Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 2

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 2
VESTURLAND í 14 Andagiít og rökfesta „erindrekans“. Kr. Jónsson erindrekifrá Garðs- stöðum hefir auglýst andagift sína og rökfestu í 27. bl. Vesturl. 9. þ. m. Rökfestan lýsir sér i gleiðgosa- legum oflátungsbrag, slettum og uppnefnum. Var ekki við öðru að búast úr þeirri átt. Við erum því alvanir Sjálfstæðismenn, að Tímagimblar ærist alveg ef við þeim er stuggað, og hafi ekki annað sér til varnar en óvand- aðan götustrákamunnsöfnuð. Það telja þeir góða og gilda vöru, á Tímavísu. Andagift erindrekans er sízt meiri en rökfestan. Hann viil ýmist skjóta sér i skjól skulda- skilasjóðsstjórnarinnar eða útbús- stjóranna hér. Veitti og varla af að vesalmenni þetta fengi ein- hversstaðar lánað skjól og anda- gift. Erindreklnn játar nú, að vísu óbeint; (beinar játningar eru víst bannfærðar hjá Tímagimblum), að hann hafi verið formaður og i stjórn Samvinnufélags ísfirð- inga, og þvi ekki sá hlutlausi maður, sem hann lézt vera í Tímagrein sinni, þar sem hann breiddi dulu eða blæju sakleys- isins yfir sína syndugu ásjónu. Hér var heldur ekki hægt að þræfa, því skjallegar sannanír lágu fyrir. Erindrekinn játar líka óbeint, að óttinn við útlát úr eigin pyngju hafi knúð sig fram á ritvöllinn, sbr. umrnælin: „er einstökum mönnum er ætlað með dómi að greiða háar upphæðir fyrir félagsfyrirtæki”. Með þessum játningum erind- rekans er tilgangi mínum náð. Hann er afhjúpaður og afklædd- ur hlutleysisskikkjunni, en íklædd- ur syndasekknum sem stjórn- andi og ráðamaður Samvinnufél. ísfirðinga. Það dugar honum ekki til frelsunar, að afsaka sig með annara óförum, því þar er ekkert sambærilegt. Ekkert útgerðarfé- lag hér á landi hefir haft slíka aðstöðu sem Samvinnufél. ísf., bæði um stofnun félagsins og rekstur þess. Bak við það stóð og stendur ábyrgð ríkissjóðs og bæjarsjóðs. Sjómenn og verka- menn hafa lagt fram stórfúlgur af kaupi sínu félaginu til fram- dráttar, og ennfremur hafnar- sjóður og bæjarsjóður ísafjarðar, eftir því sem reikningar þessara stofnana sýna. Ríkissjóður hefir lika oftlega hlaupið undir skulda- bagga félagsins. Þá hefir Samvinnufélagið ekki siður haft sérstaka aðstöðu með nýjum og góðum skipum og hin- um duglegustu skipstjórum og áhöfnum bátanna, enda hafa þeir borið af um aflasæld. Erindrekinn skorar á mig, að koma með kæru eða klögun um að hann hafi sem stjórnarnefnd- armaður Samvinnufél. táidregið félagsmenn. Er sá rembinglir alveg óþarfur, en lýsir vel inn- ræti þessaia þokkapilta. Þeir æpa og veina sem aumlegast, ef ein- hver ætlar að ná á þeim rétti sínum, og ákalla þá ríkissjóð sér til bjargar, en ætla að rifna af gorti ef þeir sleppa óhengdir frá misgerðum sínum. Eg býzt við að erindrekinn geti sagt sér sjálfur, að sjómennirnir hefðu aldrei gengið inn á að láta 18% af hlut sínum, nærri 5. hverja krónu af þénustunni,ef þeirhefðu ekki trúað á umsögn stjórnar og forstjóra um að það yrði félag- inu til viðréttingar. Og hvað heldur erindrekinn urn viðskifti verkamannanna við Samvinnufélagið? Heldur hann að þeir hefðu liðið félagíð um útdregin veðtrygð