Vesturland

Volume

Vesturland - 25.11.1933, Page 1

Vesturland - 25.11.1933, Page 1
VESTURUND (Niðurl.) Ekki er hægt að skiljast svo við^ umræður um fjárhagsáætlun- ina, að ekki sé nefnd meðferð meirihl. bæjarstjórnar á hafnar- sjóði. Hafnarsjóður er hin sístreym- andi auðnulind ísafjarðar, meðan verzlun og viðskifti eru ekki lögð 1 kaldakol hér vegna kúgunar og óstjórnar. En þessi auðnulind er fólgin i freklegri aukaskattlagningu á alla verzlun og viðskifti hér, sem al- menningur verður að borga og kemur það skýrt fram í þessari áætlun, sem er að mestu sam- hljóða áætlunum undanfarinna ára. Alls eru tekjur hafnarinnar áætl- aðar næsta ár 78 þús. og 800 kr. og eru aðalliðir teknanna: Lesta- gjald 19 þús. kr.; bryggjugjöld 9 þús. kr.; vörugjöld 17 þús. kr.; af vörngeymsluhúsum og uppfyll- ingu í Hæztakaupstað 6 þús. og 500 kr. og tekjur af Neðsta sam- tals 24 þús. kr.; ýmsar tekjur 3 þús. og 300 kr. Gjöldin eru ails áætluð 42 þús. og 800 kr. og sund- urliðast þau þannig: stjórn hafn- arinnar 10 þús. og 600 kr.; kostn. og viðhald bæjarbryggju 2500 kr.; vitarnir á Kirkjubólshlíð 3500 kr.; viðhald húsa (annara en Neðsta) 2 þús. kr.; vátr., skattar, vextir o. fl. vegna Neðsta 20 þús. og 800 kr. Tekjuafgangur 36 þús. kr. (þar í meðt. áætl. 10 þús. kr. afb. af Neðsta). Með þeim siglingum og gjöldum sem höfnin hefir nú, á því hafnarsjóður að græða um 40 þús. kr. á ári, og samkvæmt hafnarlögum ísafj. er hann mynd- aður til þess, að geta á hverjum tima sem er annast nauðsynlegar umbætur á höfninni og hafnar- mannvirkjunum. Með þessa nauð- syn eina fyrir augum er höfninni leyft að taka þessi miklu gjöld; þar sem hreinn gróði hennar er frek 90% móts við þau miklu og manni liggur við að segja ófor- svaranlegu háu gjöld, sem höfnin er látin bera af óskyldum venjul. verkefnum hafnarsjóða. Með þessum miklu tekjum hafn- arsjóðs mætti gera ráð fyrir því, að hér væri stór og öflugur hafn- arsjóður, sem gripa mætti til, til hafnarframkvæmda þegar atvinnu- Utið væri eða þröngt I búi. Hagar hér óvenju vel til um slikar fram- kvæmdir, þar sem auðvelt er með uppfyllingar umhverfis meginhluta Pollsins og þær uppfyllingar sem þegar hafa verið gerðar næst bæj- arbryggjunni eru hafnarsj. gróða- fyrirtæki. Hvað hefði ekki nú í atvinnuleysinu hér mátt vinna að slíkum uppfyllingum, ef hafnar- sjóður hefði verið handtækur, en i stað þess verður þvi fé af þessa árs tekjurn, sem laust er, varið til viðhalds og endurbóta i Neðsta. Áður hefir verið hér í blaðinu minst á nauðsyn bátahafnar og eru vist flestir sammála umfram- kvæmd hennar. En ekki verður séð, að getu hafnarsjóðs verði svo farið næstu árin, að hún geti orðið framkvæmd, nema þá með tómu lánsfé. Eitt af allra verstu óhappaspor- unum, sem meirihl. bæjarstjórnar hefir stigið, er áreiöanlega það, að festa þennan lifgjafa ísafjarðar, sem vel mætti nefna hafnarsjóð. Það væri alt annað ástandið en nú er, ef þar væru fyrirl. nokkur hundruð þús. kr., sem grípa mætti til, til nýrra framkvæmda, þegar annað brigðist. En það er svo sem ekki hafnar- sjóður einn, sem hefir farið þessa leiðina hjá meirihl. bæjarstjórnar. Allir sjóðir, sem bæjarstjórn 38. tölublað. hefir umráð yfir, svo sem jarða- kaupasjóður, lóðasjóður o. fl. eru að sögn gersamlega eyddir. Þaö hefir ekkert staðist ffyrir þessum eyðslubelgjum. Þar sem þeir hafa komið að kj.... eða klóm fer alt í sömu hítina. Enda þótt játað sé, að bærinn hafi þurft að hlaupa undir bagga, þegar mesta hrunið varð á út- gerðinni hér og Samvinnufélagið myndaðist, getur það ekki afsakað ráðstöfun meirihl. á hafnarsjóði. Hefði ábyrgð sú er bæjarfél. veitti og stendur enn i átt að yera nægileg stoð. Er það mjög ófbr- sjálegt, að festa aðalsjóð sinn um ófyrirsjáanlegan tima og jafnframt taka á sig stórfelda ábyrgð, sem bærinn naumast ris undir, ef illa færi, gagnvart einu fyrirtæki. Það er og því miður ekki sjá- anlegt nú, að kaup þessi verði hafnarsjóði að happi, þegar ails er gætt, þó kaupverðið væri lágt í fyrstu. Sem dæmi má og neína, að bæði á Akureyri og Siglufirði voru stofnuð samvinnufélög til útgerðar með líku sniði og hér,. þó datt engum þar sú fásinna i hug, að festa hafnarsjóð þessara staða f fyrirtækjum vegna þessara félaga, sem bæði hafa nú hætt störfum með tapi fyrir hlutaðeig. bæjar- félög vegna bakábyrgðar þeirra. Þá er rétt að vikja nokkrum orðum að bíórekstri bæjarsjóðs. Þar stóð nú ekki litið til er þessi rekstur var einokaður fyrir bæinn. Átti það að verða stórgróði og stofnaður sérstakur sjóður, Menn- ingarsjóður, er gróðann átti að hirða. Var honum m. a. ætlað að létta á skólakostnaði bæjarins. Er nú kominn nokkur reynd á þenn- an rekstur, en gróðann hefir eng- inn séð. Samkv. áætlun næsta árs um tekjur og gjöld bíósins er bæjarbúum ætlað að kaupa þar aðgöngumiða fyrir 25 þús. kr.; X. árgangur. fsafjörður, 25. nóv. 1933. * Fjárhagsáætlun Isafjarðar 1934.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.