Vesturland


Vesturland - 22.11.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 22.11.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 22. nóv. 1933. 37. tölublað. Fjárhagsáætlun Isafjarðar 1934. Framh. Samkv. bæjarreikn. s.l. ár varð fátækraframfærið 45 kr. á hvern bæjarbúa, sem samsvarar að fá- tækraframfærið i Reykjavik hefði orðið l*/a m"l- kr- En það hefir verið um 350 þús. kr. undanfarið. :Bru þessar staðreyndir gerðar fólki kunnar, svo það geti séð aðstæðurnar i réttu ljósi. Sumir munu lita svo á, að hin stórkostlega hækkun fátækrafram- færisins heri það með sér, að miskunsamir menn stjórni bæn- um. Væri ekkert nema gott um þetta að segja, ef að slikt kæmi jafnt og réttlátlega niður; En það er nú öðru nær. í ðllum hinum margháttaða bæjarrekstri hér er það eitt fyrir- tæki, sem hefir gefið jafnastan og mestan gróða. Það er sjúkrahús- ið. Vitanlega kemur gróði þessi af því, að daggjöld sjúlkinga eru höfð hærri en þörf er á vegna rekstur sjúkrahássins. Kemur þetta þvf ómaklegar niður, þar sem sjúklingar eiga í hlut og að rik- issjóður lagði og leggur fram iöluverðan hluta byggingarkostn- aðar sem styrk eða gjöf, sem aftur ætti að koma sjúklingum til góða með lægri dválarkostnaði. Auk þess greiðir ríkissjóður mest- an hluta af dvalarkostnaði sjúkl- inga. Verður hann þvi skattlagð- ur tvisvar fyrir framlag sitt. Það sýnist varla mikið vera hægt að tala um mannúð, þar sem sjúkrahús eru rekin sem stór- gróðastofnun. Þrátt fyrir gróða sjúkrahússins er svo sagt frá ástandi þess, að það fái eigi nauðsynleg framlög til viðhalds, starfsfólk verði oft að bfða eftir kaupi sinu og að jafn- vel útvegun nauðsynlegra lækn- ingatækja tefjist af því, að ekki séu fjárráð fyrir hendi. En. þetta stafar alt af þvi, að fjárreiðum bæjarins og sjúkra- hússins er að sögn blandað sam- an, þrátt fyrir að endurskoðendur hafa vitt það, og bærinn er í orði kveðnu látinn taka lán hjá sjúkrahúsinu. Einn líður fjárhagsáætlunarinn- ar, sem farið hefir stórum hækk- andi undanfarin ár, er kostnaður- inn við stjórn bæjarmálefnanna. Er hann nú áætlaður 25 þús. kr., auk þess sem hafnarsj. greiðir o. fl. og mun sizt af veita með sama fyrirkomulagi. — Þegar meirihl. bæjarstj. rauk til að kaupa Austurveg 1. (þar sem verzlun Dagsbrún er nú) bjuggust flestir við því, að bærinn ætlaði sjálfur að nota eitthvað af hús- næðinu og það væri ástæðan til kaupanna. Svo var þó ekki, þrátt fyrir það að sjálfkjörið húsnæði fyrir skrifstofur bæjarins sýnist vera uppi í hinu keypta húsi leigir bærinn hjá Kaupfél. ísfirðinga fyrir mikið meira verð en hann leigir út húsnæðið í Austurveg 1, sem vel má nægja fyrir skrifstofuhald hans. Vel sýnist og að þvi mætti koma fyrir, að sparað yrði manna- hald á skrifstofu bæjarins. Virðist að fækka mætti um tvo menn á skrifstofunni með því að taka upp skynsamlegri ráðbreytni um bæjar- málefnin. Sé allur kostnaður við stjórn bæjarmálefnanna talinn er hann um 40 þús. kr., þar í auð- vitað talinn kostnaður hafnarsjóðs og löggæzla og innheimta. Hljóta allir að sjá, að hverju stefnir með sliku háttalagi. Með öðrum orð- um, stjórn bæjarmálefnanna hérna kostar jafnmikið og Seyðfirðingar, sem eru tæplega 2/3 færri en við, borga alls i útsvör næsta ár. Bæjarstjórinn hérna hefir t.d. með húsaleigustyrk og ýmsri auka- getu frá bæjars]. og hafnarsióði frekl. 9 þús. kr. á ári. Mentamálakostnaður bæjarins að meðtöldu bókasafni, er alls um 80 þús. kr., samkv. áætluninni. En frá rikissjóði kemur alls upp f þann kostnað írekl. II þús. kr. og verða það því nærri 70 þus. kr. sem bærinn verður árlega að bera vegna þessara mentamála. Að svo komnu máli, meðan ekki hefir farið nánari rannsókn fram, skal ekki rætt um þennan kostnað. En vist verður þetta þungur baggi að standa undir með þverrandi gjaldþoli, eins og hér hlýtur að verða a. m. k. um stund vegna undanfarinnar óstjórnar, en árlega vaxandi kostnað á þessum lið eins og verið hefir til þessa. Á þessa áætlun um gjöld til bartia- skólans eru nú teknir tveir nyir liðir fastir, sem telja má til bóta: Matgjafir barna, sem áætl. er553 kr. og má um það segja, að smátt skamtar faðir minn smjörið. Til tannlækninga 1 þús. kr. Ætti sú nýbreytni löngu að vera upptekin. Framh. Ríkisstjórnin. Flokkarnir hafa birt yfirlýsingar sinar um afstððu til rikisstjórnar- innar og vænt.l. stjórnarmyndunar í gær og i dag. Er yfirlýsing Sjálf- stæðisflokksins lang greinilegust. Helzt er búist við þvi, að núv. stjórn sitji áfram sem óparlament- arisk stjórn, en samkvæmt ástæð- um þeim sem fyrir liggja og því sem á undan er gengið virðist það eðlilegast, að Sjálfstæðismenn mynduðu stjórn, sem stærsti og sterkasti flokkur þingsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.