Vesturland

Árgangur

Vesturland - 18.11.1933, Síða 3

Vesturland - 18.11.1933, Síða 3
g Vesturland g Útgef. Sjálfstæðisfél. Vesturlands. g § Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason g m Útkomud.: miðvikud. og laugard. g Verð þessa árgangs 4 kr. B Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. g Augl.verð 1.50 cm. eind. B Stærri augl. eftir samkomulagi. g kvæmt „Sunnmörposten*, nr. 249, 25. okt. þ. á,) Kunnugir segja að gangur þessa træga tólgarbita sé þessi: Finnur hafi komið með söguna að norð- an og látið hana í Hannibal; Hannibal lekið henni í Skutul og Gunnar og þaðan hafi hún runnið I útvarpið. Ekki hefðu þeir félagar þurft að ganga svona í vatnið, því stærsta ambrastykki, sem fundist hefir áður, vóg 15 kgr., en venjul. töluvert minna. Fréttii*. Messað verður hér í kirkjunni kl. 2 á morg. Nýir prestabústaðir á Vestfj. Á Bíldudal við Arnarfjörð hefir í sumar verið reist nýtt prestssetur úr steinsteypu. Ríkissjóður hefir keypt gömlu landssímastöðina hér I bænum og gert að prestssetri. Krónuvelta er hafin hér í bænum, til ágúða fyrir dvalarheimili barna. Bannið í Bandaríkjunum. Samkv. ákvæðum í stjórnarskrá Bandaríkjanna, þurfa 36 ríki að samþ. afnám áfengisbannsins. Hefir atkv.gr. staðið yfir í hinum ýmsu ríkjum frá því i sumar, én í síð- ustu ríkjunum nú nýlega. Hafa úrslitin orðið þau, að afnám banns- ins hefir verið samþ. með miklum meirihl. í flestum ríkjunum. Og 37 ríki hafa samþykt afnám banns- ins, sem falla mun úr gildi i Banda- rikjunum 5. des. n. k. Fiskútfíutningur íil Grikklauds fyrir smærri fisk hefir verið góður mestan hluta þessa árs, hvað verð og eftirspurn snertir. En nýlega VESTURLAND Umbúðapappír, Bréfpokar fást hjá Helga Guðbjartssyni. kom þar bobbi i bátinn og varð eitt af flutningaskipum Samlagsins er komið var til Grikklands og átti að afferma þar fisk, stöðvað sökum þess, að yfirfærzla á gjald- eyri ’ fæst nú ekki frá Grikklandi. Hafa Grikkir samþykt, að kaupa ekki af öðrum nema til jafns við það, er þeir kaupa af þeitn. Umræddan farm varð því að senda til Ítalíu til sölu þar. Vegna þessarar tafar skipins seinkar út- flutningi fisks héðán á markaðinn. Er þess að vænta, að ríkis- stjórnin bregði við og freisti þess, að við getum haft óhindraðan fiskmarkað I Grikklandi. Sá stuðn- ingur ætti að vera sjálfsagður við útveginn, að greitt væri fyrir sölu fiskjarins, sem frekast er unt. Fiskveiðar Færeyinga við Austur- Grænland. Færeyingar hafa til þessa ein- ungis stundað fiskiveiðar við Vest- ur-Grænland með mjög góðum árangri undanfarin ár. Nú hafa Færeyingar gert ráðstöfun til þess, að gera út leiðangur til að stunda veiðar við Austur-Grænland. Er Ieiðangur þessi gerður út með samstarfi Fiskifél. Færeyinga og iögþingsins og hefir lögþingið lof- að að hlaupa undir bagga, ef tap verður á útgerðinni. Þjóðaratkv.greiðslan um bannlögin. Strandasýsla: Já 177 231 Nei Já hafa alls orðið 15784 eða 57,74%, en Nei 11624 eða 42,26%. Samkv. fréttum úr Reykjavíker talið líklegt, að frv. komi fram nú á aukaþinginu um afnám banns- ins. Er sjálfsagt að samhliða sé gerður undirbúningur til nýrrar löggjafar um takmörkun áfengis- sölu og áfengisvarnir. 143 Frá aukaþingiim, Störf þingsins synda áfram í mestu makindum, önnur en stjórn- arbröltið. Til þess er hvorki spar- aður tími né fyrirhöfn. Þessi ný þingm. frumv. hafa komið fram síðustu dagana: Um ríkisábyrgð á 60 þús. kr. láni til Austur-Húnavatnssýslu v/ rafvirkjunar Blönduóshrepps (flm. Jón Pálmason). Um að söfnunarsj. íslands sé óheimilt að taka hærri dráttarvexti en sli°/0 f- hv. mánuð (flm. Bj. Kr., I. P. og P. H.) Um ríkisábyrgð á 70 þús. kr. rekstrarláni fyrir tunnugerð Akur- eyrar (flm. Guðbr. ísberg). Um rikisábyrgð vegna bæjarútg. í Reykjavík, ef til framkv. kæmi (flm. Héðinn Valdemarsson). Um sérstakan Iögreglustjóra í Bolungavík (flm. Vilm. Jónsson). er þetta sama frv. og Jón Auð- unn flutti á síðasta Alþ. Þingsál. tiil. flytja P. Halldós- son o. fl. um að ríkisstj. sé heim- ilað að kaupa lóð og hús Templ- ara oið Vonarstr. fyrir 200 þús. kr. „Hávarður ísftrðingur* lagði af stað áleiðis til Englands i gærmorgun með 87 smál. af nýveiddum bátafiski. nKarlsefni“ fór og áleiðis til Englands I gær- morgun með 98 smál. af nýv. bátafiski. Afli hefir undanfarið verið sæmilegur hjá þeim bátum, sem hafa getað sött nógu langt. Á bæjarstj. fundi Reykjavíkur í fyrrakvöld var .sam- þykt að stofna 100 manna vara- lögreglu. 1 verzlunarskólanum eru nú 170 nernendur og 40 nem. í kvöldskólad. skólans. Auk þess stunda 25 nemendur ýmisl. tungu- málanám við skólann. Matgjaftr er ákveðið að hefja í barnaskól- unum i Reykjavík nú á næstunni.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.