Vesturland

Årgang

Vesturland - 15.11.1933, Side 1

Vesturland - 15.11.1933, Side 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 15. nóv. 1933. 35. tölublað. Fréttip. Símfregnir frá Reykjavík I gærkveldi herma, að Alþýðu- flokkurinn og meirihl. Framsókn- ar séu i sífeldu brölti um nýja stjórnarmyndun. Var það í orði í gærkveldi, að Sigurður Kristins- son, forstj. Samb. ísl. samvinnu- félaga væri að þreifa fyrir sér um stjórnarmyndun, en talið að það yrði andvana fæðing. Þessi ný þtngmannafrv. hafa komið fram síðustu dagana: Frv. um afnám innflutningshaft- anna (flm. Magnús Jónsson). Frv. um erfðarétt tii ábúðar á jörðum ríkissjóðs. (flm. Jónas Jónsson). Er það sáma frv. og Jónas flutti um þetta efni á síð- asta þingi. Frv. um br. á Iögum um Kreppu- lánasjöð (flm. Jón Pálmason og Gísli Sveinsson). Fer frv. þetta fram á tvær aðalbreytingar á nú- gildandi lögum. Er önnur breyt- ingin sú, að stjórn Búnaðarbank- ans hafi stjórn Kreppulánasjóðs á hendi endurgjaidslaust; (hann verði ein deild í bankanum). En hin að ekki þurfi að auglýsa aöra kreppulánaumsækjendur en þá, sem ekki eiga fyrir skuldum, sam- kvæmt fasteignamati eða mati hér- aðsnefnda. Frv. um rikisborgararétt handa Valtý H. Valtýssyni settum lækni í Hróarstunguhéraði. Enn er alt óvíst um hvenær þingi verður slitið. Maður frá Reykjavík varð úti á sunnudaginn. Hafði ásamt öðrum manni gengið á fjöll tii rjúpnaveiða, en fengu vont veður og viltust. Maðurinn hét Sigurjón Guðmundsson, verzl.m. hjá Þóroddi E. Jónssyni heildsala. Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda. Richard Thors formaður sölu- samb. isl. fiskframleiðenda flutti í útvarpinu í gærkveldi skýrslu um starfsemi sölusambandsins frá 1. júlí 1932 til 1. maí 1933. Hefir skýrsla þessi einnig verið send öllum félögum sambandsins. Vill „Vl.“ að þessu sinni vekja athygli hlutaðeiganda á tveimur atriðum í skýrslunni. Fyrst því, að stjórn saml. staðhæfir, að íslenzkur fiskur myndi enn hækka í verði, ef allir íslenzkir fiskfr.leiðendur seldu fyrir milligöngu samlagsins, svo að fiskkaupendur væru vissir um að um önnur söluboð frá ísl. væri ekki að ræða. Hitt atriðið er að stjórn samlagsins hefir ákveðið aðgreiöa fiskeigendum nú þegar 1/20/0, sem uppbót á fiskverð s.l. árs, en um frekari uppbót mun veröa að ræða, þegar séð veröur fyrir endann á skaðabótamálum sem höfðuð hafa verið gegn samlaginu út af fisk- sendingum. — Reksturshagnaður samlagsins var alls um 192 þús. kr. yfir þetta starfstímabil. Má segja, að starfssemi þessari hafi mjög vel farnast til þessa og væri óskandi að allir fiskíramleiðendur styðji starfsemi samlags., því vel- ferð þjóðarinnar allrar er að mestu undir þvi komin, að fiskverðið sé sæmilega hátt og stöðugt. Þeim tveimur atriðum náum við bezt með öfiugum samtökum, þar sem enginn skerst úr leik. — Við ís- lendingar höfum orðið fyrstir til slíkra víðtækra frjálsra samtaka og hefir það vakið mikla athygli erl. Fiskinnflutningur til Stóra-Bretl. Sámkvæmt nýgerðum viðskifta- samningum við Stóra-Bretland höfum við íslendingar leyfi til þess að flytja til Stóra-Bretlands um 7500 smál. af fiski til ársloka. í lok októbermán. munu hafa verið fluttar þangað héðan um 3 þús. smál. Búast má við þvi, að fiskur hækki frekar þessa síðustu mán- uði ársins, því ýmsar fiskveiða- þjóðir eru þegar búnar með inn- Sameiginlegan fund halda stúkurnar á ísafirði fimtudaginn 16. þ. m. kl. 9 síðd. í I. 0. G. T.-húsinu. Kelgi Seheving. stúdent flytur erindi á fundinum. Embættismenn ,Dagsbrúnar‘ stjórna. Nýkomnir inniskór sterkir, karlmannaskór og barnaskór. E. Kærnested, skósmiður. flutningsleyfi sín og leyfi annara að renna út bráðlega, t. d. Norð- manna. Ef veiði hér verður svipuð og verið hefir undanfarin ár, er þess að vænta, að togararnir geti haft óhindraðe sölu til áramóta. Guðm. Jónsson cand. theol. fyrv. bankaíéhirðir og bæjargjaldkeri varð sjötugur I gær. Guðm. fluttist hingað til Ísaíjarðar 1897 til Þorv. læknis Jónssonar og vann hjá honuin nokkur ár við lyfjaverzlun hans og póstafgreiðslu. 1904 varð Guðm. bæjargjaldkeri og gengdi þeim starfa til 1923 og aldrei með tóman kassa. 1904 varð Guðm. og féhirðir I útibúi íslandsbanka hér og gengdi því starfi til 1914. Varð hann þá fé- hirðir 1 útibúi Landsbankans hér og gengdi því starfi til 1931. Guðm. hefir verið mjög vinsæll af öllum 1 störfum sínum, enda bárust honum margar hlýiar vin- aróskir á sjötugsafmælinu. Hjónaefni. Ungfrú Olga Valdemarsdóttir frá Æðey og Jens Hólmgeirsson bú- stjóri. „VI.“ óskar hjónaefnunum til hamingju.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.