Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 3
Ritgerðir og Ijóð eftir Eb. Ebenesersson. Með myndum eftir Viggó R. Jessen. Bók þessi, sem nýlega er kom- in út, er skrifuð af heitri trúartil- finningu og miklum áhuga á trú- málum. höfundur hennar er vél- stjóri á e.s. Brúarfossi, ættaður af Eyrarbakka. Ritar hann m. a. all- mikið um sjómenn og afstöðu þeirra til trúar á guð, einkum þegar hættu ber að. Má þar nefna ritgerðina „Ótti og djörfung“.Og af ljóðum. „Farmanna ljóð, Bæn fyrir sjómönnum og Fljótt í bjarg- bátinn.“ í ritgjörðinni „Ótti og djörfung“ er frásögn sem höfundur hefir eftir isfirzkum skipstjóra, á þessa leið: „Við vorum staddir norður í Húnaflóa, nálægt 3 sjó- mílum undan Selskeri. Veður var gott, aðeins austankaldi. Skipið okkar var lítið. Aðeins um 30 smálesta vélbátur. Við höfðum verið nokkuð lengi úti og vistir þvi orðnar litlar. Ég ákvað því að halda heimleiðis hið fyrsta. Er klukkan var nærri 6 að morgni, var lagt af stað og ákveðið að fara fyrir Hornbjarg. Vélin gekk vel og alt virtist vera í góðu lagi. Vélin hafði áður reynst misjafn- lega. En hvort það var þess vegna eða ósjálfrátt, þá var eins og hvíslað i hugskot mitt, að eg skyldi vera við öllu búinn. Ég hreytti því um stefnu og hélt beint út flóann, í stað þess að fara hina skemstu leið fyrir Horn. Eftir þriggja stunda ferð út flóann stöðv- aðist véíin skyndilega. Veðurútlit var að breytast. Svartur kafalds- bakki var á ferðinni og fylgdi hvassviðri af norðri. Sjórinn ókyrð- ist og eftir örstutta stund var komið norðanrok og bylur. Nú var alvara á ferðum og virtist aðeins vera um eitt að velja, reyna að setja upp segl og freista þess að ná fyrir Hornbjarg með segl- um. — í norðanátt setur straum- inn inn flóann. Ef við hefðum tekið stefnuna fyrir Hornbjarg, eins og á stóð, þá hefðum við verið staddir í heljargreipum. En nú var betur ástatt, fyrir guðs- VESTURLAND hjálp vorum við staddir nokkuð utarlega í flóanum. Við héldum því áfram að sigla alla nóttina. Veðrið var afskaplegt. Sjór var svo mikill, að hver rísandi alda virtist þess albúin að brjóta litla fleyið okkar. Alt gekk þó vel fyrst um sinn. Um morgunin sá eg, eftir vegmæli, að við mundum vera komnir fyrir Horn. Þá var breytt um stefnu og reynt að ná landkenning. Sjór og rok var hið sama. Um hádegisbil var land að sjá, en óljóst. Virtist það vera Kögur. Var þá snúið út. Þegar við höfðum siglt nokkurn tíma út, var haldið undan. En alt I einu tók skipið mikið kast og sjór dundi yfir. Ekkert var hægt að skynja á næstu augnablikum, því skipið var huíið þungum brotsjó. Við vorum allir i kafi. Tíminn virtist vera langur, þótt hann hafi eflaust verið skammur. Þegar bát- urinn loksins reis úr þessu haf- löðri, vorum við, sem á þiljum vorum, um það bil að missa meðvitund, alt var eins og i þoku. En meðvitundin skýrist brátt. Þá var ömurleg sjón að sjá. Alt var brotið og eyðilagt ofanþilja og farið í sjóinn, seglið f tætlum og skipið hálft af sjó og — það sem sárast var — einn maðurinn horf- inn. Þarna lá skipið næstum þvi í kafi, flatt fyrir sjó og vindi. Öldustokksflök og fleira dót loddi við það. Þegar horfst er I augu við dauð- ann, fljúga margar hugsanir með eldingarhraða gegnum hugskot manns. Þá kemur í ljós takmörk- un mannsins máttar og þörfin á að leita Hins Almáttuga. Ég lyfti huganum til guðs, að- eins augnablik, fól alt f hans hendur. Á þeírri stundu fann eg hans nálægð, það veitti mér ör- yggi“ Fjórar myndir eru í bókinniog ein þeirra litmynd. Eru þær gerð- ar af ungum ísfirzkum manni, samverkamanni höfundar i vél- stjórastarfinu, sem allflestír ís- firðingar kannast við, Viggó R. Jessen. Eru myndirnar mjög vel gerðar. Tvær þeirra vekja þó sér- staklega eftirtekt. Ungur maður krýpur fyrir framan Krist á koss- inum og hin sýnir kross, sem rfs 187 upp úr hafróti. Ungur maður þefir gripið höndum um krossinn. Hann bjargar. Ennfremur eru i bókinni tvö sönglög, er höf. hennar hefir samið. Höfundur bókarinnar er eip- lægur trúmaður og er það auð- sætt af bókinni að kristindómur- inn er honum, eins og hann sjálf- ur kemst að orði ííeftirmála henn- ar „kærasta rnálið". Sig'urgeir Sigurðsson. Bakkus konungur, hin fræga skáldsaga Jack Lond- on, f fslenzkri þýðingu eftir sfra Knút Arngrfmsson er nýtftkomin. Er mikill fengur að bók þessari og er hún itilvalin bók fyrir stálp- aða unglinga, sem þurfa að fá sem glöggasta vitneskju um hin skaðvænlegu áhrif áfengisins. Kostnaðarmaður bókarinnar er Felix Guðmundsson. f Jón S. Eðvarðsson andaðist hér á sjúkrahúsinu 21. þ. m. Hann var fæddur hér á ísafirði 30. sept. 1904, sonur Eð- varðs sál. Ásmundssonar og Sig- ríðar Jónsdóttur. Jón sál. var hvers manns hug- ljúfi, en heilsutæpur lengst af. f Helga Jóhannesdóttir, móðir Guðna Bjarnasonar trésm., andaðist á heimili sonar sfns 22. þ. m. Helga sál. var 78 ára gömul og hafði verið blind 11 sfðustu árin. Fritz Nathan stórkaupmaður varð fimtugur 14. þ. m. Hann byrjaði fyrst sem umboðssali vörusölu hér á landi 1906 en stofnsetti sfðan sjálfur heildverzlun, sem síðan varð firm- að Nathan & Olsen, er Carl Olsen ræðismaður varð félagi hans. Hjúkrunarnámskeið hafa staðið yflr hér í bænum á vegum kvenfélaganna og Gagn- fræðaskólans. Kennari var ungfrú Backmann, þjiikrunarkona Rauða- krossins í Xí.vík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.