Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.02.1943, Blaðsíða 4

Vesturland - 21.02.1943, Blaðsíða 4
20 VESTURLAND Slysfarir. Framhald af 1. síðu. byggðarlaga að framförum og góðum vexti. M/b Draupnir var eign h/f Andvara í Súðavík, keyptur frá Siglufirði haustið 1940, traustur og góður vélbátur, eikarbyggður i Friðrikshöfn í Danmörku haustið 1931. Þrátt fyrir hið versta veður gerðu eftirlitsskipið Richard og allir stærstu fiskibátarnir héðan frá Isafirrði, 2 bátar h/f Hugins og 4 bátar Sam- vinnufélagsins, mikla leit að m/b Draupnir. Hófst leitin jafn skjótt og unnt var og lauk ekki fyr en mánudaginn 15. þ. m. Að tilhlutun Slysavarna- félagsins tók einnig flugvél þátt í leitinni. En öll leitín varð þó árangurslaus um nokkra vitneskju um afdrif m/b Draupnis, sem liklegast er að farist hafi af þungum áföllum á heimleið sinni. Rafveita ísafjarðar og Eyrarhrepps. Yfirvofandi raforkuþurð vegna vatnsskorts. Langar og tíðar bilanir rafstraums- ins í óveðrinu í s. I. viku og fram á s. 1. sunnudagskvöid. All langt er nú liðið síðan vatnsforði rafveitunnar tók að ganga svo til þurðar, að stjórn fyrirtækisins komst ekki hjá að setja sérstakar reglur um takmörkun raforkunotkunar- innar til sparnaðar á stöðugt þrjótandi vatnsforða. — En sparnaðar ráðstafanir þessar hafa sumar borið miklu minni árangur en vænta hefði mátt, svo sem stór hækkun raforku til hitunar, þar til nú nýlega að rai'tenglar til hitunar voru innsiglaðir. Fólk skeytti Jítt um sparnað á raforkuhitanum þótt hann væri stórlega hækk- aður. I öðru blaði bæjarins, Skutli, hefir fólk þó oftsinnis verið hvatt til sparnaðar á raf- orkunni og i þeim tilgangi gefnar glöggar og góðar skil- greiningar um raforku notlv- unina til hinna ýmsu þarfa svo öllum mætti verða ljóst hvers sparnaðar væri nú þörf til að treina hinn síminnkandi vatnsforða sem lengst. Vestur- land vill eigi siður hvetja fólk til rétts skilnings og góðra samtaka um að halda allar sparnaðarreglur sem ]>ezt til að forða sér sem lengst frá al- gjörðum raforku þrotum. En ef kalt tíðarfar helst langt fram í n. k. mánuð og ekkert nýtt aðrennsli vatns bætist við hinn litla forða, sem engin sérstök vonbrigði gætu talist, á þessum tíma vetrarins, þá gæti orðið hæpið livort algjörð vatns- og raf- orkuþrot ykðu umflúin. Til ör- yggis því að til þessa konii ekki virðist einasta ráðið að rafveitan tryggði sér í tæka tíð, einn eða fleiri stóra mótora til framleiðslu á cins miklu rafmagni og hægt væri á þann liátt að afla bæjarbúum og öðrum raforkunotendum til nauðsynlegra ljósa og annara heimilisþarfa. Er reyndar ekki ólíklegt að einhverjir slíkir til- tækilegir mótorar séu til hér á staðnum. Skorar Vesturland á stjórn Rafveitunnar að taka hið skjótasta þessi úrræði til athugunar og framkvæmda. Bilanir raforkukerfisins. 1 stórviðrinu sem hér geys- aði um Vestfirði og víðar að- faranótt s. 1. fimmtudags 18. þ. m. bilaði háspennulína raf- veitunnar um kl. 4 að nóttu með þeiin afleiðingum aö bæjarbúar og aðrir raforku- notendur urðu að búa við al- gjört raforkuleysi og myrkvun í tæpa 2 sólarhringa. Loks á áliðnum öðrum degi, föstud. 