Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.10.1943, Síða 1

Vesturland - 21.10.1943, Síða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XX. árgangur. ísafjörður, 21. okt. 1943. 31. tölublað. Bættar flugsamgöngur er merkilegasta samgöngumál þjóðarinnar. Frumvarp 3ja Sjálfstæðismanna á Alþingi. ríf Sjálfstæðismenn á Alþingi, þeir, Sigurður Bjarna- son, Gunnar Thoroddsen og Ingólfur Jónsson hafa nýlega lagt fram á Alþingi frumvarp um byggingu flugvalla, flugskýla og dráttarbrauta fyrir flugvélar. Með frv. er stefnt að stórfelldri eflingu flugsamgangna landsmanna og er það eitt þarfasta umbótamál 1 sam- göngumálum þjóðarinnar. I frv. er lagt til að framkvæmd þeirra mannvirkja sem þarf til flugsamgangna verði hliðstæð þjóðvegaframkvæmdum og því kostuð af ríkissjóði eftir því, sein fé er á hverjum tíma veitt til þeirra i fjárlögum. 1 1. gr. frv. er kveðið ó um þá staði, sem flugvelli skal hyggja á í frajmtíðinni. Eru það þessir staðir: Á Suðurlandi: Reykjavík, Vestmannaeyjar, Helluvað í Rangárvallasýslu, Fagurhóls- mýri i öræfum og Horna- fjörður. Á Vesturlandi: 1 Borgar- firði, á Snæfellsnesi, í Vestur- Barðastrandarsýslu og við Hólmavik. Á Norðurlandi: Á Söndum i Miðfirði, Sauðárkróki, Akur- eyri, Húsavík og Kópasker. Á Austurlandi: I Vopnafirði og á Egilsstöðum. * Þá segir í 2. gr. l'rv. að á þessum stöðum skuli vera flug- vélaskýli og dráttarbrautir fyr- ir sjóflugar: Reykjavik, Isafirði og Höfn í Hornafirði. Flm. frv. liafa haft samráð við framkyæmdastjóra og for- mann Flugfélags Islands um ákvörðun þessara, staða, þar sem gert er ráð fyrir að flug- vellir og flugskýli skuli vera. Þá er og gert ráð fyrir því í frv. að komið verði upp þráð- lausum sendi- og móttökustöð- um á þeim stöðum, er najuð- syn krefur, til öryggis flug- samgöngum landsmanna. Skal leita tillagna Flugfélags Is- lands um það, hvar slíkar stöðvar skuli vera. Fé til þessara framkvæmda má því aðeins vcita úr ríkis- sjóði að eftirfarandi skilyrð- um sé fullnægt: 1. Nákvæm rannsókn haíi farið fram á skilyrðum til slíkrar mannvirkj agerðar á hverjum stað. 2. Kostnaðáætlun liggi fyrir um framkvæmd verksins. Skal atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytið setja reglugerð er kveði nánar á um fram- kvæmd þessara atriða. Yfirstjórn flugmála er sam- kvæmt frv. sett.undir atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið og skal vegamálastjóri fyrst um sinn stjórna framkvæmd- um í þeim í samráði við Flug- félag Islands. Að lokum eru í frv. ýtarleg ákvæði um bætur fyrir land- spj öll vegna flugvallagerðar o. 11. og eru þau ákvæði hliðstæð ákvæðum vegalaga. Er frumvarp þetta hið merkilegasta og miðar að stóraukinni eflingu flugsam- gangna í landinu. Fylgir því löng og ýtarleg greinargerð frá l'lm. og segir svo í henni: Á síðasta Alþingi var sam- þykkt þingsályktunartillaga, er flm. þessa frv. fluttu, um flug- mál Islendinga. Aðalefni þeirr- ar tillögu var það, að ríkis- stjórninni var falið „að láta fara fram í samráði við Flug- félag Islands rækilega athug- un á því, hvernig og hvar hygg- ingu flugvalla og flugskýla verði fyrir komið, þannig að flugsamgöngur geti í nánustu framtíð hafizt með reglu- bundnum og tryggum hætti við alla landshluta. Verði unnið að því að koma upp ákveðnu kerfi lendingarstaða fyrir landflugvélar og flugskýla og dráttarbrauta fyrir sjóflugvél- ar“. Flm. þessarar tillögu, en hún hlaut einróma samþykki sið- asta Alþingis, — litu svo á, að slikur undirbúningur og rann- sóknir væru nauðsyplegur grundvöllur að nýjum átökum í flugmálum þjóðarinnar. Sið- an þessi tillaga um flugmál Is- lendinga var samþykkt, hefur þó enn þá ekkert veriJS gert af hálfu ríkisstjórnarinnar í þá átt að hefjast handa um þann nauðsynlega undirbúning, sem þar er gert ráð fyrir. Flm. frv. þess, sem hér liggur fyrir, hafa því talið rétt