Vesturland


Vesturland - 08.11.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 08.11.1933, Blaðsíða 1
Æg^ X. árgangur. ísafförður, 8. nóv. 1933. 33. tölublað. urnir. Frameökn og jafnaðarntenn taka böndum saman. Áður en aukaþingið kom saman bárust íréttir um það, að pólitískt makk væri milli Framsóknar og jafnaðarmanna. Þetta var þó borið til baka aí sumum, en aðrir töldu þetta satt vera. Nú í þingbyrjun- inni komu í blöðunum fyrir sunn- an nokkurskonar skýrsla um sam- vinnu þessa. Annarsvegar í „Al- þýðubl." frá Héðni Valdemarssyni alþm. og hinsvegar f „Framsókn* írá Tr. Þórhallssyni alþm. Er það greinilegt af skýrsium þessum og staðiesíist ai öðrum frásögnum, að makk þetta hefir byrjað rétt eítir kosningarnar og er grund- vallað á því, að þessir ílokkar myndi samsteypustjórn með 2 mðnriurn úr Framsóknarfl. og 1 úr Alþýöuíl. En samkv. frásögn H. V. í Alþýöubi. fylgir sá bögguli skammrifi Alþýðufl., að Framsókn- aríl. taki upp ýms stefnumá! hans og leiði þau tii úrslita. Með öðr- um oiðuin: faðmlögin og hví'u- brögöin hjá sósíalistum kosta það, 'að Framsókn afneiti þeirri stefnu, sem hún hefir flaggað með til þessa, og iáti hreina sósíaliska trú. Þótt undarlegt sé — og þó ekki undarlegt eííir öðru. $evn gerst heíir hjá Framsóknarfl. — heíir Tryggvi Þörhailsson í bl. „Fram- sókn" gerst til þess aö!!já þessum boðskap lið. Er hann svo heillaður aí sigri jainaðatmanna í Noregi nu nýverið, að hann gengur rak- Jeitt á viiluljós þeirra jafnaðar- manna og boðar með miklum ijálgleik að það muni sigra. En gætir ekki þess, að hér á landi vanta algerlega þær ástæður, sem erlendis gefa jafnaðarmönnum byr 1 seglin. Mun svo verða enn um langt skeið hér á landi. Hinir gætnari menn innan Fram- sóknarflokksins hafa og til þessa ekki viljað fallast á þetta. En um endalokin skal hér engu spáð. „ Vesturland * telur það verða bezt fyrir alla, að linurnar skýrist miiii flokkanna I landinu. Hljóta þá þeir, sem nú eru óákveðnir, að átta sig betur á stefnumálun- um og þeim mismunandi lífsskoð- unum, sem þau byggjast á. Þeir sem vilja keyra a!t í stéttarfjötra; auka hatur milli manna fyrir það eiit hvaða atvinnu þeir stunda og þeir sem vilja keyra alt athafna- lífið í höft og fjötra fylgja rauðu frændunum. Hinir sem unna per- sónulegu athafnafrelsi, með tak- mörkunum borgaralegra Iaga; viija að stéttirnar vinni saman með bróðurlegum skilningi i stað fjandskapar og gera öllu heiðar- legu starfi jafnt undir höfði að- hyllast að sjálfsögðu Sjálfstæðis- flokkinn. Fyrir Sjálfsíæðisilokkinn ætti og þessi nýji samruni hinna skyldu fiokka að verða herhvöt til þess, að vera siíelt á verði og Ieggja fram ótrauður starf til sigurs fyrir hugsjónir sínar og stefnumál. — Sem langsíærsti flokkur landsins og hinn mest vaxandi flokkur i 'andinu ber honum skylda til þess gagnvart þeim fjölda, sem lýst heiir sig samþykkan síefnu hans. Fósibræðurnir eru nú auðsjáan- I iega að búa til nýtt heróp, sem þeiv ætla að íiska á, það er ótt- inn við fasismann. Þykjast.þeir nú koma fram sem sjálfkjörnir verndarar lýðræðis og mannrétt- inda. Trúi því hver sem vil!, eftir fyrri framkomu þeirra að tíæma. Gæti þetta orðið til þess að lyfta þeim upp í valdastólinn og gefa þeim þar með tækifæri til þess að taka upp fornar listir sínar við kjötpottinn og skifta milli sín krás- unum er það gott frá þeirra sjón- armiði, annars má það sjálfsagt fara veg allrar veraldar. En sjálfsagt er þjóðin farin að sjá svo út um brekánið hjá þeim fóstbræðrum, að hún sér við öll- um blekkingum þeirra. Mætti geta sér til, að bændur alment, þeir sem til þessá" hafa fylgt Fram- sóknarflokknum.verði undrandi, er þeir sjá foringja sína ganga rak- leitt til hvílubragða hjá sósialist- um, sem þeir hafa til þessa talið höfuðandstæðinga sina. Sumir leiðandi menn Alþýðu- fiokksins hafa og bæði fyr og síðar deilt hart á Framsóknarfl. og er skemst að minnast harðrar árásar er Alþýðublaðið fiutti ný- lega eftir Jónas Guðmundsson skólastj. á Norðfirði. Ásakar Jón- as þar Framsóknarfl. fyrir sam- band við kommúnista í síðustu alþ.kosningum; telur hana höiuð- óvin allrar verkalýðsstarfssemi og hafa farið sýnu ver með völd sín en „íhaldið", þar sem hún hafi náð fótfestu. Eftir því sem þeir fóstbræður hafa áður lýst hver öðruni er ekki hægt að gera ráð fyrir því, að samband þeirra nú byggist á sam- eiginlegum skoðunum, heldur á sameiginlegum valdahagsmunum flokkarina. Er það ærin ástæða til þess, að þjóðin kveði upp skýlausan dauða- dóm um slíkt hámark pólitískrar spillingar. f jón Guðmundsson (frá Grafargili í Önundarf.) lézt á Flateyri 27. f. m. Hann var fæddur 24. okt. 1854. Börnhanseru: Vil- berg vélsm. á Flateyri, Guðmunda giit Gunnari.Guðmiindss. á Hofi í Dýrafirði, Kristján, ógiftur i Rvík og Guðrún giit Jónasi Sveinssyni i Hafnarfirði. Jón fór ungur til Noregs og kynti sér þar vega- gerð og vann síðan um skeið allmikið að vegagerð, éinkum í Önundarfirði. Ekkja hans erMarsi- bil Kristjánsdóttir. Næsta blað Vesturl. kemur út á laugard. Skilið augí. tímanlega.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.