Vesturland


Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 30. desember 47.-48. tölublað. Gleðilegt ár! Þökk fyrir liðna árið! 119 3 3 1 Árið, sem er að kveðja, taefir verið að mörgu einstakt ár fyrir íslenzku þjóÖinai Veðráttufar, sem afkoma okkar aðalatvinnuvega er svo mjög byggð á, hefir verið mun hagstæðara en í meðalárum, og hvað allan jarðargróður snertir einstakt í sinni röð um mestan hluta landsins. Hér verða rifjaðir upp helztu at- burðir ársins, bæði almennir og sem sérstaklega eru bundnir við Testfirði. Stjórnmálin. 1 stjórnmálunum má óefað telja merkaata atburðinn hina nýju stjórn- arskra og kosningalög þau, er henni fylgja. Festir hin nýja stjórn- arskrá lýðræðið í landinu og eykur það með kosningarrétti allra þegna 21 árs og eldri. Ber að fagna þvi, að sú réttarbót hefir loks unnist. Af öðrum lögum má telja lögin um Kreppulánasjóð. Eru þau gerð til bjargar því bágborna ástandi, sem landbúnaður okkar var kom- inn í. Hafa þegar um */» íslenzkra bænda sótt um kreppulán. Munu mjög skiftar skoðanir um, hvort löggjöf þessi muni koma að því gagni, sem jil var ætlast. En sjálf- sagt er að vænta þess, að hún eigi sína hlutdeild í aft bæta framtíðar- gengi íslenzks landbúnaðar, Mörg ileiri merk lOg mætti og nefna, svo sem hin nýju ábúðarlög. Á árinu var og skipuð milli- þinganefnd til ránnsiknar á ástandi sjávarútvegsins og gera tillögur um bætur á hag hans. Er sjálfsagt að vænta góðs af tillögum hennar. Enda veitir þar sízt af, svo að* þrengdur sem sjávarútvegurinn er nú víða hér á landi, bæði smteiri og stærri útvegurinn. Á árinu fóru fram Alþingiskosn- ingar vegna samþykkta stjórnar- skrárinnar á vetrarþinginu. Fóru þær, sem kunnugt er svo, að Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 48% af grniddum atkvæðum. Sýnir sú niðurstaða greinilega, að þjóðin er nú að hverfa frá bruðlunarstefnu undan- farinna ára. Er það og að vonum, þegar þjóðin veríur að horfast í augu við vandræðin, sem afleið- ingar hennar hafa skapað. Af atburðum þeim, sem gerst hafa nú nýverið i stjórnmálalífi okkar, verður að telja það lang- líklegast að Sjálfstæðisflokkurinn verði öflugasti og sterkasti flokkur- inn við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara á næstk. sumri. Atvinnuvegir. Þeir hafa verið i líku horfi og undanfarið. Þó er stöðugt að verða meiri og sterkari breyting í þá att að framleiða í landinu sjálfu sem mest af þörfum þjóðarinnar. Eru það mikilvæg straumhvörf, sem eru að gerast á því sviði, sem sjálfsagt styrkjast og eflast á næstu árum. Eru það engir draumórar, þótt spáð sé, að íslendingar flytji innan skamms töluvert af iðjuvörum til annara þjóða. Með framsýni og samstarfí má á þann hátt stytta hinn langa vinnuleysistima almenns verkalýðs, sem getur orðið ólækn- andi böl, ef ekki er gert við í tíma. Er innlendur iðnaður stöðugt að færast i aukana, og með samtOk- um og vaxandi fyrirhyggju má vænta, að hann taki nýja fjörkippi. Til skilnings á þessum óleystu verkefnum Islendinga hefir íslenzka vikan, sem haldin var á þessu ári, mikið stutt og samstarf margra ahugasamra þjóðhollra manna um að bjargast við það, sem innlent er, og veita með því íslenzkum höndum vinnu, sem annars væru iðjulausar. Landbúnaður. Landbúnaðurinn hefir yfirleitt gengið vel á árinu sem er að líða. Þó hafa hamslaus votviðri sunnan og suðvestanlands spillt svo nýt- ingu heyja og garðávazta, að upp- skeran varð minni að notum en í meðalári, Sumstaðar eyðilagðist garðávaxtauppskera að öllu leyti og olli það miklu tjóni. Hér á Vest- fjðrðum varð allur heyfengur með allra mesta móti, sem nokkuru sinni hefir verið. Skar það nú úr, að heyfengur mátti heita mestallur töðufengur og flæðiengjahey. Garðrækt hefir stórum aukist hér á "Vestfjörðum siðustu ár'og' varð uppskera nú með allra mesta móti. Hafa nú margir bændur hér vestra góðan stuðning af garðrækt, þótt sala garðávaxta gæti verið örari og betri með samBtarfi aðila. Með aukinni ræktun hefir véla- notkun í búnaðinum farið stoðugt vaxandi undanfarin ár. í ár voru fluttar til landsins 80 sláttuvólar, 40 rakstrarvélar og S heysnún- ingsvélar. Verðlag á landbúnaðarvOrum var mikið bærra en síðastliðið og sala þeirra Orari. Má nú svo heita, að mastallar landbúnaðarafurðir séu þegar aeldar. 1711 seldist nú um 40°/( hærra en síðastl. ár. öærur um 60% hærra og kjöt um 30— 40% hærra. Framhald á 5. siðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.