Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.11.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 15.11.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 139 J 1 Vesturland. = Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. i — Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. 1 Útkomud.: miðvikud. og laugard. I Verð til áramóta 4 kr. | I Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. 1 == Augl.verð 1.50 cm. eind. §| 1 Stærri augl. eftir samkomulagi. 1 WtT Allskonar nýjar vörur komu með e. s. „Gullfoss“ í Soffíubiið. Fiskilínur frá Skamturínn fyrir hvern einstakan verkamann er mánaðarlega: 800 gr. sykur, 400 gr. smjörlíki eða matarolía, 800 gr. síld, 1 kgr. grjón, 500 gr. makaroni, 1 kgr. konfekt, 1 kgr. kex og 1 kgr. kjöt; brauð 800 gr. daglega. Til við- bótar við þetta geta þeir borðað miðdegisverð á hinuiu opinberu matsölustöðum, en þar sé matur- inn mjög slæmur, oftast lítið ann- að en kál og vatnsgrautur. Fólk sem vinnur í verksmiðjum fær tvöfaldan kjötskamt og 500 gr. af hreinu smjöri til viðbótar, en þeir sem hafa skömtunarseðla í iægsta flokki fá aðeins 200 gr. af brauði daglega, enda lifi margir rússneskir verkamenn við slík eymdarkjör í alla staði, að þeim sem séu betra vanir, eins og Norðmenn, hljóti að ofbjóða. Umreiknað í norskum krónum var matvælaverð í stjórnarbúðun- t s. I. maírnánuði þetta: Hvítt brauð Sykur Smjörlíki Kjöt(nærþví) . Pylsur 15 1.10 pr. kgr. 7.80 — — 7.50 — — 10.00 — — 45.00 — — Eftir því verði sem er á þessum vörum í Noregi er kaupmáttur rúblunnar 30—80 aurar og ef rússneskir verkamenn gætu lifað við skömtunina væri meðaltals- gildi rúblunnar um 48 aurar. En sökum þess hve skömtunin er naum og að vörur í stjórnarbúð- unum þrjóta oft eru þeir, sem vilja lifa við venjuleg lifskjör neyddir til þess að gera töluverð kaup á torgunum og i frjálsu búðunum (o: búðir reknar af einstakl. en þó með háu sérstöku afgjaldi til stjórnarinnar og undir eftirliti hennar) og er alt verðlag þar margfalt hærra. James Ross & Go. Ltd. Á torgum og í frjálsu búðun- um í Leningrad kostaði: Sykur 45 kr. kgr. Kjöt 25— 30 — — Siæmar Pylsur 40 — — Kartöfiur 10 — — Smjör 105 — — Hvítt brauð 15— 18 — — Svart brauð 90 — — Hrísgrjón 30 — — Leðurskór 2—300 — parið Lélegur vinnuf. 450 — — S. 1. vetur var borgað fyrir slit- inn útlendan nankinsvinnufatnað alt upp í 5 þús. kr. Margar af vörum þessum, segir fyrirlesarinn.geta rússneskir verka- menn ekki fengið með skömtun og eru því neyddir til að fá þær, þrátt fyrir þetta okurverð. Aðeins lítill hluti fær hreint smjör skamt- að og nokkrir fá aðeins sykur og brauð skamtað, en verða að kaupa aðrar nauðsynjar sínar á opnum markaði, þar sem ríkið spekulerar í varnarleysi verkamanna og tek- ur blóðpeninga af þeim með að- stoð einræðisins. Kaupmáttur rúblunnar á opnum markaði er því varla meiri en 8—10 aurar, segir fyrirlesarinn, og með tilliti hvað mikið þar verður að kaupa af nauðsynjum getur meðaltalsverðgildi rúblunnar ekki orðið meira en 20 aurar. Er frá því áður skýrt, að venjul. laun verkamanna séu 40—70 rúblur á mánuði, sem er sama samanborið við verðlag i Noregi, að þeir hefðu um 8—15 kr. yfir mánuð- inn eða í daglaun 32—60 aura. Framh. Þessar sögur eru cý- komnar i bókaverzlun JónasarTómassonar Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín. Þess bera menn sár eftir Guðrúnu Lárusdóttur. B r úðarkjóllinn eftir Kristmann G u ð m u n d s Útgerðarmenn! Blokkir, kósir (úr tré og járni), hakar, keöjulásar o. fl. til báta fæst í verzlun ** Björns Guðmundss. Þakkarorð. Mínar kærleiksríku þakkir færi eg stjórn og félögum Sjúkrasam- lags verzlunarmanna á ísafirði fyrir mér auðsýnda velvild og peningahjálp í lífsbaráttu veikinda minna. Guð blessi Sjúkrasamlagið og alla sem í því eru. Marís Gilsfjörð. Erlendar fréttir: Jafnaðarmenn fluttu í fyrradag vantraust á ensku stjórnina, en það var felt með 409 atkv. gegn 54. Kosningarnar í Þýzkalandi á sunnud. fóru fram með miklu meiri þátttöku en nokkru sinni áður og greiddu alls um 45 milj. atkv. og hlaut listi nasista um 92% af greiddum atkv. — í þjóðaratkv.- greiðslunni um úrsögn Þýzkalands úr Þjóðabandalaginu gr. atkv. um 43 milj. og greiddu um 90% atkv. með úrsögninni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.