Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.06.1941, Blaðsíða 1

Vesturland - 21.06.1941, Blaðsíða 1
♦ BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XVIII. árgangur. ísafjörður, 21. júnl 1941. 25. tölublað. Alþingi siitið. Kosning ríkisstjóra. Alþingi sleit 17. þ. m., eftir rútnlega fimm mánaða setu. Á fundi sameinaðs þings sama dag kl. 13,30 fór fram kosning rlkis- stjóra, og gildir hún til eins árs i senn. Kosningu hlaut Sveinn Björnsson fyrv. sendiherra. Fékk hann 37 atkvæði; Jónas Jónsson (frá Hriflu) 1 atkvæði, en 6 seðlar voru auðir og 4 þingmenn fjar- staddir. Eftir að forseti sameinaðs AI- þingis hafði lýst kjöri ríkisstjóra og óskað honum heilla I starfi sinu tók forsætisráðherra til máls. Ávarpaði hann ríkisstjóra og af- henti honum hið æðsta vald is- lenzkra mála, sem lagt var I hendur ríkisstjórnarinnar með samþykt Alþingis 10. apríl 1941. Að því búnu flutti rlkisstjóri á- varp til rlkisstjórnar, Alþingis og þjóðarinnar. Var ræða hans I senn bæði stillileg og sköruieg. Er það von og ósk að slíkt fari eftir með öll störf Sveins Björns- sonar, enda hefir hann undan- farið reynst þjóð sinni þarfur og nýtur sonur. Atburðum þessum var útvarp- að og mun óvenju margt fólk hafa hlustað á útvarpið að þessu sinni, þótt ýmislegar skemlanir aðrar gleptu fyrir. Klukkan 17 sama dag fóru fram þinglausnir. Var þeim cinníg útvarpað. Flutti forseti samein- aðs þings þar að venju yfirlit uni störf þingsins. Samkvæmt ylirliti forseta liggja 43 mál I ruslakörfu þingsins og cr þó all af fjöldi mála drcgiu að landi á sfðustu augnablikutn hvers Al- þingis, og þá með lítilli fyrir- hyggju eins og gerist og gengur. Vilanlcga cr olfljótt að fclla nú strax fullnaðardóma um störf Alþingis að þessu sinni. Próf reynslunnar er bezli og vissasti mælikvarðinn um þingstörfin sem önnur verk. Verkefni þingsins voru stórutn vandasatnari en áður, enda miklum og dýrum tíma varið til úrlausnar þeirra, setn þó munu orka mjög tvl- mælis. 20. þ. nt. tók ríkissljóri á móti æðstu embættismönnum rikisins og fór móttakan fram I efri deild- ar sal Alþingis. Hafa verið gerðar þar nokkrar breytingar, svo að opinberar móttökur geti farið þar fram fyrst um sinn. Eigi mun enn fullráðið um aðsetursstað rfkisstjóra. Hefir Sigurður Jónasson forstjóri gefið ríkinu eignarjörð sina Bessastaði á Álftanesi með þvf skilyrði, að rikisstjóri hafi þar aðsetur. Er því liklegast að Bessastaðir verði aðsetursstaður æðsta manns ís- lenzku þjóðarinnar. Kunna þvi sumir illa af þeim ástæðum, að þar sátu umboðsmenn konungs meðan þjóðin laut erlendri áþján, og ennfremur eru Bessastaðir fyrsta íslenzka jarðeignin sem konungur hremdi til sin. Sló Hákon gamli eign sinni á Bessa- staði, og kallaði það lögmætt sektarfé, er Snorri Sturluson hafði verið myrtur að ráðum konungs. Minningarnar um Bessastaði eru þvi sem Ijótur skuggi; að visu gamall og nú liðinn hjá, en þó ekki gleymdur þeim, sem fylgjast með atburðum sögunnar. Dýrtíðarmálin. í síðasta biaði var birt frum- varp viðskiptamáiaráðherrans um viðbúnað gegn dýrtiðarflóðinu. Sem betur fer var frumvarpinu breytt allmjög í meðferð þings- ins og tvimælalaust til bóta. Að- albreytingin er sú, að feldur var niður aukaskatturinn í frutnvarp- inu, en stjórninni heimilað að hcimta inn tekju- og eignaskatl á yfirstandandi ári með 10% álagi. I>á var og samþykt hcimild frumv. viðskiffamálaráðhcrrans utn auka útflutningsgjald. Vcrða cflaust báðar þessar tckjuöflun- arheimildir notaðar að nokkru eða öllu lcyti, Má rlkisstjórnin vera vel á verði um að heimild- in um aukaútflutningsgjaldið verði ckki notuð til hins Itrasta, svo að þetta nýja skattgjald verði ckki fjötur utn fót útgerðarinnar, sem