Vesturland


Vesturland - 17.07.1943, Blaðsíða 1

Vesturland - 17.07.1943, Blaðsíða 1
VESTURLAN BLAÐ VESTFIRZKRA SJ ÁL FS TÆÐ I SM ANN A XX. árgangur. ísafjörður, 17. júlí 1943. 21. tölúblað. Stofnum íslenzkt lýðveldi I ***«**»*. eigi síðar en 17. júní 1944. Kaflar úr ræðu Bjarna Bene- diktssonar á landsfundi Sjálf- stæðismanna á Þingvöllum. Gremja Dana ástæðulaus. Verið er að læða því út, að Danir hafa fyllst gremju yfir ráðagerðum Islendinga. Eh hvaða ástæðu hafa Danir til að láta sér gremjast fyrir- ætlanir Islendinga? Því hefur Sigurður Eggerz svarað bezt með ummælum i grein, sem Vísir birti 29. marz 1941. Þar segir svo: „Þvi hefir verið haldið fram, að með þvi að nota riftinguna, sýndum vér Dönum óvenju lit- inn drengskap og bökuðum þeim mikinn sársauka. Jeg óska þess innilega, að Danir fái aftur öll umráð yfir sínu landi og meigi eiga það kvaða- laust áfram. — Jeg óska þess innilega, að Islendingar fái full umráð yfir sínu landi og megi eignast það kvaðalaust. — En jeg get ekki óskað þess, að Danir megi halda áfram rétti þeim, sem þeir hafa yfir Islandi. — En sársauki sá, sem að þeim er kveðinn, ef vér rift- um, er þá aðeins fyrir það, að þeir missa rétt sinn yfir landi voru, en vjer eignumst hann. — Getur nokkur íslendingur tekið þátt í þessum sársauka Dana?" Nú er ekki lengur rætt um að rifta sambandslögunum fyrir þann tíma, sem í þeim sjálfum er tilskilinn. Ætlunin er þvert á móti sú, að slíta sambandinu nær hálfu ári síðar en samkvæmt sambandslögunum sjálfum er heimilt. Ástæðan til hugsanlegrar gremju Dana er þvi gersamlega brottu fallin, enda er ljóst, að afstaða Bandaríkjanna hlýtur að byggjast á því, að slík gremja sé með öllu ástæðulaus, éf beð- ið er með framkvæmd lýðveld- isstofnunar þar til eftir árslok 1943. Um hvað er að semja? Undanhaldsmennirnir ís- íénzku segja eflaust, að þvi fari fjarri, að imynduð gremja Dana spretti af því að fyrir- hugað er, að þeir missi sín aldagömlu ráð yfir Islandi fyr- ir fullt og allt, heldur komi hún af hinu, að ekki eigi að tala við þá. En um'hyað á að tala við Dani? Hver eru þau ákvæði sambandslaganna, sem til mála geti komið, að verði lát- in halda gildi? Konungdæmið? Islendingar urðu að taka konungsvaldið inn i landið á hættunnar stund. Ekki vegna eigin óska, heldur til þess neyddir af ofurþunga atburðanna. Síðan hafa liðið yfir landið hættusamari tímar en nokkru sinni fyrr. Við kvöddum til okkar eigin þjóð- höfðingja búsettan í landinu sjálfu til að hjálpa til að ráða fram úr vandanum. Kemur nokkrum til hugar, að Islend- ingar reki hann af höndum sér og semji um að fela erlendum manni í fjarlægu landi aftur æðsta vald í málefnum rikis- ins? Utanrikismálin? Eru þeir rnargir Islendingarnir, sem vilja á ný fela Dönum með- ferð utanríkismálanna, eftir að við urðum óviðbúnir að taka þau að öllu í okkar hend- ur í miðju ölduróti styrjaldar- innar? Landhelgisgæzlan ? Dreymir nokkurn Islending um það, að danski fáninn sjáist framar við hún á þeirn skipum, sem eiga að gæta íslenzkrar land- helgi? Gagnkvæmur rikisborgara- réttur? Full vist er að íslend- ingar semja ekki framar um það, að þrjátiu sinnum mann- i'leiri þjóð hafi sama ai'nota- rétt af landinu og Islendingar sjálfir. riitt höfum við alltal' ialið sjálfsagl, og það leggur stjórnarskrárnefndin lil, að Danir, sem dveljasl hér nú þegar, baldi að ölhi jafnrétti við Islendinga. Og d'ettur nokkrum í hug, að Danir f'ari ekki á sama veg með Islend- inga þá, sem nú dveljast i Danmörku? Áreiðanlega. ekki þeim, sem mest tala um nor- rænar