Vesturland


Vesturland - 17.07.1943, Blaðsíða 2

Vesturland - 17.07.1943, Blaðsíða 2
82 VESTURLAND VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason, frá Vigur Silfurgata (i. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, simi 19 3. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslumaður: Jón Hjörtur Finnbjarnarson. Skipagata 7. frá' völdum og Danakonungur að taka við, sendiherrar er- lendra ríkja, sem tekið haí'a sér aðsetur á Islandi yrðu að flytja til kongsins Kaupmanna- hafnar, íslenzk utanrikismál flyttust yfir í danska utanríkis- málaráðuneytið o. s. frv. Allt þetta og margt fleira yrðu af- leiðingar þess ef Islendingar færu að telja sér trú um að þeir þyrftu endilega að tala við Dani um framtiðarlausn Sj álfstæðismálsins og að Sam- bandslögin væru i gildi löngu ef tir að þau væru orðin dauður bókstafur. Fákænska og fleðulæti. En svo botnlaus er fákænsk- an og fleðulætin utan í „nor- rænar sambúðarvenjur" hjá þeim, sem prjóna mórauða sokkinn, að þeir sjá enga þess- ara afleiðinga. Þeir sjá það eitt, að íslenzka þjóðin þurfi að biða eftir því með lýðveld- ismyndun að skiptaréttur stór- veldanna verði settur að styrj- öldinni lokinni og Dönum náð- arsamlegast boðið að hlusta þar á fyrir sína hönd — og Is- lands. Norræn samvinna. Eru það álög á Alþýðu- flokknum að flest það sem hann kemur nálægt hljóti að verða ljótleika og yfirdreps- skap að bráð. Norræn samvinna hef ur ver- ið öllum Islendingum hugleik- ið mál. Islendingar hafa viljað treysta sem best hin menning- arlegu tengsl við Norðurlönd og frændþjóðirnar, sem þau byggja. En jarmur einstakra Alþýðuflokksmanna í blöðum flokksins undanfarið, um það, að með þvi að Islendingar færu að lögum og stofnuðu íslenskt lýðveldi árið 1944, væri gengið á svig við „norrænar sambúð- arvenjur", er á leiðinni að skapa það almenningsálit að norræn samvinna sé þá ekki eins góður og hreinlegur hlut- ur og þjóðin hingað til hefur trúað. Þjóðin skilur það nefni- lega ekki að það samræmist ekki „norrænum sambúðar- venjum" að fara í öllu að lög- um og gerðum samningum. Óskur J óhannesson hréppstjóri á Þingeyri and- aðist 14. þ. m. Nýlálnar eru hér í bænum Guðrún Ivarsdóttir og Mar- grét Zakaríasdóttir. Samvinnufélagsskapurinn má ekki vera í tengslum við póli- tízka flokka ' - segir Aðalsteinn Eiriksson skólastjóri. Isnjallri ræðu, sem Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri flutti í þann mund er síðasta aðalfundi Kaupfélags ísfirðinga lauk, benti hann á það, hversu f jarri sanni það væri að samvinnufélagsskapurinn í landinu væri mark- aður undir ákveðna pólitíska flokka. I samvinnufélögunum væri fólk úr öllum stjórnmálaflokk- um með hinar sundurleitustu skoðanir á þjóðmálum. Til þess bæri þessvegna brýna nauðsyn að samvinnufélags- skapurinn losaði sig úr öllum tengslum við pólitíska flokka og starfaði fyrst og fremst sem óháður félagsskapur allra sam- vinnumanna i landinu, hvaða þjóðmálaskoðun sem þeir. að- hylltust. Vesturland getur fyllilega tekið undir hin skorinorðu um- mæli skóólastjórans. Eins og Sj álf stæðismenn höfðu forystu um það að leysa Alþýðusamband Islands úr hinum pólitísku viðjum, sem það var bundið Alþýðuflokkn- um, eins er það skoðun þeirra að samvinnufélagsskapinn beri að losa úr þeim pólitísku tengslum, sem hann er i við Framsóknarflokkinn. Stefna Sjálfstæðismanna í verzlunar- málum er sú, að frjáls sam- keppni fái að rikj a milli hinna Á FÖRNUM VEGI Ný „hreingerning?" -— Bréf úr vegavinnunni. Heyrt á götuhorni. G. G. skrifar: — „Mér hefir ný- lega borist til eyrna frétt, sem ég trui varla. Ég heyri sagt, að einum af skipstjórum Samvinnufélags Is- firðinga, Hinrik Guðmundssyni, skipstjóri á Auðbirni, hafi nýlega verið sagl upp stöðu sinni sem skipstjóra, með stuttum íyrirvara. Þessi maður hefir verið skipstjóri á þessum bát frá byrjun og jafnan verið vel látinn og dugandi sjómað- ur. Mér þykir furðulegt ef hann á nú að gjalda þess að ólag hefir um skeið verið á vél skips þess, sem hann hefir stjórnað. Vitanlega kemur ekki til mála að skipstjórinn eigi minnstu sök á því. Mér finnst þessi brottvikning hins reynda skipstjóra afskaplega lítið drengi- leg. Ég hefi líka heyrt að í stjórn Samvinnufélagsins haí'i ríkt um hana mikill ágreiningur. Ég hefi heyrt ýmsa sjómenn furða sig á þessu atferli gagnvart jafn traust- starfsmanni og Hinrik Guðmunds- son hefir alltaf verið. Ef til vill er þetta liður í „hreingerningu" þeirri, sem hófst með aðförunum gagnvart