Vesturland


Vesturland - 13.02.1943, Blaðsíða 1

Vesturland - 13.02.1943, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJ ÁLFSTÆÐ ISM AN N A XX. árgangur. ísafjörðu'r, 13. febrúar 1943. 4. tölublað. ísafjörður. Hugleiðingar og tillögur um hagkvæma íramkvæmd að stórum landauka íyrir bæinn. Rétt nú, þegar ég sezt niður til að skrásetja eftirfarandi hugleiðingar mínar, sem þó hafa fylgt mér í mörg ár, deí- ur mér í hug, að einhver muni segja: „Hvað kemur þér þetta við? Láttu stjórn bæjarmál- anna um það". Nei, sem betur fer befir hver borgari þj óðf elagsins tillögu- rétt og fullt ritfrelsi í þessu landi. Jafnframt hlýtur að vera ætlazt til þess, að hver þegn láti þjóðfélaginu í té alla, sína orku umfram þá, sem hann þarf til þess að afla sér og sínum lífsviðurværis. Hið takmarkaða landrými bæjarins hefir verið mörgum áhyggjuefni, og á eftir að verða það frekar en orðið er. Síðastliðið ár hafa verið gerð- ar nokkrar ráðstafanir fyrir byggingaplássi, með skipulagi hlíðarinnar ofan og innan við bæinn, til húsabyggingar. Ráðstöfun þessi var sjálf- sögð og raunar sú eina, sem hægt var að gera í bili. Hins- vegar eru takmörk fyrir því, hve langt er hægt að fafa í þessu efni, það er að segja, ná- lægt urðarfótunum, vegna skriðufalla og steinkasts. En bygginganefnd mun þó'.sjá' fyrir því, að byggingar verði ekki leyfðar á hættulegum stöðum. Þá er hópur manna, sem hugsar landauka með því að fylla upp grunnsævið við Poll- inn, gera svo bryggjur út í dýpið og byggja jafnvel röð íbúðarhúsa pollmegin við Hafnarstræti. Þetta finnst mér óráð; Vildi ég geta sýnt sam- borgurum mínum stærðina á Pollinum með hugsaðri flóð- hæð 4 metrum neðan við stór- straums fjöruborð. Þetta er að visu ekki hægt nema með upp- drætti. En sá sj ávarflötur, sem þannig væri táknaður, er það svæði, sem togari flýtur á urii. stórstraums flóð. Þá mundi margur segja: „Mikið er höí'u- in okkar lítil". Hvað skal svo álykta, þegar innsiglingiu verður dýpkuð og stórum flutningaskipum er ætlað að snúa sér á Pollinum. Spyrjum hafnsögumennina. Þetta er mál út af fyrir sig, er þarf gaumgæfilega yfirrveg- un þeirra manna, sem eru staðháttum kunnugir, og þeir eiga að mestu að ráða skipu- laginu, en hafnarverkfræðing- arnir að teikna og áætla kostnað mannvirkjanna. Það, sem hér fer á eftir, er ekkert nýtt mál, að minnsta kosti ekki fyrir undirrituðum og hafnarnefnd, því að í bréfi okkar Jóns H. Sigmundssonar, dagsett 19. júlí 1941, til bæj- arstjórans á lsafirði, bendum við á þennan möguleika til landaukningar. En hér verður gerð ítarlegri grein fyrir mál- inu og á þann hátt, að allir, sem láta sig einhverju máli skipta um framtíð bæjarins, eigi kost á að athuga málið og veita þær leiðbeiningar, sem að gagni megi koma. Landauka þennan hugsa ég sundmegin við tangann, með því að gera grjótgarð úr Suð- urtanganum yfir undir Holið (þó ekki alveg út á grynning- aroddann). Grjótgarður þessi fylgi síðan eins faðms dýptar- línu, og sé sumstaðar nokkru innan við hana, alla leið út að Norðurtanga, þaðan sé svo gerður garður í land í stefnu við Fj arðarstræti. Línu þessa hefi ég teiknað inn á sjókort af innsiglingunm til Isafjarðar og reiknast mér landaukinn 360 þúsund fer- metrar. Á þessu korti reikn- aðist mér kaupstaðarlóðin upp að Túngötu 202 þúsund fer- metrar. En á bæjarkortinu (1:2000) reiknaðist nyír flat- armálið innan sömu takmarka 196 þúsund fermetrar. Er hér nokkur skckkja, sem mér sýn- ist helzt vera af því, að Suð- urtanginn er sýndur lítilshátt- ar breiðari á sjókortinu. Svo "skal þess getið að Túngata er ekki sýnd á kortunum en er lauslega áætluð við mæling- rina. 