skuldabréf, ef þeir hefðu búist við að fá það eitt fyrir líðunina, að fá 5% af nafnverði bréfanna? Var ekki verkamönnunum einmitt sagt, að greiðslan væri vís; þeir skyldu bara bíða rólegir ?!! Eg skil ekki í öðru en að erindrekinn játi við nánari athugun að slíkt framferði sé fullkomin táldrægni, og ekki hefði hann skirst við að nefna það þvf nafni hjá öðrum. Ekki vill erindrekinn játa það, að lögin um skuldaskilasjóð vél- bátaeigenda hafi fyrst og fremst verið sett vegna ástands Sam- vinnufélagsins. Var honum þó fyllilega óhætt að gera þá játn- ingu afdráttarlaust, því honum er fullkunnugt hvernig hagur fé- lagsins stóð í árslok 1935 og á árinu 1936. Mér finst það svo ógeðslegt verk að róta í þessum gömlu skuldahaugum, að eg hliðra mér hjá þvi ótllneyddur. Nægir að benda á þann talandi vott um efnahagsástandið, að Sam- vinnufélagið leitaði fyrst allra skuldaskila með heila rukkara- hersingu á hælum sér. Erindrekinn varpar þeirri spurn- ingu til mín, hvort eg viti ekki að stjórn skuldaskilasjóðs hafi látið bóka í sambandi við skulda- skil Samvinnufélagsins, að hún teldi þau fullnægjandi. Eí eg viti ekki þetta geti eg ekki rætt um þetta mál, en viti eg það sé eg minni maður að skrifa þann veg um málið sem eg geri. Þetta er alt reginmeinloka hjá erindrekanum og alveg út í hött, hvort sem hún á nú heldur að teljast til andagiftar eða rökfestu. Bókun skulduskilasjóðsstjórnar er álit hennar, en engin ábyrgð á því að skuldaskilin væru full- nægjandi. Hún sýnir að áður en skuldaskilin fóru fram komu fram mótmæli um að þau myndu ekki fullnægjandi fyrir samvinnufélög, sökum samábyrgðarinnar. Mætti erindrekanum vel vera þetta kunn- ugt, því það kom strax fram við afgreiðslu laganna. Álit skulda- skilasjóðsstjórnarinnar er þýðing- arlaust í málinu, þar sem hún hafði ekki úrslitavaldið, heldur dómstólarnir. Á það hefir erind- rekinn og félagar hans nú rekið sig. Erindrekinn staglast enn á því, að skuldaskilasj.l. séu viðreisnar- lög. Það er máske viðreisn þess er ránsfenginn fær, en ekki hins sem rænt er frá. Og það er frek- ar batnandi árferði, sérstaklega hin mikla síldveiði og háa síldar- verð síðasti. sumar, sem hleypti lífi um sinn í útgerðina, en skulda- skilin. Hefði árferði ekkert batn- að hefðu þau reynst vélbátaeig- endumalment ófullnægjandi. Væri það fróðlegt fyrir þá sem kunna að fallast á málsvörn erindrek- ans að vita hvort hann kysi held- ur að leggja til um nýja ráns- herferð á hendur einstaklingun- um eða að rikissjóður borgi fyr- ir aila, eins og hann heimtar nú fyrir sig og félaga sína í Sam- vinnufélagi ísfirðinga. Eg býzt við að hann legði þá til að hver og einn sæi um sinn skulda- bagga, enda ætti hann engan sjálfur. Mér skilst að erindrekinn telji erindrekstur sinn í þágu Fiskifé- lagsins einhverskonar einkafyrir- tæki, sem hann að eins ræði um við sérstök tækifæri. Um misfell- urnar, sem hann vill gera sem minst úr, sbr. ummælin: „þótt dvínað hafi um fundarhöld I ýmsum fiskideildum og þeim eitt- hvað fækkað í bili“, vill hann skjóta sér í skjól starfsbræðra sinna í hinum fjórðungunum, en samkvæmt skýrslum þeim sem birst hafa I tímaritinu Ægi eru þeir ekkert sambærilegir við er- indrekann frá Garðsstöðum. Eg man ekki betur en að félagar í fiskideildunum vestanlands væru rúmlega 1100 þegar hann tók við erindrekstrinum, en væru taldir rúmlega 300 er síðasta skýrsla birtist. Hann er því vel á veg kominn, að þurka gersamlega út þennan félagsskap í sínu um- dæmi. Er það heldur neikvæður árangur af 16 ára erindrekstri hans, og sízt að furða þótt því- líkir piltungar séu frakkastir I kj........