Vesturland

Árgangur

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 3

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 3
VESTURLAND 115 Þakka kœrlega vinum mínum og sam- herjum, er sendu mér kveðjur, ávörp og | gjafir 17. þessa mánaðar. ísafirði, 20. júlí 1938. Jón Auðunn Jónsson. ULL. Eins og áður kaupi eg alla flokka af ull, bæöi þvegna og óþvegna* Einnig kaupi eg selskinn, kálfskinn og húðir, gegn staðgreiðslu. Jóh. Eyfirðingur. „Handleiðsla“ isfirzkra verkamanna. Út af hjartveikiskasti því, er gripið hefir Skutulsskriffinninn Hannibal Valdemarsson, út af áhrifum mínum á ísfirzka verka- menn er ástæða til að víkja nokkrum orðum að handleiðslu Hannibals sem alþýðuforingja hér í bænum. Það er eðlilegt að Hannibal sé sár yfir bæjarstjórnarfundinum 6. þ. m. Ræfilsskapur hans kom þar svo átakanlega i ljós. Hann var llkastur pappa-sprellikari, þar sem professor Hagalín hélt í spottann segjandi: Mér er sama hvernig þú lætur, sveinstauli, þú ferð ekki lengra en þér er leyft. Það er sjálfsagtóþægilegt fyrir þann, sem hefir spilað sig sem foringja og ímyndað sér að hann gæti lifað hátt í augsýn fólksins á mikillæti sínu og gorti, að vera gerður alt í einu að sprellikarli eða peði frammi fyrir almenningi. En það er alveg óeðlilegt, að H. V. snúi reiði sinni á mig fyr- ir þetta, því eg átti minstan þátt í óförum hans á bæjarstjórnar- fundinum og engan þátt í grein Janusar Oddssonar, er birtist hér í blaðinu. Eðlilegast var að H. V. hefði snúið reiði sinni á Haga- lín og aðra flokksmenn sína og að sumu leyti áSigurð Dahlmann, sem bar fram líka tillögu og H. V., sem varð honum til nýrrar hrellingar fyrir hann, þar sem hann hafði flúið frá sinni eigin tillögu i málinu. Reiði Hannibals hefir þurft að fá útrás, en hann hefir skort hug- rekki til að láta hana koma þar niður sem skyldi, og hefir því í æðinu látið hana bitna á mér, í þeirri von sjálfsagt að hann væri svo margsinnis búinn að rógbera og ljúga á mig leynt og Ijóst, að hann gæti helzt falið hrakfarir sínar með því móti. Virðí eg H. V. þetta til vorkunar í hans aumkunarlegu kringumstæðum, þar sem eg er viss um að von hans bregst hrapallega, og þessi útrás gefur kærkomið tilefni til að bregða upp spegli af hand- leiðslu H. V. og „alþýðuforingj- anna“ hér í bæ. Eg skal fyrst nefna hin al- mennu „typisku“ dæmium vinnu- brögð Hannibals og sósabrodd- anna þegar hagsmunir þeirra eru annarsvegar en borgara bæjar- ins eða bæjarsjóðs hinsvegar. Eg tek ákveðið dæmi, sem opin- berar skjallegar sannanir liggja fyrir um. Dæmi sem flestir bæj- arbúar þekkja, það er bygging og rekstur hins svo nefnda Al- þýðuhúss hér í bæ. Þessi „við- skifti" sýna rétta mynd, eru „typ- isk“ fyrst og fremst fyrir Hanni- bal og sósabroddana yfirleitt. Byggingunni er komið upp með þeim hætti, að bæjarsjóður lætur leigulausa eða gefins lóð undir húsið á einum langdýrasta lóðar- blettinum í bænum, og bæjar- sjóður leggur til allan mulning í húsið, og var hann fyrir skemstu ógreiddur, verður sennilega gef- inn á endanum. Til þessað tryggja rekstur hússins var bæjarsjóður látinn selja því kvikmyndaáhöld langt undir kostnaðarverði og nokkrum þúsundum króna lægra en ábyggilegt kauptilboð Iá fyrir um frá öðrum, og ofan á alt þetta var svo bæjarsjóður látinn bæta 20 ára skattfrelsi fyrir þenn- an rekstur. Sósíalistar annarstað- ar eru jafnvel höggdofa yfir ósvífninni. Þá hefir aldrei dreymt að komast svona langt í við- skiftum og ekki reynt það. Við- skifti H. V. og isfirzku sósabrodd- anna við bæjarsjóð standa sem óhreyft met enn þá. Sjálfsagt verðurreyntað slá á þá strengi að alt þetta sé gert fyrir alþýðuna. Hún eigi þetta fyrir- tæki. En hvernig yrði ástatt hjá bæjarsjóði, ef jafnaöarmenska ætti að ráða um þetta og allir fá sömu kjör; allir fengju leigu- lausar eða gefins lóðir, gefinn mulning í hús sín og 20 ára skattfrelsi. Enda held eg að sú trú sé nú horfin að hús þetta sé reist vegna alþýðunnar eða baráttunnar fyrir bættum kjörum hennar. Það var mjög haft á orði að byggingin væri aðkallandi vegna aukinnar starfsemi verka- lýðsfél. Baldurs