19. þ. m., fannst bilun línunn- aa og var bætt svo að rafmagri fékkst aftur til notkunar um mestan hluta raforkusvæðisins um kl. 6 að kveldi. 11—12 íbúðarhús máttu þó bíða ein- um sólarhring lengur en allir aðrir eftir að fá aftur raf- magnsstraum af því að fyrr var ekki gjört við einhverja smá bilun sem orðið hafði í spenniskiptistöð einni inn við Seljalandsveginn. Á laugar- dagskveld kl. á 9. tíma varð aftur háspennulínubilun með algjörðu straumrofi og myrkv- un, eins og áður. En viðgerð var þá lokið eftir rúmann 1 klukkutíma og allir fengu ljós og rafstraum til annara þarfa nema þau fyr umræddu 11—12 hús er enn máttu bíða eftir viðgerð í skiftistöðinni til s. 1. sunnudagskvelds. Hafa þessi hús j)á af umræddri rafmagns- bilun orðið að búa um helm- ingi lcngri tíma við algjörða myrkvun og raforkuþrot en nokkrir aðrir notendur raf- magnsins, það var gott að' það voru þó ekki fleiri er hlutu þessa helmingi lengri myrkv- un og raforkuþrot. Undravert virðist ófaglærðu l'ólki (í raffræðinni) að nær jiví 2 sólarhringa þurfi til að finna bilun á ekki lengri há- spennulínu en hér er um að ræða. En öllu óskil j anlegn eru þó tvennar eins sólarhrings aukatafir við að lagfæra sömu spennibreytistöðina er engar Hefi ávallt ýmsar vörur á hoðstólum, t.d.: Efnagerðarvörur, hreinlætisvörur og alls konar smávörur. Fr. Karlsson Sími 201. Aths. Vörugeymsla og afgreiðsla er í Aðalstræti 13. Húseign bæjarins í Tungu í Skutulsfirði er til sölu. Væntanleg- um tilboðum sé skilað fyrir 1. marz n. k. til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna þeim öllum. ísafirði, 17. febr. 1943. Bæj arstj óri. Rúðugler höfum við jafnan fyrirliggjandi í eftirfar- andi þykktum: 18 ounces 300 ferfet í kassa 24 ounces 200 ferfet í kassa 26 ounces 200 ferfet I kassa Útvegum einnig með stuttum fyrirvara: VENJULEGT RÚÐUGLER 4,5 og 6 millimetra þykkt. SLÍPAÐ GLER í öllum stærðum og þykktum. GANGSTÉTTAGLER, VEGGJAGLER og allskonar MISLITT- og HAMRAÐ-GLER. Kaupið ekki gler án þess að tala fyrst við okkur. Svörum öllum fyrirspurnum um hæl. Eggert Kristjánsson & Co., h.f. Reykjavík. stórbilanir mun þó hafa hlotið. Hvað eða hverja, sem um svo seinlegar aðgerðir má saka, eru þær þó jafnóviðunandi. Vill Vesturland leyfa sér að vekja 'áthygli stjórnar Raf- veitunnar á því að eigi verði af öðrum en henni krafist að sjá fyrir þeim viðbúnaði er þarf til skjótari viðgerða á raf- orkukerfinu næst þegar það kann að bila en raun varð á nú seinast. Starfsstúlku vantar nú þegar á Sjúkrahús ísafjarðar. Hálít íbúðarhús tii söiu. Upplýsingar í síma 176. Dánarfregn. Frú Friðgerður Samúelsdótt- ir, eiginkona Péturs Jónssonar verkstjóra hjá Verzlun J. S. Edwald hér í bænum, lézt á heimili sínu 12. j). m. ÍJtför hennarTór fram s.l. laugardag, Bíó Alþýðuhússins sýnir Miðvikudag og Fimmtudag kl. 9 Kvennahótelið. Bráðskemmtileg mynd frá Fox Film.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.