Vesturland


Vesturland - 11.11.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.11.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 11. nóv. 1933. 34. tölublað. Skörin ipp i bekkinn. Það hefir hlaupið vatn í munn- inn á bolsunum yfir sameiningu Framsóknar og Alþýðuflokksins. Fundu þeir strax lyktina af valda- krásunum og voru auðvitað reiðu- búnir að skifta herfanginu. Var svo tilætlast, að Alþýðu- flokksmenn, sem eru menn her- skáir og vanir að sölsa til sín verðmæti án þess sérstaklega að spyrja um mörk eða eignarrétt, notuðu sér meinleysi Framsóknar og hrifsuðu til sín herfangið. Og um fram alt átti þetta að gerast fljótt. Aldjðublaðið skýrði frá því í byrjun aukaþingsins, að stjórnarskifti væru væntanleg eftir 1—2 daga. En þau eru ekki orðið enn. Qengur illa að súpa kálið úr aus- unni, því sumum Framsóknarmönn- um þykir seyrt sósíalistabragðið. En svo er að sjá, að sósíalist- um sé hvergi nærri nóg, að fá það, sem þeir geta skrapað með tilvonandi valdaafstöðu úr hinum Örreitta ríkissjóði. Til þess að tryggja sér valda- stólinn vilja þeir einnig fá alla kjósendur Framsóknar og þá fyrst og fremst sveitabændurna, sem þeir hafa gert lítið úr til þessa. En þar fer skörin of langt upp i bekkinn, ef sósialistar telja sér vonir um að geta teygt sveita- bændur alment til fylgis við hina fráleitu stefnu sína hér á landi, hversu fagurt sem þeir galá nú. Það er kunnugt, að öll hin há- vaða sama barátta sóíalista hefir ekki snert hag bændastéttarinnar, en pftast verið henni beint fjandsaml. Það er einnig kunnugt, að bænd- ur munu standa fástast gegn öílu einokunarbröltinu sem sósíalistar .hafa verið svo fíknir í, að það hefir að jafnaði verið helztifagn- aðarboðskapurinn, þegar þeir hafa verið að lofa alþýðu 'gulli og grænum skógum fyrir kosningar, sem jafnan hafa gleymst strax eftir kosningarnar. Að visu er nú ilt ástand i bún- aði okkar og bændur aðþrengdari en nokkru sinni áður. En þeim er sá þróttur í blóð borinn, að horf- ast í augu við erfiðleikana með sigurvissu. Það er meiri mergur i bændunum, en hinir iðjulitlu skriffinnar sósialista, sem blöðin fylla, halda. Þegar Alþýðufl. flutti á síðasta Alþ. frv. um rikiseign á jöröum landsins hafði Jón i Stóradal þau orð um það frv., að það væri ilt verk að ætla sér að n»ta kreppu bændanna til að læðast aftan að þeim og lama sjálfsbjargarhvöt þeirra. Bændur munu og leggja á minnið áður en þeir afhenda sig sósíal- istum þann ófarnað allan sem varð af samstarii þessara flokka meðan þeir fóru með völd og sem nú brennur sem eldur á baki þeirra. Hefir og frézt, að Framsóknar- bændur í sumum sýslum landsins hafi þegar sent hörð orð og a- kveðin til fulltrúa sinna, að Ijá þeim pólitiska fjanda aldrei framar lið sitt. Það skortir ekki, að upp sé brugðið nógu gullnum loforðum til bænda af hendi sósialista. En bændur munu áreiðanlega sjá, að þau eru gerð með sama hætti og gömlu loforðin til verkamanna og annarar alþýðu, að horfa á þau sem glitmuni í fjarska, en fölna, blikna og verða að engu þegar til framkvæmda á að koma. Það er áreiðanlega ekki nóg lengur fyrir neinn stjórnmálaflokk, að hampa tómum loforðum, þótt fögur séu. Þjóðin er búin að fá meira en nóg af slíku. Ekki sízt af þeim, sem gleyma ðllum lof- orðum sínum eða svíkjá þau. Barnadansleik heldur kvenfél. „Rlít" sunnudag- inn 19. þ. m. og hefst hann kl. 5 e. h. í I. O. G. T.-húsinu. Skytlingar hér eru að hefja Ramakvein yfir þvi, að stefna þeirra hafi verið afflutt við bænd- ur. Er aumkunarlegt að horfa á slíka vesalmensku hjá þeim, sem byggja blaðamensku sina á þvf, að gera andstæðingunum upp orð og hvatir. Skutull 9. þ. m. segir og að eitt sveitakjörtíæmi hafi þegar kosið bolsa á þing og á þar sjálf- sagt við N.-ísafjarðarsýslu. En þetta er alveg rangt, eins og allir kunnugir vita. Mikið af atkvæða- fjölda í sýslunni er f kauptúnun- um innan hennar og einmitt þar eiga bolsar sfnar styrkustu stoðir. Sveitamennirnir í N.-ísafjarðar- sýslu hafa enn ekki sent Vilmund á þing og munu seint gera það. Mun og sósialistum annað verða fyr til fanga, en bændur gerist flugumenn þeirra. Símfrétt frá Reykjavík hermir að Tryggvi Þórhallsson hafi sagt af sér formensku Fram- sóknarflokksins og haíi Þorleifur Jónsson í Hólum verið kosinn formaður í stað Tr. Þ. Sýnir þetta að Tryggvi vill ekki að vonum bíta fast á krókinnhjá bolsiinum. Afgreiðsla „Vesturlands" verður fyrst um sinn á bílastöð Bjarna Bjarnasonar. Leiðrétting. í 31. tbl. „Vesturlands" l.dálki á 2. síðu hefir misprentast: „frek 340 ár," en á að vera tæp 260 ár.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.