Vesturland


Vesturland - 28.08.1943, Blaðsíða 4

Vesturland - 28.08.1943, Blaðsíða 4
108 YESTUREAND Nauðsyn nýrrar flokka- skiptingar á íslandi. Framh. af 1. síðu. þingræðis þeirra hvilt á sömu stoðum og hinna tveggja engil- saxnesku stórvelda er fyrr voru nefnd. Ruglingsleg flokkaskipting — hrun lýðræðisins. 1 fjölmörgum löndum hefur þingræðið og lýðræðið orðið sjálfu sér að bana. Hin rugl- ingslega flokkaskipting t. d. i Þýzkalandi og Italiu ruddi ein- ræðinu braut, skapaði upp- lausn og öngþveiti. Svipuðu máli gegndi um Frakkland, sjálft móðurland lýðræðisins. Flokkafjöldinn hafði í raun réttri eyðilagt þingræðið. öll framkvæmd stjórnarvaldsins varð samræmislaus og glund- roðakennd. Á hinn skjóti og hörmulegi ósigur Frakklands í styrjöldinni ekki hvað sízt rætur sínar að rekja til þess fádæma glundroða, er rikt hafði i innanríkisstjórnmálum þjóðarinnar á árunum fyrir striðið. Islenzk flokkaskipting. Islenzk flokkaskipting i dag er á leiðinni að drepa hið alda- gamla þingræði þjóðarinnar. Enda þótt aðalflokkarnir séu ekki fleiri en fjórir verður þessi staðhæfing að teljast staðreynd eftir atburði siðasta árs. En hvernig fær þjóðin bjarg- að þingræði sinu, umbætt það og skapað sér st j órnarf arslegt öryggi? Ef litið er á rikjandi flokka- skiptingu í landinu verður auðsætt, að hún er mjög los- kennd og litt mótuð. 1 landinvi eru þrír svokallaðir vinstri flokkar, Kommúnistaflokkur, Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur. Fjórði flokkurinn er svo Sjálfstæðisflokkurinn. Ef fyrst er litið á vinstri flokkana, upp- byggingu þeirra og stefnumið, verður fljótlega ljóst, að sá flokkurinn sem í eðli sínu hef- ur greinilegast markaða stefnu og róttækasta er Kommúnista- flokkurinn. Flokkurinn er yfir- lýstur gjörbreytinga og bylt- ingaflokkur enda þótt henti- stefnumenn í forystuliði hans bregði sér um kosningar i ým- isleg gerfi. Engu að síður fylgir þó fjöldi borgaralega sinnaðra manna þessum flokki*að mál- um, fólk, sem upplausnaröldur styrjaldartímanna hafa skolað inn i áróðurssvelg kommún- ismans. Stefnumið Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins eru f jarri því að vera skýrt mörk- uð. Báðir vilja þessir flokkar telja sig nokkurskonar „milli- flokka", hefur Framsóknar- flokkurinn einkum lagt á- herzlu á sig sem slíkan. 1 báð- um þessum flokkum er allmik- ið af fólki, sem alveg eins á heima í flokki kommúnista, róttækum byltingasinnum, sem fylla flokk kommúnista eða Alþýðuflokkinn þegar þeir eru í kaupstað, en Framsóknar- flokkinn ef þeir komast á gras. Hinsvegar eru í bæði Al- þýðuflokknum og Framsókn- , arflokknum mikið af borgara- lega sinnuðu fólki, séreignar- sinnuðum mönnum, sem standa fjarri byltingastefnu kommúnista. Ræðir hér eink- um um ýmsa smærri framleið- endur við sjávarsiðuna er f ylgj a Alþýðuf lokknum og íjölda bænda i sveitum er fylgja Framsóknarflokknum. Flokkaskipting, sem hlýtur að hverfa. Af því, sem þegar hefur í fám orðum verið sagt um þessa f jóra flokka verður auðsætt að slík flokkaskipting fær ekki til lengdar staðist. Skoðanir fólks- ins hljóta að leita frekara jafnvægis í nýrri og eðlilegri flokkaskiptingu. Hið borgara- lega sinnaða fólk í Kommún- istaflokknum, sem Rússagald- ur og önnur stríðsfyrirbrigði hafa skolað þangað, hlýtur að skipa sér i aðra sveit. Sama verður raunin á um borgara- lega sinnað fólk í hinum vinstri flokkunum. Það fólk, sem að þá verður eftir i hin- um þremur vinstriflokkunum, hlýtur síðan að mynda einn sterkan, róttækan vinstriflokk. Á hinu leytinu verður svo að myndast annar sterkur frjáls- lyndur borgaralega sinnaður flokkur. Meginkjarni hans verður S j álf stæðisf