Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.12.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 08.12.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 163 arbryggjunnar, sem nemur 40 —50 kr. fyrir hvern Fossanna. 3. Ljósgjald, samkv. kostnaði. Fossarnir borga þvi um 250 kr. í hverri beinni ferð hingað, en oft 450 kr. þegar tvöföld við- koma er hér, eins og áður er sagt. Er þetta ekki lítill skattur, þegar um smáan flutning er að ræða. Er nokkur vitglóra í því, að skattleggja þannig almenning í þágu einstaks fyrirtækis, sem þjá- ist hvort sem er af ólæknandi uppdráttarsýki, að því er virðist, eða einstaks flokks? Ábyrgðinni á þessu ástandi verður að beina til stjórnarráðs- ins, sem hér getur tekið í taum- ana og á að gera það, og þeirra borgara sem skrifað hafa á valdavixil þeirra manna, sem valda þessu ástandi. Til hins ætlast enginn, að Skutulsskriffinnur sé þar tekinn til greina, fremur en annarstaðar. Fágætur maður látinn. 3. þ. m. andaðist í sjúkrahús- inu á Þingeyri Sigurður Halldórssoxi á Mýrum i Dýrafirði. Banamein Sigurðar var heilablóðfall. Hann varfseddurað Klukkulandi í Mýrarhreppi 1863. Var faðir hans albróðir Steindórs Egilssonar skipstjóra á Brekku í Dýrafirði og þeirra mörgu systkina. Ólst Sigurður upp hjá föður sín- um til 12 ára aldurs, en var á Mýrum mestan hluta æfi sinnar eða alls 44 ár og allan þennan langa tima sem sérstakt dygðahjú, sem með árvekni og húsbónda- hollustu hefir skilað svo löngu og þýðingarmiklu dagsverki. Sigurður sál. var eitt hinna á- gætu hjúa úr hinutn gamla góða skóla, sem nú eru orðin svo fá- gæt og ofsjaldan er minst, sökum þess að þau vinna verk sín i kyrþey án skarkala þess, sem heimurinn tekur oft mest eftir. Hann var vinsæll og velvirtur af öllum þeim, sem kunnu að meta verk hans og sárt saknað af hús- bændum hans og öðrum kunn- ingjum. ^ m m n r^ I I I Ljí s IQI I r^ I r ^ WA t | I k J Jólaútsalan í verzl. DAGSBRUN héfst í gær og heldur áfram til jóla. Útsalan býður almenningi sérstök kjarakaup á okkar fjölbreyttu vefnaðarvörum. T.d. seljum við : Partí af m a t r o sa- fötum, drengjasportlötum og' d ö m u k j ó 1 u m íyrir hálfvirði. Silkikjólar, dömunáttföt, barnanátt- föt (úr floneli) og barnasilkikjólar seljast með 30°|o aíslætti. mmm Aí öllum öðrum vörum gefum við minst Reynsla undanfarinna ára heíir sannað og sannar enn, að langhag- kvæmustu jólakaupin eru í verzl. DAGSBRðN Hessian, Bindigarn og Saumgarn ávalt fyrirliggjandi. — Hringið í sima 26. Tryggvi Jóakimsson. r^ rS

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.