Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.08.1943, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.08.1943, Blaðsíða 2
106 VESTURLAND VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigur&ur Bjarnason, frá Vigur Silfurgata 6. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, sími 19 3. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslumaður: Jón Hjörtur Finnbjamarson. Skipagata 7. Undir fölsku flaggi. Framh. af 1. síðu. íslandi gert að farandpré- dikara sínum. Þessi maður hefur í sum- ar ferðast um landið m. a. hér um Vestfirði og flutt fyrirlestra um „Sjálfstæði landsins — lífsöryggi kom- andi daga“. Vesturlandi er kunnugt um það, að þrátt fyrir hina glæstu fyrirsögn erindisins hefur þó farandprédikar- inn leyft sér, a. m. k. sum- staðar þar sem hann hefur flutt það, dólgsleg ummæli um einstaka þjóðmála- flokka og stefnur þeirra og viðhorf til einstakra mála. Megintilgangur farandpré- dikarans, með erindi sínu, hefur verið hinn sami og skrifa Alþýðublaðsins um sjálfstæðismálið, að draga athygli þjóðarinnar frá sjálfstæðisbaráttunni út á við. Staðhæfingarnar um að Sjálfstæðismenn, og aðr- ir sem stofna vilja íslenzkt lýðveldi á næsta sumri, vilji einangra íslendinga frá frændþjóðum sínum á Norð- urlöndum, eru með öllu ósannar. En þessi staðhæf- ing hefur verið eitt megin- atriði í áróðri farandpré- dikarans í hinum svokall- aða „fyrirlestri“ hans. Viðskipti Islendinga við Vesturheim hafa eðlilega aukist mjög síðustu ár. Væntanlega fer svo fram- vegis að íslenzkar fram- leiðsluvörur vinni nýja markaði hjá hinum fjöl- mennu þjóðum Vestur- heims. Vér getum einnig án vafa lært mikið af þeim þjóðum, t. d. í tækni og ým- iskonar framleiðslu. Þrátt fyrir þetta kemur engum til hugar, nema farandpré- dikara Alþýðuflokksins, að það þurfi, eða eigi að þýða það, að íslendingar slíti þau menningar- og frændskap- ar-tengsl, sem eru á milli þeirra og frændþjóðanna á Norðurlöndum. — En hin Von á nýju leikriti eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Ennfremur heildarútgáfu af ljóðum skáldsins. TN avíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi hefur nú samið ^ nýtt leikrit og mun það e. t. v. verða leikið af Leik- félagi Reykjavíkur á komandi vetri. Er þetta þriðja leik- rit skáldsins. Eitt þeirra, Gullna hliðið, hefur þegar hlotið miklar vin- sældir og ágæta dóma. Þá hefur blaðið einnig frétt að von sé á heildarútgáfu af Ijóðum skáldsins á bókamark- aðinn í haust. Verður hún í þremur bindum vönduðum að öllum frágangi, prentun, papp- ir og bandi. Þjóðin fagnar þessum tíð- indum mjög. Davíð Stefánsson er orðinn eitt vinsælasta ljóð- skáld hennar. Mun mörgum leika liugur á að eignast fyrir- liugaða heildarútgáfu af ljóð- um hans. Blaðið hefir ekki getað feng- ið upplýsingar um efni hins nýja leikrits. Er skáldið ennþá fáort um það. — Það er þó kunnugt að leikritið mun vera nútímaleikrit i mörgum sýn- ingum og taka til meðferðar jins viðfangsefni sem ofarlega eru á baugi með þjóðinni. - Á FÖRNUM VEBI - Kæliskápar — Búsáhöld framtíðarinnar Ég sá fyrir skömmu verkfæri, sem ég vissi ekki að væri til liér á Isafirði, það var forkunnar vand- aður kæliskápur til notkunar í heimahúsum. Af því að mér leizt sérstaklega vel á þetta búsáhald, ætla ég að segja frá því hér í fám orðum. Þessi kæliskápur er 1,75 m á hæð og 86 cm. breiður. Mun það vera óvenjulega stór skápur. Skápurinn er í fimm hólfum og er lítill fryst- ir í hinu efsta þeirra. Frá þessu efsta hólfi leggur svo kulda um all- an skápinn. I þessum hólfum er hægt að geyma allskonar mat: kjöt, fisk, mjólk, rjóma, ávexti, yfirleitt allskonar nýmeti, sem nöfnum tjáir að nefna. Ein slór hurð er fyr- ir skápnum en innan á henni eru 6 litlar hillur, þar sem geyma má alls- gömlu kúgunarbönd við Dani er þjóðin alráðin í að slíta og lítur svo á að fyrst þá, geti sambúð hennar við Dani orðið fölskvalaus og frændskap þjóðanna sam- boðin. íslendingar verða nú að vera varir um sig fyrir ým- iskonar ágengni, ágengni erlendra stórvelda, sem heri hafa í landinu, ágengni mis- skilinnar ræktarsemi við Dani, og síðast en ekki sízt ágengni íslenzkra manna, sem ferðast um landið og þykjast flytja fyrirlestra um almenn efni