og Sjómanna- félagsins, en reyndin hefir orðið sú að fundahöldum hefir fækkað og félagsstarfsemi hrakað síðan húsið kom, eftir umsögn verka- mannanna sjálfra. Hinsvegar er aðstaða hallarstjórans Hannibals önnur en alþýðunnar. Hann get- ur „skattlagt“ þá sem húsið sækja í einu og öðru formi, og tekur það sem sjálfsagða uppbót á viðskiftin við bæjarsjóð. Eg sleppi því hér alveg að fara út í viðskiftin við verka- mennina og gefin dagsverk þeirra við bygginguna. Það er kapítuli út af fyrir sig, sem ekki verður gerður að umtalsefni, nema H. V. eða sósabroddarnir gefi sér- stakt tilefni til. „Hræsni“, „lævísi“, „fláttskap- ur“, „undirferli“ og „svik við verkamenn", svo notuð séu hin prúðmannlegu!! orðatiltæki H. V. sjálfs, koma berlega fram í grein hans, þar sem þeirri ásökun er slengt fram, að við Sjálfstæðis- menn höldum uppi kröfupólitík- inni í bænum. Væri þess ásökun rétt leiðir rökrétt af henni, að Hannibalogsósabroddarnirhefðu brugðist skyldu sinni sem „al- þýðuforingjar“ að vera vakandi um allar hagsmunakröfur fólks- ins. Hvort sósabroddarnir sofa eða vaka í þessum efnumlæteg skiljanlega alveg ástæðulaust. En þeim þyrfti sízt að bregða við þótt viðskiftaregla þeirra við bæjarsjóð og stofnanir bæjarins hafi þær eðlilegu afleiðingar, að fleiri vilji fá krás eða kjarabætur. Þar hafa þeir lagt til undirspilið og yfirsönginn, og orgað hátt í blöðum og á mannfundum um nýjar og nýjar kröfur. Það er eðli- legt að verkafólk hafi litið svo á að það ætti að taka þetta sér til eftirbreytni og fyrirmyndar, en ekki varast þau svik, að kröf- unum væri eingöngu stiit upp til þess að ná kjörfylgi fólksins og opna broddunum veg I feitar stöður, bein og bitlinga. í viðræðum og blaðagreinum sósíalista hefir það komið fram, að Sjálfstæðismenn ættu að vera broddunum samtaka um að halda kröfum verkalýðsins niðri. í fram- kvæmdinni þýðir það sama og Sjálfstæðismenn ættu að tryggja valdaaðstöðu sósabroddanna, en slíkar skoðanir sýna „alþýðuást" foringjanna inn við beinið. Þetta hefir fengið stuðning einstakra Sjálfstæðismanna, en þeir munu nú sjá að slíkt væri hið mesta óvit af mörgum ástæðum, og þeirri fyrst og fremst að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem á fjölda fylgismanna í öllum stéttum þjóð- félagsins, vill vinna að velgengni allra, og ekki sizt verkamanna, sjómanna og bænda, sem í sam- einingu mynda grundvöll vors veika þjóðfélags. Sú sambúð, sem nauðsynleg er milli verka- fólks og vinnuveitanda, getur að- eins skapast í fullu frelsi og skilningi, en lævísi og þvingun gera þar bölvun og skaða. Von- andi verður vinnulöggjöfin nýja upphaf vaxandi skilnings í þess- um málum. Hún dregur bust úr nefi verstu angurgapanna, sem alt af hafa staðið með verkfalls- svipuna reidda yfir höfðum at- vinnurekenda, öllum til stórtjóns, en í þessu hefir Hannibal Valde- marsson verið frakkastur eins og kunnugt er, þótt hann hafi nú skift um skoðun í orði og lof- syngi vinnulöggjöfina opinber- lega. Sósabroddar mega vera vissir um að þeir veiða ekki Sjálfstæð- ismenn framar á slíka beitu. Þeir eru orðnir vanir þessum veiði- brellum og skilja hvað bak við liggur frá sósíalistum. Það þýðir t. d. ekkert fyrir Jens bæjarstjóra að sverja sig úr sálufélagi við Hannibal eða Grím rakara. Við vitum að hann er egta sósa- trampari, og efndir á eiðspjalli hans yrðu líkar og á eiði Gizur- ar Þorvaldssonar, er hann sór Sturlu Sighvatssyni. Sjálfstæðis- flokkurinn tekur aldrei upp sam- starf við þá menn, sem svo að segja daglega fylla mæla synda sinna f opinberri framkomu með þvi að bæta svikum ofan á svik og lygi ofan á lygi. Það er mælt að ein flokkskona Hannibals hafi sagt að loknum lestri þessarar saurkastsgreinar í Skutli: Skammastu þin, skitur! Þessi ummæli eru bending um að vegur hans minki í flokks- herbúðunum við þá bardagaað- ferð er hann temur sér, enda er hún honnm einum sæmandi. Eg læt ósvarað aðdróttunum og getsökum H. V. til mín per- sónulega. Býzt við að svo fáir taki mark á þeim, að það sé ekki ómaksvert. Arngr. Fr. Bjarnason.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.