Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.12.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 15.12.1933, Blaðsíða 2
170 vestu;rland Stöðuga stórgróðafyrirtækið. Samkv. efnahagsreikningi Sjúkrahúss ísafjarðar s.l. ár, sömdum af bolsunum sjálfum, á sjúkrahúsið skuldlaust 254 þús. 677 kr. 92 au. — Bærinn hefir tekið sívaxandi lán hjá sjúkrahúsinu, samtals 46 þús. 610 kr. 99 au., þar af síðastl. ár 9 þús. 956 kr. 66 au. Þrátt fyrir allan ágóða, sem tekinn er mestpart af eignalausum sjúklingum, fær starfsfólk ekki laun sín greidd nema á hriflingabjörgum og húsið fær eigi nægilegt viðhald. — Hvar er þessi marglofaða mannást bolsanna og umhyggjan fyrir þeim um- komulitlu og varnarlausu? Eins og skýrt var frá í 37. tbl. „Vesturl.“ þ. á. hafa bolsarnir hérna rekið sjúkrahúsið sem stöð- ugt stórgróðafyrirtæki. Sé farið f gegn um bæjarreksturinn er sjúkra- húsið eina gróðafyrirtækið, sem bærinn hefir rekið. Til varnar blekkingum Skytlinga, sem sjálfsagt ekki láta á sér standa, að vanda, skal hér birtur efna- hagsreikningur sjúkrahússins s. 1. ár, samin af bolsaráðinu sjálfu: Eignir: Hús kr. 190.000.00 Áhöld „• 45.000.00 Útist. skuldir (-f-10%)» 55.350.41 Skuld bæjarsjóðs „ 46.610.99 Sjóður ______________„ 2.172.33 Samtals Kr.: 339.133.73 Skuldir: Fasteignaveðlán kr. 57.500.00 Reikningslán „ 26.018.17 Ýmsir skuldunautar „ 937.64 Skuldlaus eign_______„ 254.677.92 Samtals Kr.: 334.133.73 Eins og áður er frá skýrt lagði ríkissjóður fram mikið af bygg- ingarkostnaðinum. Rfkissjóður eða fátæk sveitafélög greiða og mest- an hluta af daggjöldum sjúklinga, en þau námu s. 1. ár 125 þús. 308 kr. 35. au., en eru áætluð næsta ár 130 þús. kr. Þeim virðist ekki verða mjög óglatt af þvi bolsunum hérna, að útsjúga fé vegna þeirra ólánssömu ■einstaklinga,sem verða fyrir heilsu- tjóni. Sú framkoma talar svo skýrlega um eðli þeirra og tilgang, að öll- um er vorkun að hrækja á þessa spottara, þegar þeir eru að tala um mannást, umhyggju fyrir al- þýðu eða annan slíkan fagurgala, sem þeir bera sffelt á vörunum. Og þrátt fyrir allan gróðann er alt í botn etið af ráðamönnum bæjarins, svo starfsfólk sjúkra- hússins fær ekki kaup sitt skilvís- lega greitt. Er til aumari frammistaða. Bera ekki flokksmenn bolsanna, aðrir en jötugæðingarnir og leigupen- ingurinn, kinnroða fyrir slikt fram- ferði. Éða máske álfta þeir, að þessir varnarminstu þegnar þjóðfélags- ins eigi sér engan rétt og séu bezt hæfir til þess að giæða á þeim eins og hægt er og m. a. að fylla hinn sífelt galtóma bæjar- kassa hjá bolsunum? En það mega þeir vera vissir um, að þetta framferði vekur and- stygð allra rétthugsandi manna. Eflaust reyna bolsarnir að fóðra þetta framferði með þvf, að þetta sé svona einhverstsaðar annars- staðar. En þótt svo kynni að vera er ranglætið ekki minna fyrir þvf. Er málið þá orðið almennara. Og þörfin því brýnni, að lagfæring fáist á kostnaði sjúklinga. Það er svo ómannúðlegt, að engri átt nær, að sjúkrahús séu rekin sem stór- gróðafyrirtæki. Hitt mun, sem betur fer, algert einsdæmi, að bæjar- eða sveita- sjóðirsópi svo fastlega til sfn gróða slíkra stofnana. að ekki sé hægt að gjalda starfsfólki laun á ákveðn- um tfma, eða búa svo að stofn- uninni sjálfri, sem nauðsyn krefur. Jóna Guðmundsdóttir yfirhjúkrunarkona og Elísabet Hallsdóttir hjúkrunarkona hafa sagt Iausum störfum sfnum við sfúkrahúsið hér. 12 þús. kr. víxill. Fyrir bæjarsrj.tundi í kvöld ligg- ur tillaga nm að geffnn sé úr 12 þús. kr. víxill vegna Iáns bæjarins hjá Sjúkrahúsinu. Það er þá líkl. upphæðin sem bærinn sópar til sfn f ár, sem hreinum gróða af sjúklingum. Veslingurinn á iensi. Skriffinnur Skytlinga er nú sjá- anlega farinn að lensa f bæjar- málunum. í srað þess að taka upp einhverja vörn fyrir flokksbræður sfna, bolsana, lensar hann f ákafa og er ofboðið með það, að kom- ast sem lengst undan, svo mikið, að hann hefir mist á sér aila stjórn. Er þar ekkert að finna nema vand- ræðafálm og blekkingar. Ýmis- konar þvættingur og nart f ritstj. „Vesturl.“, sem ekkert kemur við málefnum þeim, sem um er rætt, fyllir dálka blaðsins viku eftir viku. Ætti skritfinnurinn þó að hafa fengið þann Iærdóm, að vita, að slfk bardagaaðferð er talin ósæm- andi siðuðum mönnum. Ekki bæt- ir það úr fyrir aumingjanum, að hann hvað eftir annað telur það ósatt, sem er skjallega sannað. Kveður og svo ramt að, að jafn- vel flokksbræður „vesalingsins" aumka bardagaaðferðina og sverja fyrir frændsemina. 1 Hafnarfirði er útsvarsupphæð næsta ár á- kveðin 115.200 kr. eða um 80 þús. kr. minna en hér varð eftir að lækkunin fékst. Bæjarbúar Hafnar- fjarðar munu vera um 1 þús. fleiri en hér og atvinnulíf ólíkt meira. Næsta blað Vesturlands kemur út á þriðjudag. Auglýs- éndur eru beðnir að skila aug- íýsingum tfmanlega. Fer nú að verða hver sfðastur að auglýsa jólavarninginn. Leiðrétting. Guðrún Guðmundsdóttir, erfrá var sagt I sfðasta bl., andaðist að Hallsstöðum, en ekki hér i sjúkra- húsinu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.