Vesturland


Vesturland - 21.06.1941, Blaðsíða 2

Vesturland - 21.06.1941, Blaðsíða 2
98 V ESTURLAND Sannleikurinn um byggingu sjómannaskóla. Það er kunnugt, að sjómenn cru fyrir nokkru almennt óánægð- ir með þau húsakynni sem rikið hefir látið sér sæma að leggja til námsgreinum sjómannastétt- arinnar. Hefir þessi óánægja magnast við það, að svo að segja árlega hafa risið upp dýr- ar skólabyggingar bæði i kaup- túnum og sveitum, en ekkert fé verið veitt til úrbóta um hús- næði til kenslu sjómanna, og aðalhúsnæðið, Sjómannaskólinn gamli, löngu orðinn ónothæfur i þessu skyni. „Sjómannavinirnir" í Alþýðu- flokknum töldu frumv. um bygg- ingu nýs sjómannaskóla vænlegt til atkvæðaveiða og flutti Sig- urjón A. Ólafsson, „sem er sjó- mannavinur með slaufu," frum- varp um þetta á öndverðu ný- loknu þingi- Eti svo naumt var til tekið um fjárframlög rikissjóðs til byggingarinnar, að ákveðið var i frumvarpinu, að byggingin tæki mörg ár — yrði einskonar' tilraunadýr hinna dýrustu stríðs- ára. Mátti ætla að með þvi móti gæti hún sætt svipuðum foriög- um og Þjóðleikhúsið að verða seint nothæf. Komu þvf strax fram raddir i þinginu um að of skamt væri farið með framlagið og frumvarpið væri ófullnægjandi. Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra hafði áður en frumvarpið kom fram gert ráðstafanir til þess, að hlutur sjómanna yrði réttur með byggingu sjómanna- skóla. Vildi Ól. Th. og þeir sem honum fylgdu að málum, að byggingin kæmist i framkvæmd tafarlaust og ekki láta skera framiögin við nögl. Flutti Ól. Thors því breytingartillögu við Ijárlagafrumvarpið um 500 þús- undir króna til byggingar sjó- mannaskóla, og sú tillaga var samþykkt með atkvæðum Sjálf- stæðismanna og nokkurra Fram- sóknarmanna, sem tóldu i alla staði óréttmætt, að bygging sjó- mannaskólans væri lengur dreg- in, ekki sízt þar sem sjómanna- stéttin átti mestan þátt i hinum miklu tekjum, sem streymt hafa f rfkissjóð undanfarið. En með þessu var atkvæða- veiðafrumvarp Alþýðuflokksins kviksett. Er að sjá á Skutlinum sfðasta, að flokkurinn hafi búist við að geta notað frumv. sem cinskonar staurakvi um atkvæði þeirra sjómanna, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum hingað til. En hjá skólastjóranum Hanni- bal Valdemarssyni hefir svo farið f frásögn þessa máls eins og tíðast áður, að hann hefir enda- skifti á sannleikanum. Þeir þing- menn, sem samþyktu tillögu Ólafs Thors, voru ekki „að láta sjómenn niæta afgangi eins og oft áður" heldur einmitt að veita þeim fullan rétt, sem sanngjarn- ir menn máttu játa að hefði alt of lengi dregist. Fjármálaráðherra Jakob Möll- er lýsti því yfir á Alþingi, að hann myndi f. h. rikissjóðs greiða á yfirstandandi ári þá fjárhæð til byggingar sjómannaskóla, sem ákveðin var í tillögu Ólafs Thors, sem að framan er getið. Ckkert ætti því að vera til fyrirstöðu um það, að byrjað verði á bygg- ingu sjómannaskólans nú f sum- ar og henni haldið kappsamlega áfram. Nást með því tvö þýðing- armikil atriði: Sjómenn fá við- unandi skólahús fyrir sínar sér- námsgreinir og iðnaðarmenn fá nauðsynlega vinnu. Vitanlega verður bygging skól- ans verulega dýrari nú en á venjulegum timum. En I það dugar ekki að horfa. En lang- dýrust hefði bygging sjómanna- skólans orðið með þeim hætti, sem Alþýðuflokkurinn stefndi að með sínu frumvarpi. Á þann hátt hefði verið unnið að bygging- unni á mörgum árum, með stöð- 'ugt hækkandi verðlagi, og sjó- mennirnir mátt bíða enn árum saman eftir nýju skólabygging- unni, — enginn veit hve lengi. Þetta vildi Ólafur Thors og þeir, sem honum fylgdu að mál- um, koma í veg fyrir — og það tókst. Þess vegna sýður gremjan í skólastjóranum hérna og öðrum Alþýðuflokksmönnum, sem ætl- uðu að fiska vel á frumvarps- beituna. Minningarguðsþjónusta um skipverjana á vélbátnum Hólmsteini fór fram í Þingeyrar- kirkju 18. þ. m. Var athöfnin hin hátíðlegasta. Sóknarprestur sr. Sigurður Gislason prédikaði og las minningarljóð, er hann hafði orkt, en frk. Camilla Proppé söng einsöng. — Fjölmenni var mikið. Eimskipið Hvassafell strandaði við Fáskrúðsfjörð 18. þ. m. Rakst það á grynningar í þoku og kom strax leki að skip- inu. Skipverjar komust þó heilu og höldnu til lands við Hafnar- nes á skipsbátnum. Hvassafell var 212 smál. brutto. Eigandi útgerðarfélag Kea á Ak- ureyri. Var skipið gamalt og slitið og því ólíklegt að því verði bjargað til nota, enda var það strax daginn eftir strandið orðið fult af sjó. Hvassafell var nú i fiskkaup- um á AustfjÖrðum. Er strand skipsins Austfirðingum mikill bagi. Síra Halldór Kolbeinz áð Stað í Súgandafirði hefir verið kjörinn prestur að Mæli- felli í Skagafirði. Axei Ðahlmann héraðslæknir í Hesteyrarhér- aði andaðist af slysförum 16. þ. m. Axel var fæddur á Akureyri 15. júní 1904. