Vesturland

Volume

Vesturland - 08.11.1933, Page 2

Vesturland - 08.11.1933, Page 2
130 VESTURLAND Fjorðungsþing fiskideilda Vestfjarða var sett og haldið hér á ísafirði 28.—30. okt. Allar dei'.dir sendu fulltrúa, nema Patreksfj. og Hnífsdalsdeildir. Þessi má! voru tekin til afgreiðslulh. a.: Björgunarskúta fyrir Vestfirði. Svohlj. tillaga (frá Arngr. Fr. Bjarnasyni) samþ. í einu hlj. Fjórðungsþingið telur nauð- synlegt, sökum mikillar sjósókn- ar hér á Vestfjörðum á hættu- mesta tíma ársins, að björgun- arskip, er stöðugt fylgdi fiski- flotanum,starfi fyrir Vestfjörðum. Tii þess að ná þessu marki sýn- ist fjórðungsþinginu sjálfsagt að síefna að því, að Vestfirðingar eignist eigið björgunarskip og skorar því á fiskideildir fjórð- ungsins í samvinnu við slysa- varnasveitir á þessurn slóðum og sjótnenn alment að hefja fjársöfnun f þessu skyni. Breyting á lögum um atvinnu við siglingar. Má þetta var flutt að tilhlutun skipstj.fél. Bylgjan og voru svohlj. tillögur samþ. Fjórðungsþ. skorar á Fiskiþing íslands að fyigja því íram við Alþingi: a. Að aukin verði kensla við smá- skipapróf svo mikið sem þar um fróðir menn telja nauðsyn- legt til að geta fært fiskiskip við strendur ísiands, og að aukin verði réttindi þeirra manna, þannig að þeir fái rétt til skipstjórnar og stýrimensku á fiskiskipum við strendurlands- ins án tillits til stærðar skips- ins. b. Að þeir sem hafa verið skip- stjórar og stýrimenn á skipum alt að 60 rúnilestir í minst 5 ár áður en breyting þessi öðl- ast gildi, og eigi hlekst á yfir þann tíma, öðlist sömu réttindi. Varatillaga: c. Fáist ekki framan greindar til- lögur samþyktar. Leggjum við til að breytt verði orðunum brúttó í netfó, í lögum um at- vinnu við siglingar frá 1922, þar sem þau ákveða um rétt- indi til skipstjórnar og stýri- mensku á smáskipum. Greinargerð. Þar sem allar líkur benda ti! þess að skipa kostur landsmanna breytist frá því sem nú er við línu og síldveiöar (fiskiveiðar með línu.) á næstu árum, og því sem við verður aukið fiskiflotann, verði mun síærri skip en nú eru alment. Þá viljum við benda á að nauð- synlegt sé að breyta því ákvæði er takmarkar skipstjóra og stýri- mansréttindi smáskipaprófsmanna. Þá finst okkur öll sanngirni mæla með því að miðað verði við takmarkað svæði, sem sé innan- iandssiglingar og viljum þvl benda á að bátar frá 30 til 60 tonn brúttó verða um hávetur aö sækja á sömu mið og línuveiðarar og jafn- vel togarar. Þar sem sannanlegt er í flest- um tilfellum, að eigi er notaður meiri lærdómur en sá, er smá- skipaprófið veitir, virðist það rétt- mæt krafa, sem áður greindar til- lögur fara fram á, Fisksalan. Máii þessu var vís- að til álits fjárhagsnefndar og varð hún ásátt um svofeld- ar tillögur og greinargerð í máli þessu: a. Fjórðungsþingið telur það til mikilla bótar, að skipulag sé á sölu saltfiskjarins, líkt og nú er. En telur sjálfsagt, að fiskeig- endum sé geröur auðveldur kostur á að fylgjast sem allra bezt með um allan rekstur og afkomu Samlagsins, svo sem með glöggum og greiðum reikn- ingsskilum og upplýsingum um markaðshorfur. Fjórðungsþingið telur og sjálf- sagt, að fjórðungssölusamlögin hafi íhlutunarrétt um aðalstjórn Samlagsins, eftir þeim reglum sem settar kynnu að verða um það. b. Fjórðungsþingið vekur athygii alira hlutaðeigenda á þvi, að vestfirzkur fiskur nýtur ekki leng- ur þess góða álits, sem hann hafði og skorar á alla aðila að sameinast um bætta ’ meðferð og verkun fiskjar, svo að fisk- urinn geti náð aftur áliti sínu og þar af leiðandi orðið verð- mætari vara. Greinargerð. Um tillögu a virðist frekari grein- argerð óþörf. Um tiilögu b. þyrfti að skrifa langt og ýtarlegt, ef hreyfa ætti öllu því, sem að okkar hyggju veldur því, að vestfirzkur fiskur hefir hrakað í áliti frá þvi sem áður var. Skal hér rúmsins vegna aðeins stiklað á höfuðaí- riðum. Fyrst er að nefna þá höf- uðástæðu, að aðrir landsmenn hafa mjög bætt sína fiskverkun, einmitt um þau höfuðatriði, er áður einkendu verkun vestfirzks fiskjar. Sfðustu árin hefir og fiskur fyrir Vestfjörðum verið óvenju magur og smærri en oft áður og þau atriði bæði valdið því, að ekki hefir verið hægt að ná verð- hæztu vöru, nema úr litlu af fisk- inum. En aðalmeinin liggja vafa- laust í ýmsri meðferð fiskjarins af hálfu fiskimanna og fiskikaup- manna. Og eru það engu síður þeir síðarnefndu, sem eiga mikinn þátt í meðferð fiskjarins, og hann ekki ávalt sem beztan. Mætti þar nefna um fjölda dæma. T. d. störf- uðu tveir fiskikaupmenn 1932 f kauptúni skamt héðan og fengu báðir samskonar fisk til verkunar og höfðu sömu aðstöðu til fisk- verkunar. En útkoman á fiskverk- uninni varð svo tnisjöfn hjá þess- um mönnum, að annar hafði mjög góðan hag af kaupunum en hinn lítinn eða engan. Fiskimennirnir verða ávait að muna það, að þeir með fyrsfu handtökunum við afl- ann leggja undirstöðuna að góðum fiski og koma þar einkum fjögur atriði til greina: að blóðga fiskinn vandlega, að merja ekki íiskinn, að vanda flatningu fiskjarins og að vanda þvott og söltun fiskjar- ins. Ofan á meðferð fiskimanna eiga svo fiskikaupmennirnir að byggja með vandaðri og góðri verkun frá sinni her.di. Og til þess að hvetja íiskimenn til aukinnar vþndunar og gera réttlátan mun á góðri og slæmri vöru virðist okkur nauðsynlegt, ab gerður væri hæfilegur mismunur við innkaup fiskjarins. Það er engin von til almennrar vöndunar meðan hirðu- og skeytingarleysi um meðferð vörunnar er launað með sama verðmæti og hjá þeirn, sem gera sér alt far um að vanda vöru sína. Þetta mál er svo afarrnikilsvert fyrir alla hlutaðeigendur, að því verður að gefa rækilegan gaum og er sjálfkjörið verkeíni til um-

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.