öllum er lífsnauðsyn að geta starfað sem mest og óhindruð a. m. k. meðan styrjaldarástand- ið varir. Starf og velgengni út- gerðarinnar á slfkum tfmum er engan veginn neitt sérmál út- gerðarinnar eða sjómanna, heldur sameiginlegt lifsskilyrði allra landsins barna, hárra sem lágra; jafnvel ekki sjálfir þingmennirnir undanskildir. Bili starfsemi út- gerðarinnar er kipt grundvellin- um undan tekjum ríkissjóðs og þjóðina myndi þá brátt skorta brýnustu lífsnauðsynjar. En jafnframt er það sameigin- legur vilji, að búið sé svo að öðrum atvinnugreinum að þær geti sem bezt haldið í horfinu og ekkert styður betur að svo geti orðið en velgengni útgerðarinn- ar. Hún styður bæði landbúnað og iðnað og skapar þeim betri afkomuskilyrði. Brezk-íslenzku viðskifta- samningarnir. Samningagerðin hefir dregist mikið lengur en ætlað var, a. m. k. höfðu samningarnir ekki verið birtir opinberlega er blaðið fór í pressuna. Er þessi dráttur til mik- ils baga okkur íslendingum og veldur því að floti sá, sem fer á síldveiðar, verður seinna tilbúinn en æskilegt væri. Þá hefir drátt- urinn á samningunum bæði hami- að og dregið úr starfsemi hrað- frystihúsanna. Hafsíldargengd virðist þegar vera kominn fyrir Norðurlandi. Hafa margir fiski- bátar héðan séð sildartorfur í Húnaflóa og 18. þ. m. fengust um 70 tunnur af hafsíld i lagnet i Reykjarfirði á Ströndum. Einn bátur frá Siglufirði hefir stundað reknetaveiðar nokkra daga og aflaði um 100 tunnur 19. þ. m. Mælt var fitumagn síld- atinnar og rcyndist það 15%. Er það alveg óvenju mikið fitu- magn á þessum tftna. Bendir all til þess, að sildar- gengd við Norðurland sé þegar lyrir nokkru orðin óvettju mikil. íþróttanámskeið stendur nú yfir hér í bænum á vegum k.s.f. Harðar. Kendar etu allar frjálsar íþróttir, hlaup, stökk og kösl. Þátttaka er góð og er nemendum skift í yngri og eldri deild, en i þeirri siðar- nefndu eru menn 15 ára og eldri. Æfingar fara fram á mánudög- um, miðvikudögum og föstudög- um kl. 5 e. h. hjá yngri deild og kl. 9% e. h hjá eldri deild. Öll- um er heimil ókeypis þátttaka. Kensluna annast HatldórErlends- son fþróttakennari. Ungum ísfirðingum skal bent á, að hér gefast þeim góð skil- yrði til þess að ná tökum á þesskonar íþróttum, sem ■ um langa aldaröð hafa verið i heiðri hafðar af helztu menningarþjóð- um heimsins. X. Helgi Guðbjartsson bóka- og ritfangaverzlun. Eftir næstu mánaðamót verða þessar bækur ófáanlegar: Stjörnur vorsins (Tómas Guðm.) Gösta Berlings-saga. Far veröld þinn veg. Ljósið sem hvarf. Verið þér sælir hr. Chips. Kirkja Krists í riki Hitlers. Æfisaga Winston Churchill. Kaupið bækurnar næstu daga. Annars verður það of seint. Helgi Gudbjartsson. íslandskvikmynd samvinnufélaganna var sýnd hér 16. og 18. þ. m. Guðlaugur Rósinkranz skólastjóri útskýrði myndina. Hefir hann sýnthana víðsvegar um Vestfirði undanfarið. Gestir í bænum. Margir gamlir ísfirðingar hafa undanfarið verið hér i bænum, rn. a. þessir: frk. Soffia Thordar- sen; frú Sigþrúður Pálsdóttir; Aðalsteinn Pálsson skipstjóri; Elias Eliasson skipstjóri og Frið- rik Hjartar skólastjóri. Söngför Sunnukórsins. Sunnukórinn, söngstjóri Jónas Tótnasson, hefir ákveðið að fara söngför um næstu helgi til Flat- cyrar, Núps og Þingeyrar. Er áformað að syngja á Flal- eyri á laugardagskvöldið, en á sunnudaginn að Núpi og Þingeyri. Helgi Guðbjartsson bóka- og ritfangaverzlun. Nýkomnar bækur. Og sólin renmtr upp. Baráttan um heimshöíin. Á hverfanda hveli. Árásin á^ Noreg. Kátir voru karlar. Sporðdrekinn. Sólon Islandus, 2. úlgáfa. Magellan. Prestasögur I. og II. Getur þú fyrirgefið. Og ótal margar fleiri bækur. Helgi Guðbjartsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.