Vesturland


Vesturland - 31.07.1943, Blaðsíða 1

Vesturland - 31.07.1943, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XX. árgangur. ísafjörður, 31. júlí 1943. 23. tölublað. Nýtt hraöfrystihús tekur til staría á Isafirði. Eign h. f. Norðurtangi. TVT ýtt hraðfrystihús er í þann mund að taka til starfa hér í bænum. Eigandi þess er h. f. No'rðurtanginn, og er húsið byggt á Norðurtangalóðinni. Stjórn félagsins skipa: Hálfdán Hálfdánsson, Hnífsdal, Guðbjartur Ásgeirsson, Isafirði, Aðalsteinn Pálsson skipstjóri, Reykjavík, Varamaður í stjórn er Guðmundur M Jónsson, Isafirði. Vesturland heí'ur fengið upplýsingar um þetfa nýja at- vinnufyrirtæki hér í bænum hjá framkvæmdarstjóra þess, Hálfdáni Hálfdanssyni. Fara þær upplýsingar hér á eftir. STÆRÐ. Lengd hússins er 37 m. en breidd 16 m. Meðalvegghæð er 5 m. Gólfflötur allrar bygging- arinnar er 592 fermetrar. Þrír geymsluklefar eru i húsinu samtals 294 ferm. að gólffleti. Vinnusalur er 18x12 m. að stærð, vélasalur 12X5 m. og sérklefi fyrir hraðfrysti- tæki 6X5 m. Húsið er steinsteypt, og eru veggir og gólf einöngruð með reiðingstorfi. Steingluggar eru i vélasal pg vinnusal. Er það nýjung i húsagerð hér á Isa- i'irðí. Timburverzlunin Björk smíðaði þá. VÉL AR. Þessar vélar og tæki eru í húsinu: 1 dieselvél 60 ha., knýr hún frystivél, sem er 100 þús. kaloríur. Fyrirhugað er í fram- tiðinni að nota rafmagnsmótor í þessum tilgangi. Hefur hanu þegar verið kcyptur og verður settur upp næstu daga.. Enn- fremur er fyrirhugað að setja upp i haust aðra 100 þús. kaloria frystivél. 1 húsinu cru nú 4 hrað- frystitæki. A F K ö S T . Afköst hraðfrystihússins eru áætluð'10 tonn af f'lökum á sólarhring. Géymslurúm er fyrir 250—300 tonn af hrað- frystum fiski. Half dán B j arnason bygg- ingameistari stóð i'yrir bygg- ingu hússins, en vélsmiðjan Héðinn annaðist niðursetningu véla. Ráðgert er að húsið taki til starfa í lok næsta mánaðar. I húsinu verður skrifstofa framkvæmdarstjóra og kaffi- stofa fyrir starfsfólk. Er þetta hraðfrystihús hið myndarlegasta og mega bæj ar- búar fagna þeirri atvinnubót, senf at því verður. Skilyrði til útgerðar eru að mörgu leyti ágæt í Norðurtanganum. Vesturland óskar eigendum og starfsmönnum hins nj'ja hraðf rystihúss til haming j u með það og væntir að rekstur þess megi verða sem arðgæf- astur. Churchill á Castel Benito. Þessi mynd var tekin, er Churchill, forsætisráðherra Breta, kom til Castel Benito flugvallarins við Tripoli. En flugvöllur- inn er kenndur við Benito Mussolini. Þangað kom Churchill til þess að þakka 8. brezka hernum fyrir sóknina miklu í Norður-Afríku. Atti hann þá tal við Montgomery hershöfðingj a 8. hersins. Forsætisráðherrann er á myndinni í einkennisbún- ingi flugliðsforingja. Ef ráða má af svip hans virðist hann vera bjartsýnn á gang styrjaldarinnar. Mussolini leggur niðu* völd. ífalski fasistaflokkurinn leystur upp. þ ann 25. þ. m. barst sú fregn frá Italíu að einvaldur Itala, Benito Mussolini, hefði gengið á konungsfund og beðist lausnar frá embætti sínu. Jafnframt var tilkynnt að Badoglio marskálkur hefði tek- ið við embætti hans og að konungurinn, Victor Emanuel, hefði tekið við yfirstjórn ítalska hersins. I ávarpi, sem kon- ungur í'lutti í þann mund, er þessi tíðindi gerðust, bað hann þjóðina að forðast harða dóma og lýsti því yfir að Italir mundu berjast áí'ram. verið þar einvaldur. Hann er fæddur í ítalska þorpinu Dovia di Prcdappio, sem er í hérað- inu Romagna, 29. júlí arið 1883. Varð hann því sextugur s. 1. fimmtudag. Hann hóf ung- ur afskipti af stjórnmálum og gerðist þegar ákveðinn social- isti Gekk á ýmsu fyrir honum. Blaðamaður og socialisti. Blaðamennskan varð aðal- starf hans og urðu skrif hans og pólitisk starfsemi til þess að hann sat aft í fangelsi, varð landflótta og átti í stöðugum erjum við yfirvöldin. Á fyrstu blaðamennskuárum sín- um fékkst hann nokkuð við önnur ritstörT, ritaði skáldsögu, sem fékk lélega dóma. Enn- fremur ritaði hann ævisögu Af fregnum frá Italíu virð- ist svo, sem mikils glundroða gæti þar. Hinar stöðugu ófarir ítalska hersins í Norður-Afríku og nú síðast innrás Banda manna og sigrar á Sikiley hafa sýnt þjóðinni út í hvaða ógæfu og öngþveiti Mussolini og fas- cistastjórnin hafa leitt-hana. Hefur Badoglio nú leyst fas- cistaflokkinn upp. Er almennt álitið, að fall Mussolinis þýði það, að Italir ætli sér von bráð- ar að hætta þátttöku í styrj- öldinni og gefast upp. Skömmu fyrir aí'sögn Mussolinis hafði hann átt fund með Hitler og nokkrum foringjum hans. Valdaferill Mussolinis. Mussolini komst til valda á Italíu árið 1922 og hefur siðan Jóhann Húss. Arið 1909 stofnaði hann sitt eigið blað, er hann nefndi La Lotta di Classi, en það þýðir „Stéttabaráttan". Árið 1912 varð hann ritstjóri aðalblaðs ítalskra socialista, Avanti. Á þessum árum var Mussolini heittrúaður socialisti og barðist með hnúum og hnefum fyrir sigri socialismans. Ástæða þess að hann síðar yfirgaf socialista var afstaða þeirra til heims- styrjaldarinnar. Hinir ákveðn- ustu socialistar á Italíu vildu halda Italíu hlutlausri utan við heimsstyrjöldina, en á þeim tíma voru Italir í bandalagi við Austurríkismenn og Þjóðverja. Mussolini barðist hinsvegar fyrir þátttöku Italíu i styrj- öldinni, ekki með bandamönn- um hennar, Austurríkismönn- um og Þjóðverjuni, heldur með Vesturveldunum, Frökk- um og Bretum. Vegna þessarar afstöðu sinnar var Mussolini rekinn úr í'lokki socialista og lét þar með af ríkisstjórn Avanti. Með aðstoð franskra peninga. En nokkrum mánuðum síð- ar stofnaði hann sitt eigið blað, Popolo d'Italia og hefur það siðan vcrið höfuðmálgagn í-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.