Vesturland


Vesturland - 27.10.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 27.10.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 27. okt. 1933. 32. tölublað. Hallgrímup Pétursson 1674 — 27. olct. — 1933. Varla mun nokkur sá íslending- ur kotninn til viís og ára, sém ekki kannast viö nafn Hallgríms Péturssonar og viti deili á störf- um hans. Hann hefir al(an þann langa tima, er hann hefir hvílt í gröf sinni verið sá andlegi leiðtogi þjóðarinnar, sem hæzt hefir borið og mestum áhrifum náð á unga og gamla. Bins og lýsandi eldstólpi hafa spámannleg orð hans gehgið á undan ti! huggunar og karlmann- legrar baráttu öllum þeim sem i raunir hafa ratað; eins og speki- valdur heiir hann gerigið'á und- an hinúm ungu, sem skorti líís- reynslu, þeim til viðvörunar með fjölda dærna og heilræða, sem hvarvetna eiga heima i daglegu lífi mannanna. Bins og hinn mikli sjáandi heíir hanri gengið á undan þjóð sinni tií þess að efla guðstrú hennar og guðstraust i öllum efnum; lika í hinum daglegu störfum okkar. Trú hans og traust er svo sterkt og eðiilegt, að jafnvel hinir trú- ardaufu hljóta að hrifast með. Áhrif, Hallgrfms Péturssonar á þjóðlíf vort verða aldrei metin tií fulls. En þegaf vér komust næst því að skilja áhrif hians finnum vér hve mikið sannmæli er fólgið f þessum vfsuorðum Matthiasar Jochurrissonar: Hallgrimur kvað í heljarnauðum heilaga glóð i freðnar þjóðir. Hvenæf sem þjóðinni varð svo kalt, að hún ætlaði að frjósa bæði andlega og likamlega sótti hún þrek f hinar helgu glæður, sem Hallgrímur Þéturss'on hafði skar- ab svo rækilega I, að við ornum ökkur við þær með jafn góðum árangri enn i dag eins og fyrst er þær voru kyntar. l Sú islenzka kynslóðin, sem nú er miðaldra eða íneira, hafði fyrstu barnskynnin af einhverjum Ijóðum Hallgrims Péturssonar, sérstaklega Passfusálmunum. Og margur full- orðinn mnn játa, að er önnur góð ffæðj voru honum týnd eða gleymd komu einatt fram við ýms tækifæri eitthyað af heilræðum og viðvör- unum hins trúarsterka skalds, sem benti honum á hættuna og bauð honum að velja sér annan veg. Að áhrif Hallgrims hafa náð dýpra en annara mætra andlegra leiðtoga okkar iiggur að minum dómi i því, að hann kemur oftast fram sem leiðbeinandi en ekki á- fellandi i dómum sinum og setur fram athuganir sinar af sigildri snild, bygðar á fullum skilniugi á hinni breyzku og brothættu mannssál. Hallgrimur er og i kristindómin- um meiri baráttumað.ur ósyikinnar karhnannslundar en aðrir kristin- dómsieiðtogar f^lenzkir. Vol eða vil nær ekki tökum á boðskap hans, þvi trúin á guð og guðs soninn, Jesú Krist, er svo sterk og ðrugg, að hún er hafin yfir allan efa, hvernig sem brotsjóar lffsins hamast og' velkjast með okkar hvikula lífsfley. Quðstrúin. er það eina hellubjarg, sem hann reisir lifsskoðun sina og boðskap á. Þrátt — eða jafnt — fyrir llkam- lega vanheilsu og margvisiegt annað andstreymi er hún honum alfa og ómega, upphaf og endir allra þéirra hluta, sem fram við oss koma og sem við þráum og skynjum. Þessa hreinu, fögru og háleitu guðstrú söng skáldið af guðs náð inn i hjörtu samlanda sinna nær og fjær. Þessa guðstrú hafa orð hans fest i brjOstum flestra íslend- inga aít til dagsins f dag. Og vér I biðjum guð vors lands að festa þau sem ríkast f brjóstum allra íslendinga, fæddra og ófæddra. Um það mun einn samhljóða dómur, að við engan mann standi islenzka þjóðin i þvílfkri þakkar- skuld sem við Haljgrím Péturs- son. TU þess fyrst og fremst að festa i minni komandi kynslóða áhrif Hallgrims og að nokkru leyti til þess að leysa þakkarskuld yora, hefir verið hafist handa um Þygging" minningarkirkju um Hail- grfm Pétursson að Saurbæ á Hval- fiarðarströnd, þar sem hann starf- aði lengst og þjáðist mest, en lét aidrei bugast. Sem vænta mátti hefir þeirri fjársöfnun verið vel tekið og sýnir það glögt, hve föstum fótum minning Hallgríms Pét.urssonar stendur i hugum flestra íslendinga. Dagurinn i dag á a^ð 1^0% á- tök okkar og starf fyrir þvi, að þessi Hallgrlmsniinning geti orðið sem, dýrlegust og sem mest guðs kristni til eflingar. Hér er um stórvirki að ræða fyrir fámenna og fátæka þjóð, sem kristileg fómarlund, karlmannlegt þrek og sameining margra huga og hjartna geta þó framkvæmt án mikillar ét- reynslu. Leggi ailir sinn skerf til þessarar niinningar vinst verkið fyr en varir og i; hinni nýju Hall- grimskirkju verður unnið kapp- samlega að því, að gróðursetja og festa með komandi kynslóðum þeim góðu áhrifum, sem Hall- grimur Pétursson hefir haft. Ekki til þess að mikla hann sjálfan eða þjónustu hans^ ekkert myndi fjær anda hans, heldur til þess að lofa meistara«nn: eilifa Drottinn vorn guð og son hans Jesú Krist. Við Vestfirðingar höfum enn litinn skerf lagt til þessarar Hall- grfmsminningar, enda má segja að hún sé i byrjun, þótt vel sé af stað komin. Hugmyndforgöngu- mannanna er sú, að I hverri sókn myndist Hallgrlmsnefnd, sem hafi

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.