— Því fer vitanlega fjarri, að erindrekstur Kr. J. fyrir Fiskifélagið sé nokkurt einka- fyrirtæki hans, eðaeinkamál milli hans og fiskideildanna eða Fiski- félagsins. Hann er opinbert starf sem launað er af opinberu fé, og því alveg eðlilegt að hann sé gerður að umræðuefni. Að vísu segist erindrekinn hafa sogið laust spenann þessi 16 ár, sem hann hefir starfað sem erindreki; það geti engin laun heitið held- ur lítilfjörleg þóknun fyrir sitt mikilvæga starf!! Eg skil þó ekki að erindrekinn hafi ástæðutilað kvarta, því það ermeð hann eins og aðrar rauðar blóðsugur hér á landi, að rikissjóður er látinn stinga margskonar aukaspenum I munn þeirra, sem þeir líka naga, og er litur þar látinn deila kosti en ekki verðleikar, eins og kunn- ugt er. Hólmgönguáskorun erindrek- ans skoða eg af sama tagi og herbúning Indíana eða annara villimanna, þar sem alt er gert til að láta þá sýnast stærri og ægilegri en þeir eru. Á islenzku er þetta sama táknað tneð orð- unum „að gera sig breiðan“. Skrif erindrekans bera með sér að hann skortir ekki tilburðina til þess að gera sig breiðan I útvegsmálunum, enda gusa þeir mest sem grynst vaða, og 16 ára erindrekastarf og stjórnarstarfið í Samvinnufélaginu sýna hann bæði frammjóan og afturdreginn. Þorsteinn. Bæjarstjórnarfuudur var haldinn hér 21. þ. m. Fyr- ir lá að eins 1 mál: Tilboð í múrhúðun og hitalögn í Gagn- fræðaskólanum. Tilboð höfðu borist 1 múrhúðunina: Frá Þórði G. Jónssyni fyrir 3390 kr.; frá Sigurði Jóhannessyni 3680 kr.; frá Helga Halldórssyni og Sig- urði Guðjónssyni 3850 kr. Jón Auðunn og sr. Sigurgeir lögðu til í skólanefnd, að tekið yrði lægsta tilboði, tilboði Þórð- ar G. Jónssonar. Var sú tillaga feld af meirihl., en fulltrúar Sjálf- stæðismanna samþyktu hana. Jens Hólmgeirsson bæjarstjóri lagði til að Helga Halldórssyni og Sigurði Guðjónssyni verði gef- inn kostur á að vinna múrhúð- unina samkvæmt útboðslýsingu fyrir 3600 kr. Var tillaga þessi samþykt með atkv. meirihlutans, sósíalista og kommúnista, en allir fulltrúar Sjálfstæðismanna greiddu atkvæði gegn henni, og létu bóka sérstakan ágreining. Tilboð í hita- og hreinlætis- lögn bárust frá Vigfúsi Ingvars- syni 4800 kr. og Kaupfélagi ís- firðinga kr. 5850. Samþykt var að taka tilboði Vigfúsar. Samþ. var að ráða Jón Þ. Ólafs- son sem eftirlitsm. um þau verk við byggingu Gagnfræðaskólans sem útboð verður gert á. Utan dagskrár hreyfði Arngr. Fr. Bjarnason um innflutning fólks til bæjarins og lagði til að því máli yrði vísað til bæjarráðs til athugunar. Var það samþykt með 5 atkv. Kaupfélag ísfirðinga er nú að láta breyta fiskverk- unarhúsinu gamla 1 Edinborg í sláturhús.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.