Vesturland


Vesturland - 07.03.1942, Blaðsíða 3

Vesturland - 07.03.1942, Blaðsíða 3
VESTURLAND 35 heiði var sæmilega rudd á s. 1. sutnri innati takmarka Stranda- sýslu og fyrir fjallvegafé, þá skorar ;héraðsfundur N.-ísfirð- inga á Alþingi að veita nægilegt fé til ruðnings þessarar heiðar innan takmarka Norður-ísafjarð- arsýslu þegar á komandi sumri. 3. Almennur héraðsfundur N.- ísf. skorar á Alþingi að ákveða fjárframlag úr ríkissjóði á þessu þingi til bruag'erðar á Selá í Nauteyrathreppi. 4. Héraðsfundur N.-ís. skorar á Alþingi að veita riflegan styrk til þjóðvegarins milli Hnifsdals og Bolungavíkur. 5. Héraðsfundur N.-ís. skorar á Alþingi að leggja á næstu fjár- lögum 15. þús. kr. til Súðavfkur- vegar. 6. Héraðsfundur N.-ís. skorar á Alþingi að veita nægilegt fé til landssimalínu frá Dynjanda að Furufirði þegar á þessu ári. 7. Héraðsfundur N.-ís. skorar á Alþingi að veita fé á næstu fjárlögum til lagningar nýrrar símallnu frá Látrum f Aðalvík til Atlastaða í Fljótavík. 8. Héraðsfundur N.-ís. skorar á Landslmastjórnina tfð láta setja upp simastöð á Kirkjubóli í Langadal. Allar þessar tillögur voru sam- þykktar i einu hljóði. Þeir Elias Ingimarsson, Grim- ur Jónsson og Þórður Hjaltason báru fram eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt í einu hljóði: Héraðsfundur Norður-ísafjarð- arsýslu, haldinn í Reykjanesi 5. marz 1942, telur með öllu ástæðu- laust að fresta alm. Alþingis- kosningum lengur en til næsta vors og skorar á stjórnarvöld landsins, að láta þær fram fara þá. Verði alm. kosningar til Al- þingis ekki látnar fram fara i vor, skorar fundurinn á dómsmála- ráðherra að auglýsa aukakosn- ingu í Norður-ísafjarðarsýslu og láta hana fara fram, þar eð kjflr- dæmið er nú þingmanns laust. Frá öðrum samþykktum hér- aðsfundarins verður skýrt í næsta blaði. Framh. f Valdimar öfnólfsson á Suðureyri, sem andaðist þ. 27. febrýar s. 1. var jarðsunginn í dag. — Verður hans minnst nánar siðar hér í blaðinu. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Laugardag kl. 9 og Sunnudag kl. 9: Hver myrti Möggu frænku? Dularfull og spennandi am- erísk sakamálakvikmynd. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sunnudag kl. 5: Barnasýning. Smámyndasafn. Aðg. 75 aur. Alþingi það sem nú er sest á rökstóla, ætti að setja lög þess efnis, að hvert sjávarþorp um land allt væri skyldugt til þess að stofna, innan sinna vébanda, slikan sjóð og nú hefir verið lýst, ætti þar að vera ákveðið hvert tillag rikissjóðs væri tij sjóðanna og mætti það á þess- um timum ekki vera minna en tvöfalt á við gjald frá aflaskipt- um sjómanna. Tillag rikissjóðs mætti svo minka e*a jafnvel alveg fella niður þegar sjóðirnir hafa náð því marki sem æski- legt þætti. Hér hefir verið gert ráð fyrir að ríkissjóður styrkti sjóði þessa. Ef eitthvað verður úr þvi, að stofnaður verði sérstakur sjóður til þess að standa straum af þeim kostnaði sem leiða kann af ráðstöfunum, sem gerðar kunna að verða til þess, að halda niðri dýrtíðinni, þá liggur beint við að ætla þeitn sjóð þetta hlutverk ríkissjóðs. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að fara ítarlega út í þetta mál í einstökum atriðum og læt ég þvi það sem hér hefir verið sagt nægja að sinni, en þyki einhverjum það þess vert að ræða málið, þá reyni ég að skýra betur það sem fyrir mér vakir. Framleiðslustörfin. Framhald af 1. siðu. lendu setuliðum. Hún'hefir nóg- um öðrum störfum að gegna. Og þau störf eru engin dægur- fyrirbrigði eins og öll þjóðin vonar að setuliðsvinnan sé. Á því að hin hversdagslegu störf séu unninn veltur öll framtlð þjóðarinnar. Þess vegna fylgir þjóðin einhuga hverri þeirri ráð- stöfun, sem miðar i þá átt að h"yggja það, að þessi störf séu unnin. