Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 5

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 5
VESTURLAND 189 til skíðaskálans hér eru þeir Aðal- steinn Jónsson verzl.stj., Ólafur Guðmundsson framkv.stj. og Sig- urður Guðmundsson bakari, auk margra félaga í Árvakri. (Grein þessi hefir beðið lengi birtingar vegna snjóleysis). I 933 Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jóns Eðvarðssonar. Aðstandendur. (Framhald frá 1. síðu). Góð viðleitni er nú víðsvegar í Þá átt, að gera íslenzkan land- búnað fjölbreyttari og tryggari. Einhver merkasta tilraunin í þá átt, er samstarf það sunnanlands um aukna kornyrkju, sem þykir gefa góðan arð eftir uppskeru siðustu ára. Er nú í undirbúningi önnur slik jramkvæmd i Reykholts- dal í Borgarfirði. Og vafalaust mun kornyrkja útbreiðast, þar sem skilyrði eru fyrir hendi, á næstu árum. Aðallega er ræktað bygg og hafrar. Klemenz Kristjánsson, sem stjórnað hefir kornyrkjunni á Sáms- stöðum undanfarið/, og nú sér æf- intýri sitt um kornyrkju á íslandi vera að rætast, er ísfirðingur að ætt og uppruna, fæddur norður undir Drangajökli. Framh. Þakka öllum, sem hlut eiga að máli, skilvís og góð viðskifti á umliðnu ári. Þeim, sem öðrum, óska ég góðs árs, gróða og farsældar. JÓNAS TÓMASSON. Gleðilegt nýár! §§§ Þökkum viðskiftin á liðna árinu. m ■ GAMLABAKARÍIÐ „Öllu snúið öfugt þó aftur og fram i hundamó“. Margt má segja börnunum dett- ur manni í hug, er maður les eða heyrir sögur þeirra kratanna um eitt og annað, sem þeir þykjast hafa gert bænum til hagsbóta. Er þar haldið á lofti ýrn^um sögum, sem allir bæjarbúar vita að eru ósannar. Virðist tilgangur- inn vera sá einn, að ókunnugir og fáfróðir gleypi þær sem sann- leika. Nú er látið skína í gegn, að „bú vort“ hafi lækkað mjólkur- verðið í bænum síðustu árin. Allir bæjarbúar vita, að þarna er hallað réttu máli. Mjólk frá kúabúinu hefir stöðugt verið seld dýrari siðustu árin, en hjá öðrum mjólkurframteiðendum. Og síðasta verðlækkunin á mjólkinni er óef- að mest að þakka Mjólkursamlagi Djúpmánna, sem enn selur ódýr- asta mjólk hér. Þegair svo rangt og vitlandi er sagt frá hlutum, sem allir vita um* og þreifa á, hvað mun þá um stærri atriöin, sem almenningur hefir minni tök á að fylgjastmeð og dæma um. X. Gleðilegt nýárl I Þakka viðskiftin á liðna árinu. 1 St. Leós.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.