9,200000 —„— annara stofnana og einstaklinga 2,865000 Samtals 41,105000 — fjörutlu og ein miljón eitt hundr- að og fimm þúsundir króna. 1931: Skuldir rikisins . . . 36,055000 —„— bæjarfélaga . 4,959000 —banka . . . 21,185000 — „— annára stofnana og einstaklinga 19,337000 Samtals 81,536000 — áttatíu- og ein miljón fimm hundruð þrjátiu og sex þúsundir króna. Sjálfstæðismenn fóru frá völdum 1927. Tók þá Framsókn við nieð stuðningi jafnaðarmanna. Fjögur fyrstu stjórnarár Framsóknarnam skuldaaukn- ingin -- samkvæmt skýrslu Hagstofunnar - 40 miljónum og 431 þúsundum króna. Skuldir ríkisins hafa á fyrnefndu timabili aukist.um tæpl. 12^/a milj. kr., skuldir banka um nærfelt 12 milj. kr. og.skuldir annara stofn- ana og einstaklinga um 10 tnllj. 137 þús. kr., en skuldir bæjarfé- laga hafa lækkað um 413 þús. kr. Skuldaliður annara stofnana og einstakiinga hefir aukist að lang- mestu leyti vegna þeirra rikis- stofnana, sem komið var á fót á þessum árum og sumar hafa skilið djúp sár eftir sig, einnig innan- lands, svo sem Sfldareinkasalan. Síðan i árslok 1931 hefir skulda- söfnunin enn aukist og sífelt verið að koma á nýjum einokunarhréiðr- um rikissjóðs, nieð érlendu láns- fé að meiru og minna leyti. ' Hvar á staðar að nema? Til glöggvunar fyrir almenning um fjármálaóstjórnina og sökum þess að sum blöð, svo sem, Skut- ull, auka á ógætnina um þessa alvarlegu hluti með léttúðugu skrafi, er rétt að draga fram nokk- ur dæmi um hvar við íslendingar stöndum i skuldafeninu, móts við aðrar þjóðir. Sámkv. nýjustu alþjóðaskýrsl- um (sjá Ökonomi og Politik 1933 bls. 149) eru erlendar skuldir allra rikja I Evrópu 22,7 miljarðar rík- ismarka, þar með ekki taldar strlðs- skuldir eða hernaðarskaðabætur. Þýzkaland er lang skuldahæzta ríkið, (miðað við íbúatölu) og er meira en þrefalt hærra en það rikið sem næst mest skuldar. Ríkisskuldir Þýzkalands eru 5,4 miljarðar rfkismarka eða um 8,6 miljarðar islenzkra króna, eftir núv. gengi. íbúatala Þýzkalands ertal- in um 64 miljónir. Kojaa þvi frekl. 134 kr. isl. á hvern ibúa þar, I er- lendunt skuldum. Hér á landi var ibúatalan 1932 um 111 þúsund og koma, ef 81,536000 er skift á þá, 740 kr. á hvern íbúa. Sé dregið hér frá skuldir einstaklinga og annara stofnana 19,337000 verða eftir 62,199000, sem rikið, bankar og bæjarfélög skulda og sem ríkið ber að öllu ábyrgð á. Sé þeirri upphæð deilt á landsbúa verður það 565 kr. skuld á hvert manns- barn. Eru þá erlendar skuldir Þýzkalands, setn er lang skuldug- asta ríkið, eins og áður er sagt, tæpur x/4 hluti af þvi sem þær eru hjá okkur, miðað við íbúa- fjölda. Það mun mála sannast, að þjóð- in hefir langt frá því enn gert sér Ijóst, hve ægilegar þrautir hún býr sér og niðjum sinum í ótal liðu ineð, heljartökum hinna erlendu skuldahramma. Reyndar sjáum við og þreifum þegar á að nokkru leyti, að vext- irnir einir af lánum ríkissjóðs hafa hækkað úr 632,718 kr. 1927 upp í 1,456,770 kr. 1934. En þarer enn ekki fullgerð hin ægilega mynd um afleiðingar þessarar óstjórnar, því enn erum við stöðugt að taka ný lán; — höldum okkur á floti með nýjum skuldum. Og enn þá hefir'‘sfekkert komið til kasta rikissjóðsmeð allar ábyrgð- irnar. En svo bjartsýnir getum við ekki verið, að þær fljóti allar fram hjá án meiri eða minni skáða fyrir rikissjóð. Ef v'él ætti að vera þyrfti ríkis- sjóður að vera við því búinn, að geta haldið uppi greiðsi'urn án nýrra lána, þótt eitthvert áfelii hitti bankana, svo þeir kæmust í þrot, eða bjarga yrði aðþrengdum at- vinnuvegi, eins og nú varð að gera með landbúnaðinn. En komi slikt fyrir er ekki annað sjáanlegt, en að rikissjóður kæmist i þrot, ef byrgðir væru hinir er- lendu lánsbrunnarsemnú er hiaup- ið í. Hver sá, sem aivarlega hugsar um fjáróstjórnina þessi valdaár Framsóknar, hlýtur að viðurkenna, að aðalgrundvöllur fjáraustursins á þessum árum er pólitisk sam- eining Framsóknar og jafnaðar- manna. Jafnaðarmenn heimtuðu frlðindin og bitlingana, en Fram- sókn vildi fyrir hvern mun halda völdunum og lét ávalt undan. Þegar svo flokksmenn Framsóktiar sáu, hve djúpt og þétt jafnaðar- mennirnir skipuðu sér á jötuna ruddust þeir fast um til þess að

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.