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til takmörkunar islenzks vinnu- afls i þágu setuliðanna, sem drepið er á annarstaðar her í blaðinu, eru því sjálfsagðar og eðlilegar. Umsóknafrestur er runninn út um héraðslækn- isembættið hér á ísafirði. Þessir læknar hafa sótt um embættið: Bjarni Guðmundsson, Flateyri, Knútur Kristinsson, Hornafirði, Ólafur Ólafsson, Stykkishólmi og Baldur Johnsen, Ögri. Búnaðarþing er að hefjast í Reykjavík þessa dagana. Sitja það af hálfu Vest- firðinga, Páll Pálsson bóndi í Þúfum, Kristiun Guðlaugsson Núpi, en hann er form, Bún.s.b. Vestfj., og Gunnar Þórðarson Grænumýrartungu. Ur bæ og byggð Aðalfundur Sjómannafélags ísfirðinga var haldinn s. 1. mánudag. Fóru þar fram venjuleg aðalfundarstörf. Formaður félagsins var kosinn Kristján Kristjánsson en vara- form. Bjarni Guðnason, ritari Ingibjartur Jónsson en vararitari Pétur Einarsson, gjaldkeri Sig- urgeir Sigurðsson en varagjald- keri Össur Valdemarsson, fjár- málaritari Bjarni Hansson. Endurskoðendur voru kjörnir: Högni Gunnarsson og Árni Magnússon. í stjórn styrktarsjóðs voru kjörnir: Sigurgeir Sigurðsson, Árni Magnússon og Kristján Kristjánsson og i húsnefnd Árni Magnússon ogKristján Kristjáns- son. í Sjómannadagsráð voru kjörnir: Högui Gunnarsson, Sig- urgeir Sigurðsson og Kristján Kristjánsson. Reikningar félagsins fyrir s. 1. tvö ár voru lesnir upp og samþ. Þá var samþykkt að Sjómanna- félagið gæfi 400 kr. I sundlaug- arsjóð. Árni Magnússon hreyfði þvl á fundinum, að æskilegt væri að sjómenn á minni bátum en 12 smál. fengju veikindafri eins og þeir sjómenn, sem eru á bát- um stærri en 12 smál. Eftir tillögu frá Högna Gunn- arssyni var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum að fela stjórn- inni að fara þess á leit við útgerðarmenn, sem gera út skip uudir 12 smál. niður f 6 smál., að sjómenn á bátum þeirra fengju viku veikindafrí. Fundurinn var allvel sóttur og fór hið bezta fram. Samningar hafa nýlega tekist milli rikis- stjórnarinnar og hinna erlendu setuliða um takmörkun íslenzks vinnuafls í þágu framkvæmda herstjórnanna. Mun vera ráðgert að fækka um 800 manns í þess- ari vinnu. Fækkunin mun þó koma þá fyrst til framkvæmda, er eftirspum eftir verkamönnum til islenzkra framieiðslustarfa, að landbunaði eða útgerð, eykst. Mun fækkunin fyrst og fremst koma niður á þeim verkamönn- um, sem utan af landi eru og leitað hafa til Reykjavikur. Er það gott dæmi upp á þjóðholl- ustu kommúnista og sósfaiista, að þeir ætla nú að ærast út af þessum ráðstöfunum, sem miða að þvi, að tryggja það, að ís- lendingar geti haldið framleiðslu sinni áfram. Er allt á sömu bók- ina lært hjá þeirn lánlitlu lags- bræðrum. » Bæjarstjórnarkosningar fara fram i Reykjavik sunnu- daginn 15. marz n. k. Útvarps- umræður um bæjarmál fóru fram 3. og 4. þ. m. Einnig verða út- varpsumræður 12. þ. m. TILKYNNING frá Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Hér með tilkynnist öllum þeim, sem nú hafa í höndutn gjald- eyrisleyfi, fyrir greiðslum til Bandarikjanna og Canada, að þeir þurfa, áður en þeir geta snúið sér til bankanna til kaupa á gjaldeyri samkvæmt leyfum þessum, að leggja þau fram til skrásetningar á skrifstofu Gjaldeyris- og innflutningsnefndar og gera þá um leið grein fyrir því, hjá hvörum bankanum gjaldeyririnn óskast keyptur. Skrásetningu þessari, sem aðeins tekur til þeirra leyfa, sem nú eru í umferð, skal lokið fyrir 15. marz næstkomandi, og verða þau leyfi, sem ekki hefir verið komið með til skrásetningar fyrir þann tima, felld úr gildi. Jafnframt skal vakin athygli þeirra, sem hafa í höndum gjald- eyris- og innflutningsleyfi, sem féllu úr gildi 31. desember 1941 eða fyrr, að ef þeir hafa gert ráðstafanir til vörukaupa samkvæmt þeim, þurfa þeir að gera skriflega grein fyrir þvi við nefndina og sækja um framlengingu á leyfunum fyrir 15. marz næstkomandi, enda verða umsóknir um slikt, sem fram koma eftir þann tíma, ekki teknar til greina. Ennfremur skal það tekið fram, að framvegis þegar sótf er um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir vörum frá Bandarikjunum eða Canada 'skal tilgreina magn (þunga) Vörunnar, eftir því sem við verður komið, svo og fob-verð að viðbættri vátryggingu og einnig i hvaða banka gjaldeyririnn óskast keyptur. Reykjavík, 28. febrúar 1942. Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Góð stúlka óskast í vist nú þegar, eða frá 1. mai, til Halldórs stjóra. Halldórssonar banka- Auglýsingum, sem birtast eiga i blaðinu, verður að skila eigi siðar en á föstudag.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.