lokkurinn. Þessi flokkur byggir stefnu sína á umbættu séreignar- skipulagi og fullkomnara lýð- ræði i stjórnmálum og at- vinnumálum en .nú er. Hann hlýtur að verða flokkur allra stétta en ekki einhliða stétta- samtök einstakra ímyndaðra hagsmunaheilda. Milli hinna tveggja flokka hlýtur svo bar- áttan um stjórn landsins að standa. Til þess ber brýna nauðsyn að íslenzk flokkaskipting þok- ist i áttina til slíks forms, sem hér hefur verið bent á. Og í raun réttri hlýtur svo að fara. 1 heiminum eru nú fyrst og fremst uppi tvær stefnur, sér- eignastefnan og stefna einræð- isins, kommúnismans og naz- ismans. Hinn nýi tími, sem upp renn- ur í lok styr j aldarinnar, hlýtur að greina kjarnann frá hism- inu og þá hljóta hugir manna að leita áskapaðs jafnvægis i eðlilegri flokkaskiptingu. Má þá svo fara að það öng- þveitisástand, sem nú rikir i landinu endist þjóðinni ekki til varanlegrar ógæfu. - Prentstofan Isrún. Dráttarvextir falla á þinggjöld i Isaf j arðarkaupstað séu þau eigi greidd fyrir 6. september næstkomandi. Bæjarfógeti. TILKYNNING. Ákveðið hefir verið að verð á síldarmjöli á innlendum markaði verði kr. 51,15 pr. 100 kíló, fritt um borð ef mjölið er greitt og tekið fyrir 14. september næstkomandi. — Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir 15. september næstkomandi bætast frá þeim tíma vextir og bruntryggingarkostnaður við mjölverðið. — Sé hinsvegar mjölið greitt fyrir 15. september, en ekki tekið fyrir þann tíma, þá bætist aðeins brunatrygg- ingarkostnaður við mjölverðið. Ef kaupandi hefur ekki til- kynnt síldarverksmiðjum rikisins fyrir þann tíma að hann hafi sjálfur vátryggt á fullnægjandi hátt að dómi síldarverk- smiðjanna gildir það ákvæði einnig fyrir það mjöl, sem ekki er greitt né tekið fyrir 15. september næstkomandi. Allt mjöl verður þó að vera pantað fyrir 30. september næstkomandi og greitt að fullu fyrir 10. nóvember næstkomandi. Siglufirði, 26. ágúst 1943. Sildarverksmiðjur ríkisins. Ellilaun og örorkubætur árið 1944 Umsækjendur ellilauna og örorkubóta í Isafj arðarkaup- stað fyrir næsta ár skulu skila umsóknum sínum á bæjar- skrifstofuna fyrir 15. september næstkomandi. Umsóknir verður að skrifa á sérstök eyðublöð, sem fást á bæj arskrifstofunni. Þar verður umsækjendum veitt aðstoð og leiðbeiningar gefnar, eftir því sem þörf gerist og óskað verður. Menn eru beðnir að kynna sér eyðublöðin i tæka tið, til þess að vera við því búnir að gefa allar þær upplýsingar, sem krafist er, t. d. um eignir sínar, tekjur árið 1942 og það sem af er þessu ári og um framfærzluskylda venzlamenn sína, (börn, kjörbörn, foreldra, kjörforeldra og maka). Umsækjendur um örorkubætur fyrir árið 1944, sem ekki hafa notið þeirra á þessu ári, verða að fá örorkuvottorð hjá héraðslækninum á Isafirði. Verði nýs örorkuvottorðs krafist, af núverandi örorkubótaþegum, verður þeim tilkynnt það siðar. Isafirði, 27. ágúst 1943. Bæjarstjóri. Nýkomið: ' Saumur 1—6". Þaksaumur. Pappasaumur. Fyrirliggjandi: Þakpappi. Múrhúðunarnet. Smíðaverkfæri, svo sem Stanley-heflar. Tommustokkar. Skrúfjárn, margar teg. og margt fleira. Verzl. J. S. Edwald. SKÚR til burtflutnings eða niður- rifs er til sölu. Högni Gunnarsson. Fimmlugur varð í gær Georg Jónasson verkamaður. Beztu þakkir votta ég öllum þeim, sem sýndu mér velvild og vináttu á fimmtugsafmæli mínu þann 17. þ. m. Kristján B. Sigurðsson. Þakkarávarp, Innilegar þakkir fyrir alla samúð og vinsemd við fráfall og útför litlu dóttur okkar, óskírðu. Guðrún Árnadóttir, Sigurvin Veturliðason. Unglingsstúlka t í vist: — up. Auður Herlufsen. óskast í vist: — Sérherbergi, gott kaup.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.