Vesturland


Vesturland - 18.11.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 18.11.1933, Blaðsíða 2
142 VESTURLAND Bréf frá Reykjavík. (Niðurl.) Lögreglustriðið. Árekstur hefir orðið hér alitnifc- ill milli borgarstjóra og lögreglustj. út af framkyæmd laga frá síðasta þingi um lögreglumenn. Auglýstu báðir stöður þær, sem skipa átti í. Hafði lögreglustjóri mikil svigur- mæli um það, að um þetta efni hefði engin auglýsing gildi, nema frá sér. Þessi uppblástur mannsins hjaðnaði á þann Ieiðinlega hátt, að allir umsækjendur sendu borg- arstjóra umsóknir sinar, svo að lögreglustjóri stóð með tvær hend- ur tómar, þegar bæjarstjórn tók fyrir að setja í stöðurnar. Hófst þá annar þáttur málsins. Borgarstjóri hafði, eins og lög standa til, beðið lögreglustjóra að gera tillögur um það, hverja af umsækjendum setja skyldi i stöð- urnar. Varð hann við þessum til- mælum. En er bæjarstjórn hafði kosið lögregluþjónana, kom í ljós, að sjö af þeim, er kosnir voru, höfðu ekki meðmæli lögreglustj. Hefir hann nú skrifað þessum lögregluþjónum og tilkynnt þeim, að kosning þeirra sé „ólögleg". En ef hún samt sem áður sé lög- leg, þá sé þeim „hér með — veitt lausn frá starfinu". (!). Heldur þykir þetta tiltæki lög- reglustjóra broslegt, og benda til þess, að honum sé meir gefin dirfska en speki. Vinnubrögð Þingsins. Heldur þykir þingið fara óefni- lega af stað, hvað vinnubrögð snertir. Sjálfstæðismenn höfðu ætlast til að það ætti i hæzta lagi hálfsmánaðar setu, og mátti það teljast hóflegt. En er Framsóknar- menn sameinuðust sósialistum við kosningu forseta og nefndafor- manna varð Ijóst, að því væri fyrirhuguð löng seta. Þykir nú allra liklegast, að það muni sitja fram í miðjan desember og kosta á annað hundrað þúsunda fcróna. Er. slíkt gjörsamlega óþarft og óþolandi. Annars mælist val Framsóknar- manna á forseta sameinaðs þings mjög illa fyrir hjá þeim sem stutt hafa Framsókn við kosningarnar i sveitum. Og ðllum skilst að þetta samband boði nýja óstjórnaröld f fjármálum. Stafar af þyi hinn mesti háski fyrir land og lýð. Ástandið í Rússlandi. (Niðuri.) Frásögn fyrirlesarans endar á kafla, sem hann nefnir jarðneskt helvíti og skal hér þýddur i heilu lagi: „Saga rússnesku þjóðarinnar hefir í hundruð ára verið sífeldur sorgarleikur undir yfirstétt og kirkju, sem verndaði áhuga- mál yfirstéttarinnar. Svo heldur hún áfram í blóðugri byltingu yfir i kommúnisma, sem virðist vera að kvelja og drepa mikinn hluta af rússnesku þjóðinni. Veslings rússnesku verkamennirnir. Það eru þeir sem verða að bera 5 ára áætlunina á sinum mðgru herðum; aflvana likaml.og andlega tafca þeir nauðugir hlutdeild í erfiðl. Vilja- lausir, en stöðugt vinnandi, veikir og soltnir lifa þeir í þessu jarð- neska helvíti, þangað til dauðinn ljær þeim likn. Og eftir dauðann geta þeir, samkvæmt kenningum kommúnismans, ekfci vænst neinna Iauna í öðrum heimi. Ófæddar, komandi kynslóðir, sem þeir aldrei hafa séð, eiga að erfa ávöxtinn af jarðneskum þrældómi þeirra. Hversu heitt mega þeir ekki elska komandi kynslóðir, en haía sitt eigið iíf. Þetta er sannleikurinn, eins og eg hefi skilið hann og reynt. Eg er viss um að mörgum af minni stétt mun finnast frásögn mín koma illa við sig, en eg stend hér ekki til þess að smjaðra, en einungis til þess að segja sann- leikann. Eg er viðbúinn að taka á móti mótmælum bæði frá stétt- arbræðrum mínum hér í Noregi og frá ráðstjórnarríkjunum, en mig gildir slífct einu. Eg hefi með harm i huga séð þjáningar rúss- nesku þjóðarinnar undir samvizku- lausri einræðisstjórn og ekkert vald i heimi getur fengið mig til að verja þau þræjakjörsem þjóð- in lifir við. Ef eg á snefil af ærlegum manns- pörtum og einhverja samúð með rússnesku þjóðinni gæti eg aldrei gert það, jafnvel þótt eg fengi rússneskt gull fyrir. Eg læt það eftir samvizkuiausum stjórnmála- smölum, að hæðast að þjáningum rússnesku þjóðarínnar. Eg vil Ijúfca máli mínu með þvi að segja: að norskir verkamenn þurfa ekki rússneska lærifeður. Okkar menning er himinhá móts við þeirra. Við þurfum heldur ekki trúarbrögð marxista. Við þurfum réttláta þjóðfélagsskipun, sem viðurkennir frjálsræði einstakl- ingsins og þar sem launin mót- ast af gildi og verðmæti verkanna fyrir heildina. Jafnrétti fyrir lögum og frelsi í skjóli réttlátra laga eru hlutir sem vert er að keppa að — og þá kemur bræðralagið af sjálfu sér". Um grein þessa vill „VI." láta getið, að það hefir þrætt frásögn fyrirlesarans, eins og frá henni er skýrt í norskum blöðum. Verð það á matvælum, sem frá er skýrt, mun flestum að vonum blöskra og þykja ótrúlegt. En hverjir ættu í raun og veru að þekkja betur til ástandsins i ráðstjórnarrikjun- um, en þeir, sem dveija þar lang- an tima og vinna við sömu kjör og aðrir verkamenn. Ekki ambra-bara sauðatólg. Veslings Hannibal & Co. gengur í vatnið. Eins og ýmsa mun reka minni til, var frá því skýrt í Skutli, að norska skipið „Lepsöy" frá Ála- sundi hafi flutt frá íslandi, fitu- klump, sem vóg 53 kgr. og ætla mætti að væri ambra og væri þá 90 þús kr virði. Þetta Skutuls- ambra var lagt inn á tollbúðina í Kristjánssundi 1 Noregi voru sýnishorn af því efnagreind í toll- efnarannsóknarstofunni í Osló.sem hefir að rannsófcn lokinni staðfest, að efnið séislenzksauðatólg. (Sam-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.