Gunnari Andrew og Jóni Péturssyni. En mér finnst þetta hálfgerður skollaleikur". Ég hefi ekki miklu við þetta að bæta. Ég hefi alltaf haldið að skip- stjórar Samvinnufélagsins vœru allir sem einn bráðduglegir og happasælir sjómenn og þar væri því ekki þörf neinnar „hreingern- ingar eða brottrekstra. „Strúkur i vegavinnu skrifar: — „Alveg gengur sú endemisvitleysa frani af mér að við hér í veginum skulum ekki mega vinna nema í IVi tíma núna yfir hásurnarið. En þetta mun vera samkvæml samn- ingum, sem Alþýðusambandið hefir gert um vegavinnuna á öllu land- inu. Almennt eru verkamenn sár- óánægðir með þessa tilhögun. Þetta hefur af okkur mikla peninga en gerir mann hinsvegar hálfviUaus- an af því að liggja yfir 16 tíma í tjöldum og hatast ekkert að. Ég mótmæli pessu, ég vii fá mein vinnu, ekki undir i0 tíma á dag. Eg skil ekkert í verkalýösféiögun- um út um land að láta kommún- ista í Reykjavík draga sig út í slíka vitleysu tíi skaða og siíapraunar íyrir alla þá, sem þessum ákvörð- unum Alþýöusambandsins verða að hlýta". Ég fellst gjörsamlega á þá megin- skoöun, sem fram kemur í þessu bréfi vegavinnustráksins. 8 stunda vinnudagurinn í vegavinnunni og ílestum framleiðslustörtum út á landi er heiber heimska, enda er mér kunnugt um að ýms verkalýðs- iélög hafa mótmælt honum og kraf- ist þess að unnið yrði í 10 klst. fyrir dagvinnukaup. Það er alls ekki við þvi að búast að ríkið vilji láta vinna 2 klst. með eftirvinnukaupi t. d. i vegavinnunni, svo gifurleg hækkun, sem viða hefur orðið á vegavinnukaupinu. Það getur verið að 8 stunda vinnudagurinn eigi rétt á sér hjá iðnaðarfólki í Reykja- vík, sem suml vinnur erfiða og óholla vinnu. Við framleiðslustörl- in eða opinberar framkvæmdir út um land, er hann vitleysa, sem verður að aí'nema hið bráðasta. Heyrt á götuiwrni. — „Hvers vegna i'æst vatnsbíllinn ekki út á götuna?" Svar: „Vegna þess að krötunum er ekkert illa við rykið, því að þeir eru svo vanir að slá ryki í augun á fólkinu". Þessi orðaskipti heyrði ég milli tveggja manna, sem stóðu á götu- horni í heimspekilegum hugleið- ingum. Þrátt fyrir hið heimspeki- lega yfirbragð þessara manna held ég þó að þeir séu fyrst og fremst raunsæismenn (realistar). Ég byggi þá skoðun mína á orða- skiptum þeirra. Það má hver lá mér sem vill! tveggja verzlunarforma, sam- vinnuverzlunar og kaup- mannaverzlunar. Almenningur í landinu leggur svo sín lóð á vogarskálina í þessari sam- keppni með þvi að beina við- skiptum sínum þangað, sem sem kjörin eru best. Hin frjálsa samkepjmi tryggir það, að hvorugum aðilanum, sam- vinnufélögunum eða kaup- mönnunum skapist einokunar- aðstaða. Á þessu rikir vaxandi skilningur með þjóðinni. Þess- vegna verður að vænta þess, að þeirri misnotkun samvinnufé- laganna, sem Framsóknar- flokkurinn hefur leyft sér i pólitískum tilgangi, verði út- rýmt. Um þá kröfu verða allir, sem skapa vilja heilbrigt verzlunarástand í landinu að fylkja sér. Úr bæ og byggð / Grunnavík hafa hlutir sjómanna orðið með langbezta móti á vorvertíð- inni. Þaðan hafa gengið 4 vél- bátar og hafði sá hæsti þeirra 2900 kr. hlut. Skilyrði til út- gerðar i Grunnavík hafa batn- að verulega við bryggju þá, sem þar hefur verið byggð og áformað er að lengjá nokkuð. Hefur Alþingi veitt 15 þús. kr. til þeirrar framkvæmdar. Mun hreppurinn hef jast handa bráðlega um lengingu bryggj- unnar, þegar honum verður kleift að leggja fram fé gegn framlagi ríkissjóðs. Útsvörin í Bolungavík. I Hólshreppi er niðurjöfnun útsvara nýlokið. Var jafnað niður kr. 161.600.00 á 271 gjaldenda. I fyrra var jafnað niður rúmlega 116 þús. kr. á 294 gjaldendur. Yfir 1000.00 króna útsvar bera nú þessir gjaldendur': kr. Benedikt E. Jónsson 1120.00 BenediktÞ.Benediktss. 1120.00 Bernódus Halldórsson 4 675.00 Bjarni Eiríksson 14 900.00 Einar Guðfinnsson 21 500.00 Egill Guðmundsson 1030.00 Friðrik Teitsson 3100.00 Gísli S. Kristjánsson 1150.00 Guðfinnur Einarsson 1 265.00 Hálfdán Einarsson 1385 00 Ishúsf. Bolungav. h/f 3 850.00 Jakob Þorláksson 1 970.00 Jón Kr. Eliasson 1 915.00 Jón Guðfinnsson 3 790.00 Kristján E. Kristjánss. 3 950.00 Kristj án Þ. Kristj ánss. 1 035.00 Magnús Kristjánsson 3 500.00 Páll Sigurðsson 1 690.00 Pétur Jónsson 1 265.00 SaJomon B. Kristjánss. 1 330.00 Sigurgeir Sigurðsson 1320.00 Sigurmundur Sigurðss. 2 325.00 Sigurður M. Helgason 1 100.00 Sveinn Halldórsson 1165.00 SteingrímurBjarnason 1100.00 Þorbergur Magnússon 1 720.00

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.