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg og Jón Dahlmann Ijósmyndari, sem nú dvelur hér í bænum hjá Sigurði póstmeistara syni sinum, en Ingi- björg andaðist s. 1. sumar. Axel tók stúdentspróf 1927 og sigldi nokkru siðan til Kaupm.- hafnar og fór í tannlæknaskól- ann þar, en hætti því námi eftir tvö ár. Kom Axel þá aftur heinri' til íslands og innritaðist f lækna- deild háskólans og lauk þar prófi 1939. Að loknu námi var Axel ýmist við störf á Landakotsspí- talanum eða Landsspftalanum, unz hann var skipaður héraðs- læknir í Hesteyrarhéraði 1. okt. s. 1., en á háskólaárunum gegndi hann oft héraðslæknisstörfum i ýmsum héruðum um skemri eða lengri tima og kynti sig jafnan vel. Á skóla- og stúdentsárunum voru það einkum þrír menn, er Axei var mjög samrýmdur, þeir Pétur Hafstein lögfræðingur, er druknaði á heimleið frá Englandi, og Leifur Guðmundsson sjóliðs- foringi, er fórst í flugvél yfir Kaupmannahöfn. Saknaði hann alla æfi þessara félaga sinna. Þriðji félagi hans er enn á Iffi, Pétur Benediktsson, sendifulitrúi íslands i London. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hér 20. þ. m. Þetta gerðist m. a.: Samþyktar tillögur framfærzlu- nefndar um meðlag óskilgetinna barna meðlagsárið l.ágústl941 til 31. júlí 1942: Til fullra 4 ára kr. 650.00 — — 4—7--------510.00 — — 8—14--------600.00 — — 15—16— — 300.00 Samþykt að veita Blóma- og trjáræktarfélaginu 1200 kr. styrk. Samþykt að leggja 10 þúsund krónur til byggingar rtýs Djúp- báts og að fyrirtækið verði sjálfs- eignarstofnun. Stjórn sé skipuð 5 mönnum; 2 kosnum af bæjar- stjórn; 2 kosnum af sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu, en ríkis- stjórn tilnefni 5. manninn. Samþykt að styrkja bókasafn Sjúkrahússins með 300 kr. Lagður var fram reikningur hafnarsjóðs fyrir s. I. ár. Sam- kvæmt reikningnum nema skuld- lausar eignir hafnarsjóðs liðl. 827 þús. krónum, en sumar eign- irnar gefa lítinn beinan arð, t. d. Bátahöfnin, sem á reikningnum er uppfærð fyrir 392 þúsund krónur og Skipeyrin, uppfærð á 30 þús. krónur. Afgangur sam- Ijvæinl rekstrarreikningi nemur kr. 41458.66. Messað verður hér í kirkjunni á sunnud. kl, 2 síðdegis. Bókhlaðan hefir nú fengið nýustu bæk- urnar — sitt Htið af hverju: Sögubókum, fræðibókum og ljóðum. Sólon íslandus, önnur útgáfa. Og sólin rennur upp. Á hverfanda hveli, fyrstu fjögur heftin. Ofvitinn, annað bindi, Þórbergur Þórðarson. Prestasögur II, Óscar Clausen. Baráttan um heimshöfin. Sannleikurinn um hvíta sykurinn. Vasasöngbókin, önnur útgáfa, aukin. Jónas Tómasson. Hjartanlegar þakkir vottum við hjónunum frú El- isabetu Hjaltadóttur og Einari Guðfinnssyni og frú Vilborgu Guðmundsdóttur og Eggert Har- aldssyni í Bolungavik fyrir auð- sýnda hjálp og samúð við and- lát og jarðarför okkar ástkæru móður, frú Hervarar Helgadóttur. Kristján Oddsson. Helgi Oddsson Minningarguðsþjónusta um Ásgeir Sigurðsson, for- mann á vélbátnum Hólmsteini frá Þingeyri var haldinn í Hnffs- dal s. 1. sunnudag, að viðstöddu fjölmenni. — Ásgeir var sonur hjónanna: Sigríðar Salomons- dóttur og Sigurðar Jónassonar og var að eins tuttugu ára gam- all. Stundaði Ásgeir sjófræði- nám á Akureyri í vetur og lauk því með ágætu prófi. Var Ás- geir einkar efnilegur maður og llklegur til þess að verða mjög aflasæll. Hervör Helgadóttir, ckkja Odds Oddssotiar hins nafnkunna formanns og sjósókn- ara, andaðist i Bolungavik 11. þ. m. Hervör varfædd að Hafra- félli hér i Skutilsfirði 5. júni 1864. Þau Hervör og Oddur eignuð- ust 11 börn, af þeim eru aðeins tveir synir lifandi: Kristján, sjó- maður á Flateyri, og Helgi, verkamaður i Bolungavik. Hefir Helgi alla tíð verið hjá foreldr- um sinutn og annaðist móður sína eftir lát föður síns (1935). Útgerð í Fljótavík. Frá Fljótavik á Homströndum gengu i vor 4 bátar og öfluðu allir vel, en hlutarhæztur var Geirmundur Júlfusson. Aflinn var nær allur lekinn inn á Fljóta- víkinni; stundum örskamt frá landi. Mjög kvarta Fljótvíkingar undan því, að dragnótaveiðar spilli fiskveiðum. Segja að varla verði fiskvait eftir að dragnót hefir farið yfir fiskisvæðin, þótt nægur afli hafi verið áður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.