Vesturland

Volume

Vesturland - 08.12.1933, Page 1

Vesturland - 08.12.1933, Page 1
VESTURLAND X. árgangur. fsafjörður, 8. des. 1933. 41—42. tölublað. Þingið og stjórnin, Alment er talið, að aukaþing- inu verði slitið á morgun, þótt mörgum störfum þess sé enn ólokið. Af málum þeim sem er óráðið til lykta, má nefna varalögregl- una og afnám bannsins, sem bæði eru hitamál i þinginu. Er jafnvel búist við því, að frá þeim verði ekki gengið til fulls. Er gert ráð fyrir, að meirihluti al- þingismanna séndi rikisstjórninni áskorun um bráðabirgðalög um afnám bannsins. En varalögregl- an sitji við sama og núvérandi lög ákveða. Kosningalögin eru enn óaf- greidd og verða að koma í sam- einað þing. Er búist við að þau verði tekin fyrir þar í fyrramálið. Ný mál hafa verið að koma fram alt til þessa. Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra hefir tilkynt konungsritara, að hann afsali sér umboði til nýrrar stjórnarmyndunar, þar sem hann geti ekki myndað þingræð- isstjórn. Hefir konungsritari því beðið forseta sameinaðs þings að benda á annan mann, sem lik- legur væri til þess að geta myndað þingræðisstjórn. Hefirfor- seti svarað aftur, að hann telji fullreynt um, að ekki verði hægt að mynda þingræðisstjórn. Forsætisráðherra hefir látið uppi i viðtali við Alþ.bl. og Nýja dag- blaðið, að hugsanlegt sé, að -einhver breyting verði á stjórn- inni. Verði svo, mun Þorst. Briem ganga úr ráðuneytinu. En alment er búist við þvf, að engin breyt- ing verði á stjórninni. fíávarður ísfirðingur fór áleiðis til Englands f nótt með 90 smál. af bátafiski. Frá aukaþinginu. Frv. um hækkun rlkisábyrgðar á rekstrarláni Útvegsb. íslands h/f upp f 150 þús. sterl.pd., áður 100 þús. st.pd. (flm. fjárh.n. n. d.) Frumv. um innflutningsbann á nokkrum vörutegundum (flm. P, Ottesen, Jón á Reynistað og Jón Ólafsson). f 1. gr. segir svo: Bann- að er að flytja til landsins kjöt og kjötmeti, I hverri mynd sem er; fisk og fiskmeti í hverri mynd sem er; osta, egg, eggjaduft, smjör og kartöflur. Bann við innflutn- ingi á kartöflum giidir þó aðeins frá 1. sept. til 31. des. ár hvert. — Frv. þetta er flutt til verndar landbúnaðinum. Frv. um strandferðir (flm. Ey- steinn og Bergur). í 1. gr. frv. er mælt svo fyrir, að „rikisstjórnin skuli frá 1. júní 1934 hafa einka- rétt til þess að flytja farþega milli hafna á íslandi". Frv. þetta var felt frá 2. umr. í n. d. með 13:10 atkv. Þ.ál. till. um að veðurath. fari fram á útnesjum og öðrum stöð- um sem bezt liggja við, með til- liti til veðurspár. Þ.ál. till. um skipun milliþinga- nefndar tii athugunar á launa- greiðslum og starfsmannahaldi rlkisins (flm. Þorst. Þorst., J. Síg., Jóh. Jós., J. Ól., J. Pálmason og P. Ottesen). Tillagan er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að kjósa nefnd skipaða 5 mönnum, er rann- saki, eftir því sem við verður komið og geri tillögur um: 1. Hvernig draga megi úr útgjöld- um til embættis- og starfsmanna ríkis og rikisstofnana, með hlið- sjón af fjárhagsgetu almenn- ings í landinu. Sérstaklega skal nefndin taka til athugunar fækk- un starfsmanna ríkis og ríkis- stofnana, samræming á launum þeirra og að sú venja sé af- numin, að embættis- og starfs- menn þessir fái aukaborgun umfram föst laun fyrir vinnu, sem ætti að vera þáttur I em- bættis- eða sýslunarstarfi þeirra. 2. Hvernig draga megi úr kostn- aði við skipaútgerð rikisins án þess þó að samgöngur verði lakari. Skal nefndin hafa lokið störfum slnum svo snemma, að rlkisstjórn- inni vinnist timi til að leggja mál- ið fyrir næsta reglulegt þing“. Þ.ál. «11. um sölu mjólkur og rjóma (flm. Bjarni Snæbjörnss.) Ál. uni að fresta framkvæmd laga nr. 57 frá 19. júní 1933 um heil- brigðisráðstafanir um sölu mjólk- ur og rjóma, þar til þeir kaup- staðir, sem heyra undir þessi lög, hafa skipulagt mjólkursölu hjá sér og grundvallað þær heilbrigðis- ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru, á sem hagkvæmastan hátt fyrir neytendur og framleiðendur, enda hafi þeir reglugerð þar að Iútandi tilbúna fyrir næsta reglulegt Al- þingi. Þariir menn, Otto Mönsted, smjörlíkiskóng- urinn danski, sem margir hér á landi munu kannast við, því smjörliki hans var og mikið keypt hér á landi áður en smjörlikis- gerðin varð innlend, er nýlátinn. Ákveðið er, að af eigum hans, sem taldar eru nema 25—30 milj. kr., verði myndaður sjóður til styrktar dönskum iðjurekstri og vfsindalegum rannsóknum hon- um til hagsbóta. Það heyrist oft i ræðum hinna róttæku manna, að allir auðmenn séu til bölvunar. En hvort er far- sælla að Hfa með þá hugsun, að eignast aldrei neitt og verða svo handbendi annara, ef eitthvað ber út af. Bða dæmi þessa manns, sem lætur komandi kynslóðir njóta ávaxtanna af auðsöfnun sinni.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.