Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.12.1933, Blaðsíða 8

Vesturland - 08.12.1933, Blaðsíða 8
168 VESTURLAND Rammalistap nýkomnir. Arni B, Ólafsson, Túlipanar, frá Reykjanesi, til sölu á vinnustofu G. Weimen. Gott íbúðarhús með stórri umgirtri lóð til sölu. Ritstjóri vísar á. Dúnn til sölu. Ritstjóri vísar á. Árgæzkan á íslandi. Siðastl. vor og sumar var svo tolitt og milt veðurfar viðasthvar hér á landi, að vart mun siíks dæmi i sögu landsins. Þó hefir haustið og það sem af er vetrin- um kórónað hið góða veðurfar sem á undan er gengið. Hafa fregnir borist um, að sóleyjar hafi blómgast i túnum, þar sem sólar nýtur, siðustu dagana, og munu slíks engin dæmi finnast I annálum að túnblóm hafi sprung- ið út á jólaföstu. Siðustu dagana hefir veðurbliðan og hitinn verið enn jafnari en áður. En á sama tíma eru óvenju hörkur og tölu- verð snjókoma um mikinn hluta Evrópu. Þessa dagana, sem jafn- vei varla sést snjór í hinum háu Vestfjarðafjölium, eru Parísarbúar að skemta sér á skautum. f Mið- Evrópu hafa verið miklar frost- hörkur, t. d. i Póllandi yfir 30 stig á Celsius siðustu dagana og Svartahaf er að leggjast isi, svo hætta er talin, að það verði ekki skipgengt. í nágrannalöndum okkar eru og miklar hörkur og margir firðir í Norður-Noregi orðnir lagðir isi. f norðanverðri Ameríku eru og frost mikil, og nýiega frusu 10 skip inni skamt frá Montreal í Kanada, sem ekki or búist við að losni úr ísnum fyr en á næsta vori. Eina landið þar sem líkt veður- far er og hér er Suður-Grænland. Allir Vestfirdingar vita, að smjörlíkisgerðin á ísaflrði fylgist alt af vel með ( öllum nýjungum, þótt hún auglýsi ekki í útvarpinu. Þann kostnað leggur hún í að gera smjörlíkið sem bezt, og þá er það sjálft bezta aug- lýsingin. — Smjörlíkisgerðin notar engin gagnlaus undraefni, en rjómabússmjör og rjóma. Þess vegna má lika treysta því, að Sólar- og Stjörnusmjörlikið er og verður víta- minrilcasta og bezta smjörlikið sem fæst. Þess vegna nota líka vandlátustu húsmæður alt af Sólar- og Stjörnu- smjörlíki á borðið og til bökunar. H.f. Smjðrlíkisgerðin á Isafirði. Nýkomið úrval af göngustöfum í verzl. Björns Guðmundssonar. Utsala á Brammófónum og plötnm, afarmikill afsláttnr. Leó Eyj ólfsson. --------------------------------—j. K JÖRSKRÁ gildandi við bæjarsfcjórnarkosningar á ísafirði, Bem frain eiga að fara 1 janiiarmánuði n. k., liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu minni frá kl. 1 síðdegis 9. þ. m. til 23. þ. m. Kærum iifc af skránni sé skilað á skrifstofu mína eigi síðar en 30. þ. m. kl. 6 siðdegis og ber að stíla þær til bæjarsfcjórnar. Bent skal á, að samkv. nýrri breytingu á koeningalögunum, hafa allir, sem eru 21 árs eða eldri, kosningarótt, séu þeir íslenzkir rikí isborgarar eða hafa rétfc til jafns við þá, eru fjárráða, hafa óflekkað mannorð og hafa átt lögheimili hór i eitt ár á kjördegi. Bæjarstjórinn á ísafirði, 6. des. 1933. IngóKfir Jónsson. PrcntamltSja NjarBar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.