Vesturland


Vesturland - 19.12.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 19.12.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 19. des. 1933. 45—46. tölublað. Kaupðeila á Þingeyri, Hannibal Valdemarsson fór hér um Vestfirðina i haust, sem sendi- boði Verklýðssambands Vestfirð- ingafjórðungs. Hvarvetna sem hann fór sáði hann sæði ófriðar og sundurlyndis og má glögglega rekja þau spor hans. Á Þingeyri i Dýrafirði hefir verið síðustu ár- in stórum biómlegra atvinnulifen áður var. Er svo að sjá sem sú velsœld hafi stígið H. V. til höf- uðs, þvi aðalstarf hans þar var að vinna að þvi, að gera þær kröfur sem flæma munu útgerð- ina frá þessum stað, ef i fram- kvæmd komast. Væri það illa farið vegna verka- lýðsins, sem H. V. þykist þó bera umhyggju fyrir. Eins og tilha.^ar með sjósókn frá Þingeyri er þess varla að~ vænta, að stærri utgerð haldist þar við eftir að alt er orðið henni jafn dýrt þar og dýrast er annar- staðar. Munu því ósanngjarnar kröfur olla því, að útgerð leiti þaðan til staða, sem að mörgu leyti eru betur settar til sjósóknar. Enginn sanngjarn maðuramast Yiö því, að hlutur verkafólks á sjó og landi geti orðið sem bezt- ur. En það er sannleikur, sem sumum gengur erfitt að sjá, að hann verður mestur og tryggast- ur með því að atvinnutækin geti verið sem lengst af árinu „ífullri drift". Verði t. d. komið á föstukaupi skipverja á Hnuveiðurum og öðr- um fiskiskipum leiðir það af sjálfu sér, að skipunum verður að eins haldið úti þann tíma, sem þau svara arði og við það minkar raunverulega atvinnan bæði á sjó og landi. Vinna þvi þeir menn, sem standa að ósanngjörnum kröfum, gegn hagsmunum alls verkalýðs, þótt þeir þykist vinna með honum. Afgreiðsla bannmálsins. Þingslitadaginn var loks tekin til umræðu þingsál.till. um bráóa- birgðalög um afnám bannsins. Stóðu umræður um tiliöguna langt fram á nótt (til kl. um 4), og lá þá fyrir rökstudd dagskrá i tiiefni af tillögunni frá Vilmundi Jóns- syni, svohlj.: „Sameinað Alþingi telur, að þvf aðeins eigi stiórnin að gefa út bráðabyrgðalög, að mjög brýn nauðsyn kalli að og ekki náist til hins venjulega löggjafa, sjálfs Alþingis, en að þvi sé ekki til að dreifa, þar sem Al- þingi hefir átt þess nægan kost, að afgreiða þetta mál á venju- Iegan hátt með Iagasetningu,enda um fordæmi að ræða, sem er hættulegt þingræðinu, að Alþingi afsali sér þannig löggjafarvaldinu í hendur stjórnarinnar, — og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá." Við þessa rökstuddu dagskrá bar Jakob Möller fram breyt- ingatillögu, er samþykkt var með 26 atkv. gegn 16. Greiddu þeirri tillögu menn ú'r öllum flokkum þingsins. Breytingartillagan var þannig: „Dagskrártillagan orðist svo: Sameinað Alþingi ályktar að lýsa yfir þvi, að það lítur svo á, að þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fór fram fyrsta vetrardag síðast- liðinn, skeri úr um það, að á- fengislöggjöf landsins beri að breyta samkvæmt þeim þjóðar- vilja, sem þá kom fram, en hins- vegar telur þingið ekki fært að breyta gildandi löggjöf með bráða- birgðalögum, og f trausti þess, að rlkisstjórnin undirbúi slika lagasetningu fyrir næsta reglulegt þing, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá". Hér með tilkynnist vin- um og vandamönnum, að móðir min Elin Arnórsdóttir andaðist á sjúkrahúsinu hér 18. þ. m. , Jarðarförin ákveðin laug- ardaginn 23. þ.m. kl. 1 e.h. Guðflnnur Sigmundsson. „Oft má af litlu marka"... Til marks um hve áreiðanlegur „Skutull" er i umsögnum slnum um menn og málefni má nefna þessar fréttir úr Skutli 15. þ. m., 60. tölublaði. Þar etendur svo. „Kseliskipið Stauning er ný- farið til Englands með bátafisk. Belgiskur togari liggur hér og er að taka fisk af bátum Sam- vinnufélagsinsu. Hvorttveggja eru algerð ósann- indi. Og óskiljanlegt annað en þau eéu sögð af i'östum ávana um að ljuga heldur en að segja satt. Stauning Hggur hér enn ut á firðinum og blasir við þegar komið er út á götuna frá bustað H. V. og prentsmiðjudyrunum. £nginn beigiskur togari var heldur að taka fisk af bátum Samvinnufólagsins er Skutull kom ut. Og enginn belgiskur togari hefir enn keypt fisk af bátum Samvinnufélagsins nú í haust eða vetur. Sjalfsagt bregst H. V. reiður við þessari Mendurprentun Arngr." á Skutulsfréttum, án hans háa leyfis, þar sem hann er nu orð- inn ritstjóri, með sérstökum á- byrgðarmanni eða „leppi", eftir þvi sem síðasti Skutull upplýsir." Hefir Vesturland fritt, að alt hlaupi i taugarnar á H. V. sem í þvi etendur. En við þvi er ekki hægt að gera. Og vonandi jafnar hanu sig, auminginn, íyrir jóliu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.