en flytja í þess stað fals og dylgjur um helgasta mál þjóðarinn- ar. Af tvennu lélegu eru þó slík fyrirlestrahöld ó- smekklegri og hættulegri en þótt dauðar og gleymdar slúðursögur séu færðar í letur og lífsanda blásið í nasir þeirra. konar smærri hluti, svo sem egg, sultutauskrukkur o. s. frv. Undir sjálfum aðalskápnum, sem lýst hef- ur verið er svo skúffa, sem er til- valin geymslustaður fyrir allskonar grænmeti. Aö ulan er skápurinn hvítur og gljáir á lakkhúðina á málminum. „Hvernig hefur yöur reynzt þessi nýbreytni í eldhúsinu?" spurði ég. húsfreyjuna. „Mér finnast vera að henni ómet- anleg þægindi. Þessi skápur er það bezta búr, sem ég liefi nokk- urntíma eignast. Ef til vill finnur maður mest til þægindanna við að geta geymt mjólk og rjóma svo vikum skiptir, eins og rjómavand- ræðin eru oft mikil hér á ísafirði. En eins og þér sjáið geymi ég þarna allskonar mat, allt nýmeti sem þarf að geyma, matarleifar og því um líkt“. Mig undrar ekki þótt þetta bús- áhald njóti vinsælda húsmóðurinn- ar, að því hljóta að vera margháttuð þægindi. En að því er ég veit bezt er þetta eini kæliskápurinn hér á Isafirði. Er hann af amerískri gerð og framleiddur í Bandarlkjunum, en þar eru slík áhöld mjög notuð, nær því á hverju heimili. Ég er alveg viss um að ekki líður á mjög löngu áður en svo verður einnig hér. Að slíkum skápum eru ómetan- leg þægindi fyrir húsmæðurnar, sem oft eiga í basli með að geyma ýmiskonar matvæli, verja þau rotnun eða súrnun. Svona kæli- skápar eru til af öllum stærðum, stórir og litlir eftir þörfum heim- ilanna. Hinir stóru, eins og sá, sem að ofan er lýst, eru alldýrir, dýr- ari en svo að almenningur geti keypt þá, en litla kæliskápa hygg ég að hægt sé að fá með viðráðan- legu verði. Að lokum þetta: Kæliskápar eru áreiðanlega búsáhöld, sem í fram- tíðinni verða mikið notuð. Frysting og kæling allskonar matvæla ryður sér æ meira til rúms. Hin öra þróun í hraðfryst- ingu sannar það bezt. Síldarafli Huginshútanna var í gær: Huginnl. 10 000 mál og tn. Huginn II. 7 900 — - — Huginn III. 10 400 — - — Reglubundnar flug samgöngur við Austurland. Hvað líður flugskýlisbygg- ingunni hér á Isafirði? p lugfélag Islands hefur nú ■*- tekið upp reglubundnar flugferðir við Austurland. Hefur verið byggður nothæf- ur flugvöllur á Egilsstöðum og getur stóra landflugvélin lent þar, en hún getur eins og kunnugt er flutt 8 farþega. Að því er blaðið hefur frétt eru þessar flugferðir til Aust- urlandsins geysimikið notaðar, bæði af Austfirðingum sjálf- um og ferðafólki er fara vill um Austurland. Er því mikil samgöngubót að þessum ferð- um. En hvað líður flugskýlis- byggingunni hér á Isafirði? Eins og kunnugt er af frá- sögn hér í blaðinu í sumar um* komu þeirra Arnar Johnson og Bergs Gíslasonar, hefur Flugfélagið mikinn áhuga fyr- ir reglubundnum flugferðum hingað. En til þess þarf fyrst og fremst að koma hér upp flugskýli og dráttarbrautum. Það er skoðun Vesturlands að langeðlilegast sé að ríkissjóðó- ur greiði kostnaðinn við slíkar mannvirkj agerðir, sem flug- velli og flugskýli. Verður að líta þær svipuðum augum og þjóðvegi, brýr og önnur slík mannvirki til samgöngubóta er ríkissjóður kostar. Það er líka trúlegast t.d. hér á Isafirði, að bæjarsjóður hafi seint framkvæmd í sér eða efni til þess að koma upp þeim mannvirkjum, sem eru nauð- synleg skilyrði flugsamgangna. Bygging flugskýlis hér á Isa- firði verður að hraða. Sú fram- kvæmd má ekki koðna niður og dragast á langinn endalaust eins og flestar nytsamlegar framkvæmdir í þessum bæ. Vestfirðingum væri mikil sam- göngubót að tíðum flugferð- um hingað til Isafjarðar. Hjúskapur. Þann 3. júlí s.I. voru géfin saman 1 hjónaband hér á Isa- firði, ungfrú Kristín Jónsdóttir og Sigmundur Guðmundsson frá Drangavík. Þann 19. þ. m. voru gefin saman í hjónaband, ungfrú Hólmfríður Ingimundardóttir frá Snartarstöðum í Núpasveit og Runólfur Elinusson frá Hey- dal. ★ Afli Samv.fél.bátanna var s. 1. fimmtudag sem hér segir ÁsbjÖrn Gunnbjörn Sæbjörn Valbj örn Vébjörn 5200 mál og tn. 8000 — - — 9650 —------- 7500 —------- 6780 —-------: Afli Richards var er blaðið hafði síðast fregnir af 15 600 mál og tunnur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.