Vesturland


Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 4

Vesturland - 23.07.1938, Blaðsíða 4
116 VESTURLAND [^(?•?•?•?•?•?•?•?•?•?•?E3 í n g t ak Tökum aö oss Sjóvátryggingar Brunatryggingar Rekstursstöðvunartryggingar Bílatryggingar J ar ðskj áiftatryggingar Líítryggingar Tryggið yður og eignir yðar hjá alíslenzku félagi, enda foýður „Sjóvátrygging" beztu kj ÖP. Sjóvátryqqi aq íslands Umboðsmenn á ísafirði: Verzlun J. S. Edwald. Athugasemd um sumarfrí. Það er eins og reiðarslag hafi dunið yfir fulltrúa jafnaðarmanna i bæjarstjórn við greinarkorn mitt í Vesturlandi 9. þ. m. Það er í rauninni ekki óeðlilegt þeg- ar þess er gætt, að forráðamenn þessa bæjar, sem hafa hingað tii bygt alia sína vaidatilveru á fylgi verkalýðsins, eru óvanir því, að sjálfir verkamennirnir gjöristsvo djarfir að fara að segja meiningu sína, þar sem þeir mega buast við öllu því versta. Trúin á skynsemi verkamanna er ekki meiri en það, að Skutull þarf heila opnu til að reyna að sann- færa lesendur sina um það, að einhver annar en eg hafi skrif- að þetta greinarkorn. Arngrími Bjarnasyni er kent um það, þó að hann eigi þar ekkert í. í fá- um orðum sagt: Trúin á verka- lýðinn hjá þessum herrum er þannig, að þeir álíta að hann sé víst ekki læs eða skrifandi, og allra sízt liklegur til að gagn- rýna gjörðir þeirra manna, sem þeir hafa lyft i góðar stöður, en fá svo iitið annað í staðinn en loforð, sem endast illa. Hannibal Valdimarsson tekur það fram, að ekki geti það kom- iö til mála, að við hefðum feng- ið frí fyrir það eina og hálfa ár, sem við höfum unnið nær óslit- ið hjá Rafveitunni, en það yrði að eins að miðast frá ára- mótum 1938. Eftir þessum rök- um Hannibais gætum við aldrei fengið sumarfri þó að við ynn- um óslitið 9 mánuði á hverju ári. Hannibal Valdimarssyni hlýt- ur að vera það kunnugt, að vinnu hjá Rafveitunni er þannig háttað, að seinnipart vetrar er ekki hægt að vinna óslitið, þó að nóg væri til að vinna. Vinn- an fer öll fram að sumrinu og fyrripart vetrar og gæti þess vegna aldrei verið komnir 6 mán- uðir fyrr en sumarið væri liðið. Enda mun það hafa verið haft til hliðsjónar þegar síðari tillaga H.V. um sumarfrí fyrir verkamenn kom fram. Læt eg svo útrætt um þetta mál nema nýtt tæki- færi gefist. Janus Oddsson. Nýr iðnaður. Guðjón Bernharðsson gull- smiður á Akureyri hefir fyrir nokkru hafist handa um smiði allskonar silfurborðbúnaðar. — Býr Quðjón til 4 gerðir: Báru, Heimir, Karl I. og Karl II. Hann lætur og smiða m. a. kertistjaka, frakkaskildi, manchettuhnappa o. m. fl. Hafa vörur hans þegar náð góðri útbreiðslu og eftirspurn er mikil. Guðjón er bróðir Marseliusar skipasmiðs hér og þeirra syst- kina. Vesturland óskar honum og öðrum brautryðjendum ný- iðnaðar hér á landi allrar far- sældar. Góð kýr til sölu. Á að bera 17 v. af sumri. Ritstjóri visar á seljanda. í dag hefir verið úrskurðað lögtak á öllum ógreiddum þinggjöldum í ísafjarðarsýslu og kaupstað, er féllu í gjalddaga á manntalsþingum, er haldin voru frá 11. júní til 1. júlí s. L, svo og breytingum ríkisskattanefndar á tekju- og eignar-skatti og lífeyrissjóðsgjaldi frá árinu 1937, og má lögtakið fram fara, er 8 dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar, á kostn- að gjaldenda, og án frekari aðvörunar. Skrifstofu Isafjarðarsýslu og kaupstaðar, 14. júlí 1938. Toi»fi Hjartarson. Kol.saltogsement ávalt fyrirliggjandi með sanngjörnu verði. Verzlun J. S. Edwald. Sími 245* Hessian, EBindLicfai?n9 Saumgapn ávalt fyrirliggjandi. Tryggvi Jóakimsson, Aðalstræti 24 A, ísaflrði. Sími 26. Likkistur hefi eg lager á, lika húsgögn og fleira að sjá, einnig hurðir, glugga og gler, gersemar margar fást hjá mér. Jón ísak Silfurgötu 4. Sími 195 Þakkarorð. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og hluttekningu við fráfall og jarðarför litlu dóttur okkar. Búðum, 17. júlí 1938. Rósa Samúelsdóttir. Eiríkur Guðjónsson. Tilkynning* Engum er heimil neta- eða stangar-veiði í Atla- staðavatni í Fljótavík Sléttu- hreppi, nema með samþykki mínu. ísaflrði 22, 7. '38. Tryggvi Jóakimsson. Bió Alþýðuhússins: Laugardag kl. 9: Sýnd í fyrsta sinn sænska skemtimyndin: „Fær í allan sjó" (En Flicka kommer til Sta'n) Sunnudag kl. 5: San Francisco. í allra síðasta sinn. Lækkað verð. Sunnudag kl. 9: „Fær i allan sjó" Fjölmennið í Bíó! Agæt miðstöðvar eldavél er til sölu. Upplýsingar í síma 175 eða Vélsmiðjunni Þór. islenzkar Líftryggingar, Brunatryggingar, Sjóvátryggingar, Bílatryggingar. Harald Aspelund. Prentstofan tsrún.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.