Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.11.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 22.11.1933, Blaðsíða 2
146 VESTURLAND Vegamál bæjarins. Þrátt fyrir það þó venju fremur hafi verið unnið að lögun gatna hér í bænum eru vegamál bæjar- ins í mesta ólestri. Er það að verða augljósara með hverju ári, að ekkert dugar tíl langframa, þar sem bilaumferð er stöðug, nema malbikaðar götur. Ætti því strax að hætta við aðra götugerð en þá, sem verða mætti til frambúðar. Auk þess er það ólag á gatna- gerð hér, að víða hafa götúrnar verið grafnar upp síðustu árin, til þess að leggja skolpræsi, vatnsveitu eða annað slíkt. Hefir þá hryggur verið skilinn eftir í miðjum götunum og þær mátt heita illfærar til umferðar lengi á eftir. Verst er þó meðferðin á þjóð- veginum, sem liggur gegnum bæ- inn. Hefir nú nýlega verið bygt hús út í veginn, svo hann er ófær til umferðar vögnum og bílum á parti og lítt fær gangandi mönn- um. Er þetta því bagalegra fyrir alla slika umferð, þar sem Tún- gatan er enn ófullgerð og verður því stundum að taka Iangan krók, til þess að geta komist leiðar sinnar. Mun slik ráðstöfun meiri- hluta bæjarstjórnar vera ólögleg, því ekki er hægt að loka götu eða vegi til langframa fyr en annar er opnaður í hans stað. Þarna er og um þjóðveg að ræða, sem tept er umferð um. Alt ástand þjóðvegarins frá Miðhíið að Seljalandsós er svo ömurlegt, að tæpast er trúandi öðrum en þeim sem séð hafa, enda er langt síðan að rækileg aðgerð hefir farið fram á þessum hluta vegarins, heldur kákaðgerðir líkt og hér á götunum, þrátt fyrir það, að undanfarin ár hefir verið áætlað sæmilegum upphæðum til endurbóta á veginum, sem sizt var vanþörf. Hefir aðeins lítill hluti áætlunarupphæðar verið not- aður til þess að bæta úr því versta og svo strax sótt í sama horfið. Er vegkanturinn víða orðinn sprunginn og lautir í veginn orðn- ar svo margar og djúpar, að hann má heita illfær, nema þegar gott er yfirferðar. Spil og Spilapeningar fást hjá Helga Guðbjartssyni. Jbixö fyrir litla fjöl- skyldu, er til leigu frá næstu áramótum hjá Þópdi úrsmið. Hefir rækilegri aðgerð á þess- um vegarhluta þegar verið frestað of lengi. Verður strax í vor að sjá um, að vegkafli þessi fái rækilega aðgerð og endurbót. Bæjarstjórn verður og að sjá um nýjan veg, í stað þess, sem hún hefir látið loka, eða kippa þeim þrándi úr götu sem hún hefir sett þar. Það ástand með veg þennan, sem nú er, er óþolandi. Bæjarbúi. Finni bumbult. Samkv. simfrétt úr Reykjavík hefir Finni Jónssyni forstjóra orð- ið svo bumbult er Vesturl., sem skýrði frá fjárhagsáætl. ísafjarðar og ástandinu hér kom til Reykja- víkur, að hann hefir ælt upp óhróðursgrein um ritstj. Vesturl. I Alþýðublaðinu. Er hún sett fram sem leiðrétting á ummælum Nýja dagbl., en kunnugir halda að báð- ar klausurnar séu eftir Finn. Öngultaumaverksmiðju hafa þeir bræðurnir Guðmundur Sveinsson skipstjóri og Magnús Sveinsson (frá Hvylft I Öhundar- firði) nýlega stofnað í Reykjavík. Framleiðir verksm. allskonar öng- ultauma af beztu gerðum og bú- ast eigendurnir við því, að geta fullnægt allri eftirspurn eftir þess- ari vöru hér innan lands. Það er gleðiefni í hvert sinn og nýr þarfaiðnaður fær hér fasta bólfestu og ekki er það síður ánægjulegt okkur Vestfirðingum, að vestfirzkir menn gerast braut- ryðjendur um nýjar framkvæmdir á sviði sjávarútvegsins. Umboðsm. verksmiðjunnar hér er Matthías Sveinsson kaupm. Ný virkjun við Elliðaárnar. Reykjavík er nú að láta fram- kvæma viðbót við rafmangstöð- Ljósmyndastofa mín er flutt í Pólgötu 4. M. Simson. Herbergi til leigu fyrir einhleypan. R. v. á. f Tómas Tómasson, yfirslátrari við Sláturfélag Suður- lands, andaðist að heimih sinu Bergþórugötu 4. I Reykjavík þann 21. þ. m. Tómas var góður og gegn ís- firðingur og mörgum eldri Djúp- mönnum og ísfirðingum að góðu kunnur. Tómas var kvæntur Rann- veigu Jónasdóttur (frá Svansvik) er lifir hann ásamt 2 uppkomnum börnum. Tómas sál. var hátt á sextugsaldri. ina við Elliðaárnar. Hefir hin nýja túrbina 2 þús. hestöfl og getur stöðin alls framleitt 2400 kílóv. er hinar nýju vélar taka til starfa, sem gert er ráð fyrir að verði í byrjun næsta mánaðar. Aukning þessi og ýmsar breyt- ingar sem gerðar hafa verið á rafstöðinni er áætlað að kostf- 250 þús. kr. Gert er ráð fyrir lægri> raforku- gjöldum, um næstu áramót. Áætl- að er að raforkuþörf Reykjavíkur aukist um 100—150 kw. árlega og líði þvi ekki nema 3—4 ár, þangað til virkjun Sogsins verði aðkallandi fyrir Reykjavík. Gísli Ólafsson (frá Eiríksstöðum). hinn vinsæli skemtiþulur, dvelur nú héi í bæn- um og ætlar að skemta bæjarbú- um á föstudagskvöldið. Meðal annars verður þar til skemtunar nýjar gamanvisur um ísfirðinga og Isfirzka atburði eftir Gísla sjálfan. Botn. „Kópur“ kom hingað á mánudaginn frá Englandi tii framhaldandi fisk- kaupa. Seldi hann fisk þann, er hann flutti héðan, fyrir 950 sterl.p. Stöðugar sjógæftir hafa verið síðan á sunnudag.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.