'Hvor mælingin, sem tekin er, og hvort sem nokkur skekkja kann að vera á mæl- ingu eyrarinnar, er saman- burðurinn gerður til þess að get'a sýnt á táknrænan hátt, hve landaukinn er mikill, það er um 1,8 sinnum stærð eyr- arinnar neðan Túngötu. Er þetta allmikið verðmæti, miðað við verijulegt lóðaverð hér, en þó meira, ef tekið er tillit til möguleikanna að því er snertir þróun bæjarins sem fiskiveiða- og fiskiðnaðarbæj - ar. Hvernig getur Isafjörður og hafnarsjóður komið þessu verki í framkvæmd? Skal vik- ið að því síðár, að hverju leyli hafnarsjóði er málið viðkom- andi. Mikið aí' þessum varnar- garði er á nálega tveggja metra dýpi, svo að hæð hans þarf að vera 5 til 6 metrar, en uppfyllingarsvæðið er að mestu leyti á þurru um stór- straums fjöru, svo að þykkt uppfyllingarinnar er að miklu leyti ekki nema 4 metrar. Garðinn tel ég líklegast að byggja með þartil gerðu vél- , skipi, með líkum útbúnaði og skip það, er notað var til að gera brimvarnargarðinn á Siglufirði. Stórgrýtið sé tekið á Kirkju- bólshlíð og Eyrarhlíð eftir því, sem veður leyfir í það eða bitt skipti. Þeir, sem þekkja að- stöðuna til grjótnámsins k Siglufirði, geta skilið, hve hún er miklu betri hér á Isafh'ði. Vegna sjávarfalla væri bezt að geta unnið nótt og dag meðan á grjótnáminu stendur, með þrefaldri skipshöfn, júní- og júlímánuð ár hvert. Þegar innsiglingin verður dýpkuð sé uppmoksturinn all- ur látinn ganga til uppfylling- ar innán við varnargarðinn. Þáð er vitanlegt, að mikið aí grjóti, möl og sandi berst inn með Eyrarhlíð, meðfram eyrv inni og inn að Suðurtanga. Þar tekur straumurinn við þessu cfni og drcifir því út eftir Sundinu og ve'ldur grynnkun innsiglingarinnar út við Kald- áreyri, þar sem nú mun vera orðið álíka grunnt og í sjállfu Holinu. Tilætlunin er, að þetta aðkomuefni stöðvist og inni- lokist við varnargarðinn. Þetta mundi þó ekki verða fullnægj- andi, svo að meira efni þarf að koma, eftir því sem til fell- ur, til þess að landið verði nægilega hátt til bygginga. Af þessu mætti álykta, að ó- ráðlegt væri að dýpka Sundið, áður en nokkuð er til þess að varna því, að malarburðurinn meðfram tanganum ,lendi i væntanlegri innsiglingarennu, svo að þessu leyti er hafnar- sjóður aðili að mannvirkinu. Bersýnilega þarf því að vera samvinna milli þeirra, sem stjórna bæjarmálunum og þeirra, sem stjórna hafnarmál- unum. Það má segja með nokkrum rökum, að við höfum nægilegl byggingapláss í mörg ár enn. Þó er það svo, að ekki mun vera til nærtækt byggingapláss við höfnina fyrir fiskiðnað, þegar frá eru tekin pláss handa útgerðarmönnum, þeim fyrirhuguð vegna útgerðar- innar. En aðalatriðið er: Suður- tanginn má ekki styttast, flóð- opið má ekki breikka, því þá grynnir að sama skapi. Isafirði í janúar 1943. B'árður G. Tómasson. Frumvarp til laga um verðlag. Eins og getið var um í síð- asta tbl. Vesturlands lagði rík- isstjórnin þetta frumvarp fyr- ir þingið 20. jan. s. 1. Nokkrar breytingatillögur við það hafa nú komið fram og er frumv. ennþá óútrætt. Er efni þessa frumvarps rak- ið hér í aðalatriðum: Viðskiptaráð, sem skipað er samkvæmt lögum um innflutn- ing og gjaldeyrismeðferð, frá 16. jan. þ. á., skal hafa eftirlit 'með öllu verðlagi, og hefir það bæði af sj álfsdáðum og að fyr- irlagi ráðuneytisins vald og skyldu til að ákveða hámarksr verð á hvers konar vörur og verðmæti, þar á meðal hámarl; álagningar, umboðslauna og annarar þóknunar, sem máli skiptir um verðlag í landinu. Svo getur Viðskiptaráð og úr- Frarahald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.