Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.11.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.11.1933, Blaðsíða 2
134 VESTURLAND IV Allskonar nýjar vörur koma með e. s. „&ullfoss“ í Soffíubúð. Fiskimjölsverksmiðjan á Siglufirði er til sölu. — Væntanlegir kaupendur sendi tilboð sín sem fyrst. Landsbanki íslands. Útibúið á Akureyri. Fréttir. Hjúskapur. Nýgift eru: Ingibjörg Elíasdóttir og Jón Halldórsson bifreiðarstj. Petrfna Guðmundsdóttir og Árni Eliasson bakari í Bolungavík. „VI.“ óskar brúðhjónunum til hamingju. Messað verður í Hnífsdal kl. 2 á morgun. Botnv. „Kópur“ (eig. Páll Ólafsson o. fl.) hefir legið hér undanfarna daga og keypt bátafisk til útfiutnings. Verðið er: Þorskur 9 au. kgr. Ýsa 13 au. kgr. Lúða 40 au. kgr. Botnv. „Hávarður ísfirðingur" ætlar að kaupa hér bátafisk til útflutnings. Botnv. „Karlsefni“ (eig. Geir Thorst.) liggur hér og kaupir bátafisk til útflutnings. Samvinnufél. bátarnir eru að byrja hér veiðar um þessar mundir. Slysfarir. Véib. „Fram“ frá Dalvik fórst nýl. með4 mönnum. Fyrirskömmufórst og trillubátur frá Bjarneyjum á Breiðafirði með 3 mönnum. Fiskafli á Siglufirði. Siðan sfldveiðum lauk norðan- lands hafa bátar þaðan alment stundað fiskveiðar. Hafa aflabrögð verið mjög sæmileg, en langræði nokkuð. Hæztu hlutir eru um 1 þús. kr., en allmargt bátanna með 5—6 hundr. króna hluti og sumir nokkuð minna. Fiskurinn hefir allur selst upp úr salti fyrir um 29 au. kgr. Ýmsir af bátum þeim, sem veiðina stunduðu, voru að- komubátar. Ekki sýnist þaö hafa getaö verið ókleift, aö stærstu bátarnir héöan hefðu stundað þarna veiöar, f stað þess aö liggja bundnir hér á höfn- inni. Bolsarnir hérna hafa Iöngum úthrópaö ráðslagiö hjá „íhaldinu“. Bkki mun þó fhaldiö hafa ráöiö þessu, heldur Finnur Samvinnu- fél.goöi, en þá þegja lika Skytl- ingar. Tíðarfar og jarðarbætur. Tlöarfar hefir veriö einmuna gott það sem er af þessum mánuði. Á miðvikud. var hér 10 st. hiti. Bændur nota hið góða tíðarfar til jarðabóta. Hefir allmikið verið unnið sumstaðar í haust með dráttarvélum og einnig töluvert með hestaverkfærum. Er enn haid- ið áfram jarðvinslu á ailmörgum bæjum hér á Vestfjörðum. Hér í kaupstaðnum hafa þeir verkamenn, sem fengið hafa land- skákir til ræktunar unnið að end- urbótum á þeim,síðan atvinnulaust varð í haust. Eru það mörg dags- verk og þörf sem þannig hafa ver- ið unnin, sem auka framtiðarverð- mæti bæjarins. Hér þarf að koma betra skipulag á þau mál en nú er. Myndi heiliavænlegast, að hér yrði stofnað ræktunarfélag fyrir kaupstaðinn. Yrði það höfuðverk- efni félags þessa f byrjun, að út- vega hentug verkfæri til jarðvinslu, sem lánuð yrðu félagsmönnum. Jónas Kristjánsson mjólkurbússtjóri frá Akureyri kom hingað að norðan með e.s. Island til þess að leiðbeina við vætanl. stofnun mjólkurbús I Önundarfirði. Kirkjublaðið. Prestafél. íslands hefir haft for- göngu að útgáfu nýs Kirkjublaðs. í ritnefnd eru: sr. Árni Sigurðss., Ásm. Guðmundss. dósent og sr. Friðrik Hallgrímsson, en ritstjóri sira Knútur Arngrímsson. Blaðið flytur fræðandi og uppbyggilegt kristilegt efni. Verður það borið til sölu um bæinn næstu daga. Verö blaðsins er: 1 kr. til áramóta, en 3 kr. árg. — Styrkið hið góða málefni með þvi að gerast kaup- endur. f Jón Sveinsson bóndi að Innri-Veðrará í Önund- arfirði lézt að heimili sínu 7. þ.m. Jón var mesti merkisbóndi og fremstur Önfirðinga í að rækta og bæta jörð sína. Börnhanseru: Sveinn, form. á Flateyri, Guðbjart- ur húsm. á Flateyri, Sigríður og Guðm. Magnús f föðurgarði. Ekkja hans er Hinrikka Halldórsdóttir. Jón hafði oft verið vanheiil síð- ari árin, en hafði þó oftast ferli- vist, enda var hann hraustmenni, sem æðraðist ekki þótt eitthvað blési móti. Lúthersminning. í gær vöru liðin 450 ár frá fæð- ingu Marteins Lúthers. Dr. theol. Jón Helgason biskup skrifar minningargrein um Lúther í hið nýja Kirkjublað. Útgerðarmenn! Blokkir, kósir (úr tré og járni), hakar, keðjulásar o. fl. til báta fæst í verzlun Björns Guðmundss. Til sölu er með tækifærisverði, Piano og setustofuhúsgögn. Upp- lýsingar í Pólgötu 8 (uppi). Sófi 00 nokkpfr stólar tll sölu. A. v. á.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.