Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 7

Vesturland - 30.12.1933, Blaðsíða 7
VESTURLAND 191 Veðurblíöan sama og verið hefir, má kalla að haldist óslitin enn. Var að þessu sinni eitt hið dásamlegasta jólaveður, er orðið getur og líkara vori en vetri. Á Hrafnseyri í Arn- arfirði fanst útsprunginn fífill í ' skjóli við garðsvegg rétt fyrir jólin og presturinn þar, sr. Böðvar Bjarnason, skreytti jólaborðið með lifandi „bellisum" úr garðisínum. Siðustu dagana hefir verið hér austanátt og nokkru kaldara en undanfarið Brúin á Sandi í Dýrafirði var fullgerð 18. f. m. Full 20 ár eru síðan brúarsmíði þessari var fyrst hreyft í málfundafél. Btfröst i Haukadal, sem síðan stofnaði brúarsjóð til þessara fram- kvæmda. Tengdamömmu, , leikrit Kristrínar Sigfúsdóttur, lék kvenfél Von á Þingeyri á 2. jóladag við mikla aðsókn. Tókst leíkurinn vel, en húsrúm skortir þar til leiksýninga og stærri mann- fagnaðar. Er fyrir nokku hafin fjársöfnun á Þingeyri til bygg- ingar nýs samkomuhús. Verkalýðsfélag er nýstofnað á Flateyri í Ön- undarfirði. Togarinn Karlsefni hefir legið hér undanfarið að kaupa bátafisk og fór héðan I fyrrakvöld. Með honum fóruhéð- an til Rvíkur margir ísfirzkir náms- menn o. fl., sem skroppið höfðu hingað í jólaleyfinu. U. M. F. Önfirðinga hélt jólatré á 2. jóladag. í dag heldur félagið hátíðlegf 25 ára af- mæli sitt og verður nánar sagt frá því síðar. ■ 6LEÐILEGT NÝÁR! Jj Þökkum viðskiftin á liðna árinu. |j U Verzlun Björns Guðmundssonar. Fiskimjölsverksmiðja Björgvins Bjarnasonar. hefir látið litprenta veggalmanak og sent öllum viðskiftamönnum sínum. Ljósmyndastofa M. Siftison er flutt í PÓlgötu 4. Stórt úrval af innrömmuðum myndum og rammalistum. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiftin á liðna árinu. Verzlunin Dagsbrún.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.