að halda áfram á þeirri braut, sem Alþingi markaði með samþykkt fyrr- greindrar tillögu. Með frv. þessu er lagt til, að ríkissjóður kosti að öllu leyti mannvirkjagerð þá, er þar ræðir um. Bygging flugvalla, flugvélaskýla, dráttarbrauta fyrir flugvélar og þráðlausra selidi- og móttökustöðva er hér lögð að jöfnu við byggingu þjóðvega, sem ríkissjóður einn kostar í senn nýbyggingu og viðhald á. Það er skoðun flm., að öll rök hnígi til þess, að þessi stefna sé upp tekin. Flug- ið á að verða einn liður í sam- göngumálum landsmanna, og þáttur flugsins í þeim efnuin hlýtur að verða mjög mikil- vægur í nánustu framtíð. Það er því eðlilegt, að rikissjóður kosti á sama liátt þá mann- virkjagerð, sem er frumskil- yrði flugsamgangna, og hann kostar nú þá mannvirkj agerð, er þarf til samgangna á landi. I framtíðinni hlýtur svo að fara, að árlega, eftir því sem efni standa til, verði byggðir nýir flugvellir eða flugskýli og dráttarbrautir fyrir flugvélar. Flugvélakerfið hlýtur þannig að færa út kvíarnar og full- komnast á sama hátt og ak- vegakerfið hefur á undanförn- um árum náð til stöðugt fleiri byggðarlaga landsins. Með frv. þessu, ef að lögum verður, er aðeins lagður hornsteinninn að því, sem koma. skal í þessum efnum. Nýjum lendingarstöð- um og öryggistækjum fyrir flugsamgöngur landsmanna mun verða bætt við og þannig reynt að fullnægja hinum breytilegu þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma. Skilyrði þess, að fé verði veitt til þessarar framkvæmdar, er ]iað samkv. frv., að fullnægjandi rann- sóknir hafi farið fram á liverj- um cinstökum stað, þar sem þeirra er óskað. Er með þessu tryggt, að allrar forsjár sé gætt í þessum framkvæmdum og fj árveitingum til þeirra. Yfirstjórn allra flugmála í landinu er samkv. frv. sett undir atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytið og vegamála- Sundlaugarbygging- in á ísafirði. ■w s.l. viku liófst sjálfboða- vinna allmargra ísfirzkra sjómanna að því að grafa fyr- ir hinni fyrirhuguðu sundlaug, sem hér er i ráði að byggja. En á öðrum degi eftir að verk þetta hófst lögðu þó allir þess- ir sjálfboðaliðar niður vinnu sína af þeim ástæðum, að því er almennt talið er, að þeir hafi allir orðið sammála um að hér væri stofnað til og haf- in bygging að of lítilli og ófull- nægjandi sundlaug fyrir sam- eiginleg afnot allra skólanem- enda og alls þess fjölda ann- ara borgara þessa bæjar er mikinn fjárstyrk hafa veitt og munu veita þessari menning- arstofnun. Það er löngu kunn- ugt að nokkur ágreiningur hef- ur verið rikjandi hér í bæn- um um fyrirhugaða stærð hinnar væntanlegu sundlaug- ar. I 12. thl. Vesturl. þ. á. var nokkuð vikið að þessum á- greiningi jafnframt þvi að lýst var þá einnig hvað komið væri fjársöfnun og öðrum und- irbúningi sundlaugarbygging- arinnar. Vafalaust gæti fram- kvæmd þessarar menningar- stofnunar stafað mikil hætta af ósamkomulagi um byggingu hennar. Vesturland vill þó sízt á- mæla þeim mönnum sem hér hafa látið i ljós óánægju sína stjóra í samráði við Flugfélag Islands. Hjá því verður ekki komizt, að ríkisvaldið hefji aukin af- skipti af þessum mikilsverða ]iætti samgöngumála lands- manna. Það sýnist þess vegna eðlilegt, að vegamálastjóri, sem hefur yfirstjórn verklegra framkvæmda í vegamálunum, hafi a. m. k. fyrst um sinn yfir- umsjón með þeim verklegu framkvæmdum, sem fram undan eru til eflingar flug- samgöngum í landinu. Flug- vallagerð er að mörgu leyti svipaðs' eðlis og vegagerð, og fyrst og fremst krefjast þær framkvæmdir verkfræðilegrar þekkingar og kunnáttu. Hitl s>rnist hins vegar sjálfsagt, að um slíkar framkvæmdir liafi stjórn vegamálanna nána sam- virinu við Flugfélag Islands, sem verið hefur og er braut- ryðjandi í flugmálum þjóðar- innar og hefur unnið þar mik- og fórnfúst starf.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.