sambúðarvenj ur. Hvað er f j arlægara norrænum drengskap en að hugsa sér, að Islendingar í Danmörku væru látnir gjalda þess, að Islend- ingar á Islandi vildu að land þeirra yrði sjálfstætt? Slíkum fjarstæðum er ekki eyðandi að orðum. En er þá upptalið það ei'ni sambandslaganna, sem hugs- anlegt væri að tala um eða semja, þégar er frá er talið íyrirmælið um ævarandi hlut- leysi Islands, sem áður er á drepið og Dani varðar engu. Hvert af þessum ákvæðum kemur til mála, að Islending- ar endurnýi í nokkurri mynd? Og ef menn eru sammála um, að það sé ekkert, um hvað á þá að tala? Norrænar sambúðarvenjur. Jú, segja undanhaldsmenn- irnir, að vísu getum við ekki tilgreint neitt ákveðið atriði, sem við þurfum að semja eða tala um við Dani, en norræn- um sambúðarvenjum verðum við að fylgja. En á hverju hvílir hin nor- ræna samvinna? Á gagn- kvæmri virðingu fyrir frelsi, lýðræði og menningu hverrar einstakrar Norðurlandaþjóðar. Er þessi grundvöllur rofinn með því, að Islendingar með alþjóðaratkvæði treysti menn- ingu sína með stofnun alfrjáls lýðveldis? Nei, þvert á móti. Samvinnan er gerð haldbetri en nokkru sinni fyrr, horn- steinar hennar fleiri og örugg- ari en áður. Á glundroðann i viðhorfi þessara ríkja til heimsvið- burðanna verður hinsvegar ekki aukið frá því, sem nú er. Eða hvernig hafa, Norðurlönd brúgðist við atburðum ófriðar- ins ? Noregur er einn al' öndvcg- isþjóðunum í liði Bandamanna í baráttu við Þjóðverja. Finn- land er í bandalagi með Þjóð- verjum. ísland hei'ir l'alið Bandaríkjunum hervarnir sín- ar meðan á ófriðnum stend- Framhald á 3. síðvi. Aukin samheldni virðist vera að skapast um Sjálfstæðismálið. Auk þess sem blöð Sj álfstæðisflokksins hafa lýst eindregnu i'ylgi sínu við stefnu landsfundar flokks- ins og tillögur milliþinganefnd- arinnar, hafa nú blöð Fram- sóknarflokksins og Sosialista- flokksins lýst sig og flokka sína eindregið fylgjandi því að lýðveldi verði stofnað á Is- landi eigi síðar en 17. júní 1944. Þá hefur og nýlokið kennaraþing, sem háð var í Reykjavík, lýst því yfir að það telji sjálfsagt að lýðveldi verði stofnað hér eins fljótt og unnt er. Þing Ungmennafélaga Is- lands, sem háð var á Hvann- eyri, hefur og samþykkt ein- arða yfirlýsingu um að lýð- veldi verði stofnað eigi siðar en 17. júní 1944. Bæjarstjórn Seyðisf j arðar hefur samþykkt í einu hljóði tillögu um að lýðveldisstofnun fari fram á næsta ári. Ber vissulega að fagna hin- uin vaxandi samhug hjá þjóð- inni í þessum efnum. Mórauður sokkur. En það eru samt ekki allir, þótt undarlegt megi virðast, sem fagna einhug þjóðarinnar um það, að stofna íslenzkt lýð- veldi á næsta ári. Blað Alþýðu- flokksins hér á Isafirði hefur spýtt mórauðu undanfarnar vikur af ólund yfir þeirri „óða- gotsleið" sem nú* eigi að fara í Sjálfstæðismálinu. Hvers vegna er þessi mórauðasti sokkur af öllum mórauðum sokkum -svona sinnaður? Jú, Það er vegna þess að við þurf- um að ná tali af Dönum, segir hann, áður en við framkvæm- um það, sem Islendingar og Danir sömdu um fyrir 25 ár- um. Piltarnir, sem prjóna mó- rauðasta sokkinn vilja bíða með lýðveldisstofnun þar til í styrjaldarlok, fyrst og fremst til þess að geta „talað við Dani". - Skrýtin aðferð. Gerum okkur ljóst hvað það þýddi. Bjarni Benediklsson bendir á það í liinni al'burða glöggu ræðu sinni, sem ka'flar eru birlir úr hér í blaðinu; Það þýddi það, að þégar samtals- möguleikar hefðu slcaþasf við Dani i styrjaldarlok, yrði hinn íslenzki ríkisstjóri að líröklast

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.