Vesturland

Árgangur

Vesturland - 11.11.1933, Blaðsíða 4

Vesturland - 11.11.1933, Blaðsíða 4
136 VESTURLAND Kommúnista uppþot í Rvík. í fyrradag bar það til í Reykja- vík, að stolið var stjórnarfánanum þýzka af flutningaskipi, er iá þar við hafnarbakkann. Gerðist þetta meðan matarhlé stóð yfir. Af til- viljun kom einn skipverja á þiljur eftir að matast hafði verið og sá þá Íslending einn vera að bögla fána skipsins í barm sér. Snerist hásetinn þagar að komumanni og viidi ná fánanum, en tveir menn, er verið höfðu á uppfyll- ingunni komu þá til iiðs við ísl. og komust þeir burtu með fánann áður en hásetinn gat kaliað á aðstoð annara skipverja. Lögreglunni var strax gert að- vart uni þetta og hóf hún eftir- grenslun um fánann, en fann ekki. Fór sá þáttur mest fram við sam- komustað kommúnista, Bröttugötu 6 f Rvik, og urðu þar engar al- varlegar skærur. Síðan gengu kommúnistar í fylkingu um göt- urnar með rauða fánann og syngj- andi uppreistarsöngva. Réðst á móti þeim hópur manna í Aðal- stræti og hvarf þar rauði fáninn og sást ekki síðan. Þvi næst söfn- uðust kommúnistar við Þórshamar; héldu þar ræður og vildu síðan komast inn í Iðnó, þar sem Al- þýðufl. hafði þá fund, en lögregl- an varnaði þvf. Síðan söfnuðust kommúnistar saman við hús J. Þoriákssonar borgarstj., Bankastr. 11 og bjóst Einar Olgeirsson til þess að flytja þar ræðu. Kom lögreglan þar á vettvaug og tvístr- aði mannþyrpingunni. Urðu þar skærur nokkrar og hlaut Einar Olgeirsson töluverðan áverka í þeirri viðureign og nokkrir hlutu smærri meiðsli, þ. á. m. tveir lög- reglumenn. Regnkápur f dömu og herra, mjög fjölbreytt úrval. Peysufatafrakkar einnig hinir viðurkendu Herrarykfrakkar. Alt nýkomið. Einar & Kristján. Einn lítri af Djúpmjólkinni kostar ekki nema 38 aura, en jafngildir einni mjólkurdós, sem kostar 60 aura. Hvort er þá betra að kaupa? Mjólkin kemur tvisvar í viku og’ er nú vaxandi og verður því fyrst um sinn til alla virka daga frá morgni til kvölds. Kæl- ing mjólkurinnar er í besta lagi, og við höfum sjálfvirk mælitæki, sem tiyggja fullkomið hreinlæti við aigreiðsluna. Kaupfélagið. Tilkynning. Það er nauðsynlegt, að útgerðarmenn og félög útfylli og sendi hreppstjórum og bæjarfógetum, hið allra fyrsta, skýrsluform þau, sem nýlega hafa verið send þeim frá nefndinni. Kristján Jónsson erindreki, sem er einn nefndarmanna, veitir leiðbeiningar um, hvernig útfylla beri skýrsluformin, þeim, sem þess kynnu að óska, hér á Vestfjörðum. Milliþinganefndin í sjávarútvegsmálum. Brunabótaféiag ísiands vátryggir lausafé húseigenda í kaup- stöðum og kauptúnum, a. m. k. jafn ódýrt og hagfelt vátryggjendum og nokkurt ann- að vátryggingarfélag. Hagfeldast að vátryggja bæði fasteign og lausafé hjá sama félagi. Áreiðanleg og greið viðskifti. Snúið yður til næsta umboðsmanns fé- stimpilgjald. íagsins. ilames Ross & Bo. Ltd.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.